Allar ferðir

Um 35 km sunnan við Barcelona er Sitges, – einn líflegasti strandbær Spánar. Í 130 ár hefur Sitges verið uppáhaldsstaður sólþyrstra gesta sem vilja hafa líf og fjör í kringum sig. Sitges er helsti segullinn á Gullnu ströndinni (Costa Dorada) en í og við bæinn eru 17 baðstrendur, þar af nokkrar fjölskyldustrendur og þrjár nektarstrendur. Nálægðin … Continue reading “Sitges”

Um 35 km sunnan við Barcelona er Sitges, – einn líflegasti strandbær Spánar. Í 130 ár hefur Sitges verið uppáhaldsstaður sólþyrstra gesta sem vilja hafa líf og fjör í kringum sig. Sitges er helsti segullinn á Gullnu ströndinni (Costa Dorada) en í og við bæinn eru 17 baðstrendur, þar af nokkrar fjölskyldustrendur og þrjár nektarstrendur. Nálægðin við stórborgina Barcelona gerir sitt til að styrkja stöðu Sitges.

Ekki er fararstjóri á svæðinu og ekki er boðið upp á akstur frá flugvelli á hótel. Flugvöllurinn er í um 30 km fjarlægð.

Sitges

En Sitges er ekki síður menningarbær, með fjölda gallería, spennandi listasafna og sérverslana. Hér eru ótrúlega fjölbreyttir veitingastaðir, allt frá hamborgara- og ísstöndum upp í einhverja bestu og fínustu matstaði Katalóníu. Og barir og skemmtistaðir skipta hundruðum. Sama á við um tískuvöruverslanir sem spanna allt litrófið – frá tuskubúðum við ströndina upp í hástískuverslanir í gamla miðbænum. Þess utan er kvikmyndahátíð bæjarins víðkunn, sömuleiðis Kjötkveðjuhátíðin, gömlu-bíla kappaksturinn og hin fjölmenna hinsegin sena og Gleðiganga.

Sitges

Þeir sem dvelja í Sitges komast vel af án bíls því fjarlægðir eru litlar og leigubílar ódýrir. Strandgatan Passeig Maritim liggur meðfram ströndinni með fjölda kaffihúsa, veitingastaða og ísbúða. Gamli bærinn er ekki tiltölulega stór en þar er þó hin gullfallega gamla kirkja heilags Bartólómetusar, betur þekkt sem “La Punta”, sem er líklega mest myndaða fyrirbæri í Sitges. Á leiðinni þangað er farið um El Raco de Calma sem er líklega rólegasti staður bæjarins með tónlist götulistamanna og hippalegum útimarkaði. Þá má nefna Cau Ferrat safnið sem sýnir verk Santiago Rusinols, sem er einn fremsti módernistinn í spánskri myndlist, og þeir sem halda að Bacardi Romm sé kúbverskur drykkur geta komist að hinu sanna í safni Facundo Bacardi Massós. 

Sitges liggur í skjóli Garraf Parc fjallgarðsins sem hirðir alla úrkomu sem kemur úr vestri. Umhverfis Sitges liggur samnefndur þjóðgarður með fjölda merktra og stikaðra gönguleiða þar sem m.a. bregður fyrir Búdda-musteri og yfirgefnum litlum þorpum og bæjum. 

Gistingar í boði á Sitges

Sæki gistingar...