Egyptaland í allri sinni dýrð, ferð sem sameinar söguleg undur, menningararf og náttúrufegurð. Ferðin hefst í Kaíró og heldur áfram til Aswan þar sem hefst sigling á glæsilegri 5★ Nílarskútu. Á leiðinni eru meðal annars Háa stíflan, Philae-hofið, tvískiptu hofin í Kom Ombo og Hórusarhofið í Edfu. Í Luxor eru á dagskrá Karnak-hofið, Konungadalurinn, minningarhof Hatshepsut og Memnon-risastyttur. Eftir nokkra daga við Rauðahafið í Hurghada lýkur ferðinni í Kaíró með heimsókn á Gíza-pýramídana, Sfinxinn, Sakkara, Egyptasafnið og líflegan Khan el-Khalili-basarinn.
Kristján er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar og hefur hann unnið í ferðabransanum í yfir 30 ár. Hann hefur víðtæka reynslu og leysir öll vandmál eins og hendi sé veifað. Kristján er bæði með leiðsögumenntun og háskólamenntaður í ferðamálafræði.
Innifalið í verði:
Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 13 nætur á 5 stjörnu gistingu, íslensk fararstjórn, allur akstur samkvæmt ferðalýsingu, og allar skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu.
Ekki innifalið í verði:
Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, persónuleg útgjöld, annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu, þjórfé, eða drykkir (ekki innifaldir í fæði).
Ferðalýsing
ÆVINTÝRALEG REISA
Egyptaland í allri sinni dýrð sameinar stórbrotna sögu, ríkulegan menningararf og einstaka náttúrufegurð. Ferðin hefst í Kaíró áður en haldið er til Aswan þar sem hefst sigling á glæsilegri 5★ Nílarskútu. Á þessari ferð niður Níl eru meðal annars heimsóttir Háa stíflan, Philae-hofið – sem UNESCO flutti stein fyrir stein til að bjarga frá flóði – tvískiptu hofin í Kom Ombo og stórbrotna Hórusarhofið í Edfu, eitt best varðveitta musteri Egyptalands.
Í Luxor bíða mikilfenglegar minjar: Karnak-hofið með sínum súluskógum, kvöldferð í Luxor-hofið, Konungadalurinn með litríkum grafarmálverkum, glæsilegt minningarhof Hatshepsut og 18 metra háar Memnon-risastyttur.
Að heimsóknum loknum er ekið til Hurghada við Rauðahafið þar sem dvalið er á 5★ hóteli með öllu inniföldu. Þar gefst tími til hvíldar, strandlífs og valfrjálsrar afþreyingar.
Ferðinni lýkur með stórbrotnum dögum í Kaíró. Á dagskrá eru Gíza-pýramídarnir, Sfinxinn, Sakkara-stigpýramídinn, heimsókn á Egyptasafnið með fjársjóðum Tutankhamuns og rölt um hinn litríka Khan el-Khalili-basar.
Þessi ferð býður upp á óvenjulega blöndu af fornri arfleifð, líflegri menningu og slökun – þar sem hver dagur færir nýtt ævintýri og minningar sem endast um ókomin ár.
Almennar ferðaupplýsingar:
Bólusetningar: Best að hafa samband við heilsugæsluna og fá ráð og leiðbeiningar.
Vegabréf: Nauðsynlegt er að hafa meðferðis vegabréf með gildistíma a.m.k. 6 mánuði fram yfir heimferðardag. Það er góð regla að kanna gildistíma vegabréfs í tíma fyrir brottför frá Íslandi.
Visa: Sækja þarf um vegabréfsáritun til Egyptalands.
Tímamunur: Tveimur klst. á undan íslensku klukkunni.
Rafmagnsinnstungur: Sama og hér heima (220 volt).
Ferðatími: Egyptaland er áfangastaður ferðamanna allan ársins hring. Sumur eru heit og veturnir hlýir. Gera má ráð fyrir að hitastig sé um 25 stig. Undantekningar koma þó fyrir, bæði upp og niður á við.
Verslanir og þjónusta: Föstudagur er frídagur þannig að margar verslanir og þjónustustofnanir eru lokaðar en sumar verslanir opna um kl 14:00. Þá eru sumar verslanir einnig lokaðar á laugardögum. Stærri verslanir og kjörbúðir hafa rýmri opnunartíma. Bankar eru yfirleitt opnir 8:30-150:0 frá lau-fim.
Fatnaður: Mælt er með léttum sumarfötum, höfuðfati, góðum skóm til léttrar göngu og nauðsynlegt er að hafa meðferðis peysu þar sem kvöldin geta verið svöl. Múslimskar konur klæðast oft fatnaði sem hylur fætur, handleggi og hár en slíkar óskráðar reglur ná ekki til vestrænna kvenna. Við stöku trúarlegar byggingar er ætlast til þess að konur hylji hár (t.d. með slæðu). Mælt er með að konur klæðist óflegnum klassískum fatnaði.
Vatn: Er ekki drykkjarhæft og verður því að kaupa það í flöskum.
Þjórfé: Ekki innifalið. Fararstjóri mun gefa leiðbeiningar (sjá að neðan).
Áfengi: Áfengi má drekka á hótelum og á sumum völdum stöðum. Leitið ráða hjá fararstjóra.
Bænatímar: Múslimar biðja 5 sinnum á dag. Bænartímarnir eru Japji Sahib, Jaap Sahib, Twe Prasad Swaiye, Chaupai Sahib og Anand Sahib. Bænaturnar eru staðsettir allvíða og kalla fólk inn til bæna 5 sinnum á dag. Óma þeir vítt og breitt um landið. Fyrsta bænin er snemma morguns og sú seinasta að kveldi. Múslimar snúa sér í átt til Mekka þegar þeir biðja og eru því örvar á flestum hótelum og stöðum sem vísa í átt til Mekka,. Þannig vita múslimar hvert þeir eiga að snúa sér þegar þeir biðja.
Gjaldmiðill: Heitir egypskt pund (EGP) og er 1 pund um 7 ISK . 10 pund því um 70 kr.
Hraðbankar: Hraðbankar eru bæði út á flugvelli og inn í borg. Ef skipta á peningum er best að skipta USD eða Evrum í pund. Óhagstæðara gengi er á flugvellinum.
Þjórfé: Skylda í Egyptalandi og skal miða við eftirfarandi:
Herbergisþerna: 5-10 EGP á nótt.
Þjónn í veitingasal skips: 25 EGP fyrir 3 kvöld
Áhöfn á fljótaskipi: 30 EGP á mann. Skal setja i umslag, merkja með káetunúmeri og skilja eftir í gestamóttöku.
Þjónn í hádegis-/kvöldmat: 5-10 EGP
Húsvörður í mosku/kirkju ef veitt er aðstoð vegna skófatnaður eða annarra hluta: 1-5 EGP
Klósettverðir: Ef hreint:m =1 EGP
Börn sem hjálpa til með úlfalda, hesta eða asna: 5-10 EGP (eftir ferð).
Innlendur leiðsögumaður í heilsdagsferð: 85 EGP á mann
Hálfsdagsferð: 45 EGP á mann
Bílstjóri í heilsdagsferð: 50 RGP
Hálfsdagsferð: 25 EGP
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM EGYPTALAND
STÆRÐ: 1.000.450m ferkm. (næstum 10 sinnum stærra en Ísland).
MANNAFJÖLDI: um 114 milljónir íbúa.
HÖFUÐBORG: Kaíró (El Qahira), stærsta höfuðborg í Afríku.
STJÓRNARFAR: Forsetaþingræði.
FORSETI: Abdel Fattah al-Sisi (frá 2014)
FORSÆTISRÁÐHERRA: Mostafa Kamal Madbouly (frá júní 2018).
TRÚARBRÖGÐ: 90 % múslimar og 10 % kristnir.
Dagskrá
Dagur 1, fimmtudagur, 14. maí 2026 — Ferðalagið hefst
Ferðin hefst með flugi frá Keflavík kl. 14:20 með Lufthansa til Frankfurt, þar sem millilending er áður en framhaldsflugið til Kaíró fer kl. 22:00. Lending er um miðja nótt og ekið á hótel í Kaíró þar sem hópurinn fær tækifæri að hvíla sig fyrir komandi ævintýri.
Dagur 2, föstudagur, 15. maí 2026 — Til Aswan og upphaf Nílarsiglingar
Frjáls morgun, en eftir hádegi er flogið til Aswan. Þar bíður lúxus 5 stjörnu Deluxe Nile Cruise sem verður okkar heimili næstu daga. Um borð ríkir notalegt andrúmsloft og kvöldið gefur fyrsta bragðið af hægu flæði Nílar.
Dagur 3, laugardagur, 16. maí 2026 — Háa stíflan og Philae-hofið
Við hefjum daginn með heimsókn að Háu stíflunni, risaverkefni sem hófst árið 1960 og lauk 1976. Hún var reist til að stjórna vatnsflæði Nílar, binda enda á árstíðabundin flóð og þurrka, framleiða rafmagn og tryggja vatn til áveitu. Því næst er farið að Philae-hofinu, tileinkuðu gyðjunni Isis, sem átti mörg hlutverk í egypskri trú, en hún var bæði verndari dauðra, lækningaguð og fyrirmynd móðurhlutverksins. Hofið stóð áður á eyju sem fór á kaf við stíflugerðina, en UNESCO flutti það stein fyrir stein á öruggari stað – verk sem telst til mikilla menningarafreka.
Dagur 4, sunnudagur, 17. maí 2026 — Kom Ombo og Edfu
Við siglum að Kom Ombo, tvöföldu hofunum sem voru helguð bæði Sobek, krókódílaguðinum, og Horusi, fálkaguðinum. Byggingin er spegilmynduð milli guðanna tveggja, með tvöfalt af helgistæðum og sölum. Síðan er haldið til Edfu, þar sem hið stórbrota Hórusarhof tekur á móti okkur. Það er eitt best varðveitta musteri Egyptalands, byggt á árunum 237–57 f.Kr. og veggir þess geyma miklar áletranir um trú, tungumál og daglegt líf forn-Egypta.
Dagur 5, mánudagur, 18. maí 2026 — Karnak og Luxor
Eftir morgunverð yfirgefum við skipið og heimsækjum Karnak-hof, eitt umfangsmesta og fjölbreyttasta musterisvæði fornaldar. Hér má finna ótal súlur, hallar og helgistaði sem hafa verið í stöðugri uppbyggingu í yfir 1700 ár. Að kvöldi upplifum við Luxor-hofið í kvöldbirtu, þegar lýsingin varpar dulúð yfir súlur og veggi. Að heimsókn lokinni innritum við okkur á hótel í Luxor.
Dagur 6, þriðjudagur, 19. maí 2026 — Vesturbakkinn: Konungadalur, Hatshepsut og Memnon
Við byrjum daginn í Konungadalnum, grafarstað yfir 60 faraóa og æðstu embættismanna frá 16.–11. öld f.Kr. Þar má enn sjá litrík veggmálverk sem lýsa ferðalagi faraóanna til handan. Næst heimsækjum við glæsilegt minningarhof Hatshepsut, einnar merkustu kvenna Egyptalands, sem ríkti um miðja 15. öld f.Kr. og stóð fyrir miklum framkvæmdum. Að lokum sjáum við Memnon-risastytturnar, 18 metra háar, sem hafa staðið vörð í um 3.500 ár.
Dagur 7, miðvikudagur, 20. maí 2026 — Til Hurghada
Við kveðjum Luxor og ökum í um fjóra klukkutíma til Hurghada við Rauðahafið. Þar bíður 5 stjörnu hótel með öllu inniföldu fæði, þar sem við njótum lúxus og hvíldar.
Dagar 8–10, fimmtudagur, 21. maí 2026 – laugardagur, 23. maí 2026 — Frí við Rauðahafið
Frjálsir dagar til að njóta sólarinnar, synda í tærum sjónum, snorkla yfir kóralrif eða kanna líflegt mannlíf Hurghada.
Siglt áleiðis til Luxor.
Innifalið: Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður.
Dagur 11, sunnudagur, 24. maí 2026 — Til Kaíró
Flogið til Kaíró og ekið á hótel. Eftir það er frjáls tími til að slaka á eða rölta um borgina.
Dagur 12, mánudagur, 25. maí 2026 — Gíza og Sakkara
Við skoðum pýramídana miklu í Gíza, eina af sjö undrum fornaldar sem enn stendur. Sfinxinn, með mannshöfuð og ljónslíkama, stendur sem þögull vörður. Því næst heimsækjum við Sakkara, heimili elsta píramída Egyptalands, stigpýramídans frá tíma Djosers um 2700 f.Kr.
Dagur 13, þriðjudagur, 26. maí 2026 — Gamla Kaíró, safnið og markaðurinn
Við förum um gamla borgarhlutann í Kaíró, skoðum hengikirkjuna og rölta um líflegan Khan el-Khalili-basarinn, sem hefur verið miðstöð verslunar frá árinu 970. Á Egyptasafninu sjáum við ómetanlega gripi frá 5000 ára sögu Egyptalands, þar á meðal fjársjóði Tutankhamuns.
Dagur 14, miðvikudagur, 27. maí 2026 — Heimferð
Akstur á flugvöll í Kaíró og heimferð til Íslands.
Athugið
Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
Staðfestingargjald er 120.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.