Allar ferðir

Pinzolo er fallegt ítalskt þorp sem er staðsett í Val Rendena í Trentino í Norður-ítölsku Ölpunum. Bærinn er þekktur ferðamannastaður en fjöldi heimamanna býr þar sem veit á skemmtilega ítalska stemningu.

Í Pinzolo, sem er aðeins um 10 km. frá Madonna di Campiglio, er úrval hótela, veitingastaða og verslana. Skíðasvæðið í Pinzolo býður upp á 19 brekkur, 5 bláar, 10 rauðar og 4 svartar og þar ætti því að vera eitthvað fyrir alla. Svæðið er þekkt fyrir að vera fjölskylduvænt og tilvalið fyrir byrjendur. Einn kláfur fer frá bænum upp í fjall. Efst á Doss del Sabion, sem er í 2100m hæð, er stórfenglegt útsýni og um að gera að gefa sér þar tíma til að njóta.

Við mælum með kaupum á skíðapassa sem gildir á báðum svæðunum en með Madonna skíðasvæðinu bætast við 150 km af brekkum og 59 lyftur. Skíðasvæðin í Pinzolo og Madonna tengjast með kláfi en ferðin tekur um 20 mín. Einnig gengur rúta á milli bæjanna.

Campiglio SimoneRomina 354

Fararstjórar

helgi dinna

Farþegar sem dvelja í Pinzolo hafa aðgang að fararstjórum í Madonna og geta tekið þátt í dagskrá sem þar er í boði . Fararstjórar munu einnig bjóða upp á viðtalstíma í Pinzolo. Nánari upplýsingar um fararstjóra og dagskrá má sjá hér.

Akstur  

Flogið er til og frá Verona og tekur flugið um 4 klst. Hver farþegi má hafa meðferðis eigin skíðaútbúnað en annars gilda almennar flugreglur; 20 kg innritaður farangur og 5 kg í handfarangur. Aksturstími milli Verona og Pinzolo er um 3 klst.

Nauðsynlegur búnaður fyrir fjallaferðir

Hjálmur – Sólgleraugu – Skíðagleraugu – Varasalvi – Sólarvörn – Peningar (greiðasölur taka ekki allar greiðslukort) – Farsími – Símanúmer (ef eitthvað skyldi koma upp á, a.m.k. númer fararstjóra, sem er best að setja í minnið) – Leiðarlýsing (ef fara á utan alfaraleiða) – Bros

Veitingastaðir

Úrval veitingastaða er bæði í bænum og í brekkunum.

Gistingar í boði á Pinzolo

Sæki gistingar...