Chervò Golf Hotel Spa & Resort San Vigilio er glæsilegt 4-stjörnu lúxushótel staðsett í fallegu landslagi nálægt Gardavatni á Ítalíu. Hótelið er reist í kringum endurgerða klaustursbyggingu frá 12. öld, sem veitir því sögulegan og rómantískan blæ, ásamt nútímalegum þægindum. Golfvellir hótelsins eru einstakir, með 27 holu meistaramótsvelli, hannaðan af Kurt Rossknecht, auk 9 holu æfingavallar.

    Verð og dagsetningar

    Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

    Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is

    Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 9 nætur á Chervo Golf Resort and Spa 4★ með morgunverði, flutningur á golfsetti, morgunmatur, og 6 golfhringir á San Viglio velli.
    Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, golfbíll, eða akstur til og frá flugvelli.

    Ferðalýsing

    Chervo Golf and Spa Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel sem er staðsett í San Vigilio í Trentico – Alto Adige héraði aðeins 40 mín frá Verona og 12 mín. akstur frá Gardavatninu.

    Chervo Golf Resort á Ítalíu

    Golfvöllurinn var hannaður af Kurt Rossknecht og opnaði árið 2008. Hann samanstendur af 27 holu meistaramótsvelli sem er skipt í þrjá 9 holu velli: Benaco, Solferino og San Martino. Þar að auki er 9 holu æfingavöllur sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

    Golfvöllurinn er staðsettur í glæsilegu landslagi með breiðum brautum, vatnahindrunum og krefjandi skipulagi sem hentar kylfingum á öllum getustigum. Klúbbhúsið er nútímalegt og býður upp á veitingastað með verönd sem veitir frábært útsýni yfir svæðið.

    Aðstaðan á Chervò Golf San Vigilio er til fyrirmyndar og innifelur æfingasvæði með 40 teigum, þar af 15 yfirbyggðum, ásamt pútt- og vippflötum og glompuæfingasvæði. Völlurinn er opinn allt árið, og gestir eru velkomnir með fyrirfram bókun. Forgjafartakmörk fyrir meistaramótsvöllinn eru 36.

    Á svæðinu er einnig lúxushótel sem býður upp á heilsulind, íbúðir, veitingastaði, fundarsalir og fjölbreytta íþróttaaðstöðu, þar með talið tennisvelli, fótboltavöll, strandblakvöll og sundlaug. Chervò Golf San Vigilio er því ekki aðeins áfangastaður fyrir golfiðkun heldur einnig frábær staður til slökunar og útivistar.

    Innifalið í verði:

    • Beint flug fram og tilbaka
    • Flugvallagjöld og skattar
    • Ferðataska og handfarangur
    • Flutningur á golfsetti
    • 9 nætur á Chervo Golf Resort and Spa 4* með morgunverði
    • 6 golfhringir á San Viglio velli

    Ekki innifalið í verði:

    • Golfbíll
    • Akstur til og frá flugvelli

    Gistingar í boði

    Chevro Golf and Spa Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel sem er staðsett í San Vigilio  í Trentico - Alto Adige héraði aðeins 40 mín frá Verona og  12 mín. akstur frá Gardavatninu. Hótelið er búið allri þeirri þjónustu og þægindum sem golfarar óska sér. Hótelið er búið vönduðum og fallegum innréttingum sem eru byggðar í kringum munka klaustur sem var byggt á svæðinu á 12. öld. 

     

    GOLF

     

    Chevro Golfvöllurinn:  Þessi glæsilegi golfvöllur var hannaður af Kurt Rossknecht og státar af 36 holum þar af 9 holur par 3 velli og 3x9 holu keppnisvelli: Benaco, Solferino og San Martino. Þægileg uppsetning golfvalla býður upp á mismunandi lykkjur golfs á meðan ferðinni stendur.  Æfingaaðstaða (driving range)  Eftir golfið er tilvalið að sitja á verönd hótelsins, slaka á og njóta eða ganga um í fallegum garði hótelsins.

     

    GISTING

     

    Þægileg herbergi endurspegla glæsileika hótelsins. Herbergin eru með mismunandi stíl sem tónar við  fegurð fornrar ítalskrar menningar en eru án svala.  Herbergin eru vel útbúin með öryggishólf, minibar, kaffi og te aðstöðu, sjónvarp Sky TV, loftkælingu, síma og þráðlaust net WiFi.  Baðherbergin eru með baðkar/sturtu, baðsloppa og inniskó, hárþurrku og hreinlætisvörur.

     

    VEITINGAR

     

    Veitingastaðir hótelsins bjóða upp á þjóðlega og alþjóðlega matargerð  ásamt staðbundnum fiskréttum. ( local fish specialities) Tveir barir/setustofur eru á hótelinu.

     

     

    AÐSTAÐA

     

    Útisundlaugar, golfvöllur, sport aðstaða, t.d. tennisvöllur, , og heilsulind / vellíðunar aðstaða sem er með solarium, sána og hydro nudd sturtum og hægt að bóka hjá gestamóttöku eða í heilsulindinni  t.d. sport nudd, andlitsmeðferðir og margt fleira (aukagjald)

     

    Í NÁGRENNI HÓTELS

     

    • Sanctuary of Madonna del Frassino - 16 mín. akstur
    • Zenato Winery - 17 mín. akstur
    • Il Leone Shopping Center - 19 mín. akstur
    • Desenzano Castle - 19 mín. akstur
    • Scaliger Castle - 30 mín. akstur
    • Clinica Pederzoli - 18 mín. akstur
    • Center Aquaria Spa and Wellness Center - 51 mín. akstur
    • Rocca of Lonato - 21 mín. akstur
    • Gardaland - 20 mín. akstur
    • Golf Club Paradiso del Garda - 21 mín. akstur
    • Sigurta Park - 28 mín. akstur

     

     

     

     

     

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.