Fáar borgir hafa annan eins kraft og Berlín. Endalaust er hægt að ganga um og uppgötva eitthvað nýtt og spennandi. Fara á milli staða í neðanjarðarlestinni, stoppa á hinum heimsfrægu ölstofum borgarinnar eða grípa sér Currywurst á götuhorni.
    Verð frá 124.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 16. – 19. apríl

    Verð og dagsetningar

    16. – 19. apríl  4 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    249.800 kr.
    Verð frá 124.900 kr.
    per farþega
    16. – 19. apríl  4 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    174.900 kr.
    Verð frá 174.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, og gisting.
    Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, eða city tax.

    Gistingar í boði

    4
    4
    Afmarka út frá stjörnufjölda

    Berlín

    Berlín

    Berlín er höfuðborg Þýskalands og jafnfram sú stærsta í landinu, bæði af stærð og fjölda. Það er hins vegar óhætt að segja að engin borg í Evrópu sé jafn mörkuð af sögu tuttugustu aldarinnar. Hið sérstæða andrúmsloft sem ríkir í borginn má að miklu leiti rekja til þess þegar henni var skipt upp í tvo gjörólíka heima með Berlínarmúrnum sem reistur var 1961 en felldur 1989. En Berlín hefur alltaf verið sérstök og haft mikla sérstöðu í hugum Þjóðverja, jafnt jákvæða sem neikvæða.Í upphafi var Berlín höfuðborg ríkis sem allt fram á síðari hluta 19. aldar var samansafn sjálfstæðra ríkja og því ekki allir jafn sáttir við að hún væri höfuðborg þeirra. Á lýðveldisárunum milli heimsstyrjaldanna varð Berlín einhver villtasta og mest spennandi stórborg álfunnar. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar má segja að þessi prússneska höfuðborg, þar sem regla, agi og borgaraleg gildi höfðu verið ofar öllu, hafi á skömmum tíma orðið suðupottur pólitískrar ólgu, menningarlegrar gerjunar og taumlauss skemmtana- og næturlífs. Framúrstefnan réði ríkjum í listalífinu og listamenn flykktust til borgarinnar úr öllum áttum.

    Verslun í Berlín

    Berlín

    Kurfürstendamm

    Kurfürstendamm eða “Kudamm” er ein vinsælasta verslunargatan í Berlín. Þar eru margar fallegar verslanir og stór verslunarhús en gatan hefur verið álitin ein glæsilegasta verslunargata Evrópu. Þar er að finna allar helstu verslanir eins og td H&M, Zara, C&A og Mango, sem og fjöldan allan af verslunahúsum eins og Europa Center, Innovation og KaDeWe.

    Alexanderplatz

    Frá því að Brandenborgarhliðið var reist á árunum 1788-91 hafa margir herir marsérað þar í gegn. En frá því múrinn féll árið 1989 er  mesti hasarinn líklega þegar Love Parade fer þar um einu sinni á ári. Hlutirnir eru nú aftur komnir í eðlilegt horf og hliðið aftur orðið að tákni borgarinnar og sameinaðs Þýskalands.

    Áhugaverðir staðir í Berlín

    Berlín

    Brandenborgarhliðið

    Frá því að Brandenborgarhliðið var reist á árunum 1788-91 hafa margir herir marsérað þar í gegn. En frá því múrinn féll árið 1989 hefur mesti hasarinn líklega verið þegar Love Parade fer um einu sinni á ári. Hlutirnir eru nú aftur komnir í eðlilegt horf og hliðið er aftur orðið að tákni borgarinnar og sameinaðs Þýskalands.

    Berlin Mitte

    Berlin Mitte eða gamli miðborgarhlutinn og hverfin út frá honum, sem áður voru í mikilli niðurníðslu, iða nú af lífi og lit og eru nú helsta aðdráttarafl borgarinnar. Fall múrsins og samruni þessara tveggja borga eða borgarhluta hefur haft það í för með sér að í Berlín er meira framboð af öllu en víðast hvar annars staðar, hvort heldur er á sviði menningar, lista, skemmtanalífsins eða verslunar. Í Berlín er því allt tvöfalt og gott betur.

    Berlín

    Check Point Charlie

    Á tímum kalda stríðsins þegar fólk þurfti að fara á milli Austur- og Vestur-Berlínar var farið í gegnum landamærastöðina Checkpoint Charlie. Það er lítið eftir af henni núna nema endurbyggður skúr og skiltið fræga sem segir: “Þú ert núna að yfirgefa bandaríska svæðið”. Stutt frá er Haus am Checkpoint Charlie sem kallar sig fyrsta safnið til heiðurs alþjóðlegum friðsamlegum mótmælum. Á safninu er sögð saga þeirra dóu eða voru fangelsaðir þegar þeir reyndu að fara frá austri til vesturs.

    Berlín

    East Side Gallery

    Eftir að búið er að nota annan hluta Berlínarmúrsins til að leggja vegi og selja ferðamönnum hinn er ekki mikið eftir af múrnum sem féll í beinni útsendingu í nóvember 1989. Lengsti heili hluti hans sem enn er uppistandandi er 1,3 km langur og kallast East Side Gallery. Eftir að 118 listamenn alls staðar að úr heiminum mættu árið 1990 á staðinn með pensla og málningu telst galleríið vera stærsta safn heimsins undir beru lofti. Ein besta myndin þar er örugglega af sögufrægum kossi kommúnistaleiðtoganna Honeckers og Brezhnevs. Frá 1990 hefur hins vegar margt annað sett mark sitt á galleríið. Til dæmis hefur það verið vinsælt meðal fólks með tússpenna og spreybrúsa.

    Mauerpark flóaamarkaðurinn

    Mauerpark er opinn alla sunnudaga. Þar eru ýmsir sölubásar með vintage vörum, mat, drykk og fleiru. Markaðurinn er einnig frægur fyrir að bjóða upp á opið karaoke kl. 15:00 þegar vel viðrar. Þar fá allir tækifæri til að koma fram fyrir hundruðum einstaklinga.

    Veitingastaðir

    Í borginni eru veitingastaðir frá flestum heimshornum. Auðvelt er að finna veitingastaði, sem bjóða ekta þýskar pylsur, “Frankfurter” og súrkál á afar hagstæðu verði. Ítalskir staðir og austurlenskir eru víða og hvað annað sem getur kitlað bragðlaukana. Við Kurfurstendamm eru nýtískulegir barir sem yngra fólk sækir. Einnig má benda á hverfin í Austur-Berlín eins og Nicolai Viertel og Oranienburgerstrasse sem áhugaverða staði til að heimasækja.

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.