Punta Cana býður upp á svo miklu meira en frábærar strendur og slökun með öllu inniföldu því svæðið er sniðið fyrir hið fullkomna frí, kjörið til dekurs í náttúrunni, laugum og lónum þar sem rómantíkin blómstrar.
Punta Cana er á mótum Karíbahafs og Atlantshafs og er þekkt fyrir hvítar sandstrendur, túrkísblátt haf og heilsulindir. Veðrið er nokkuð stöðugt allt árið og meðalhiti um 26°. Frá nóvember til mars er hitastig á kvöldin um 20°. Mildur vindur leikur um 100 km. langa strandlengjuna og hafið er aðgrunnt með nokkrum náttúrulegum sjólaugum þar sem gestir geta baðað sig án áhættu.
Frá norðri til suðurs eru helstu strendurnar Uvero Alto, Macao, Arena Gorda, Bávaro, El Cortecito, Las Corales og Cabeza de Toro, allar austan höfuðborginnar Santo Domingo en strendurnar Cabo Engaño, Punta Cana og Juanillo liggja sunnar. Unaðsleg strandlengjan hefur lengi verið á listum yfir 10 bestu baðstrendur heims.
Punta Cana býður upp á miklu meira en frábærar strendur og hvers kyns dekur því svæðið er sniðið fyrir hið fullkomna frí innan um einstaka náttúru, laugar og lón þar sem rómantíkin blómstrar. Byrja má dagana í rólegheitum og slökun á hinni dásamlega fallegu Macao-strönd og enda kvöldið á næturklúbbi. Og þegar þú ert ekki að drekka í þig sólina eða dansa inn í nóttina spókar þú þig um dásamlega orlofsstaði Punta Cana, allt frá rafmögnuðu Hard Rock Punta Cana til friðsældar Le Sivory Punta Cana. Þegar nóg er komið af sól og sandi er upplagt að prófa zipplínu-ævintýri, sigla til Isla Saona, kanna sögu Dóminíkanska lýðveldisins í Altos de Chavon og heimsækja töfralónið í Indigenous Eyes Ecological Park. Einnig er hægt að skoða eitthvað af þjóðgörðum eyjarinnar eins og Este National Park sem er ein af helstu náttúruperlum lýðveldisins þar sem m.a. bregður fyrir Iguana eðlum, höfrungum, leðurblökum og forsögulegum hellamálverkum. Heimsókn í Este National Park getur verið kærkomin tilbreyting frá strandlífinu.