Allar ferðir

Áhugaverðir staðir Frúarkirkjan Frúarkirkjan er frægasta kirkja borgarinnar og ein sú þekktasta í Þýskalandi. Turnarnir tveir með litlu hvolfþökin eru einkennismerki borgarinnar. Alte Pinakthek Alte Pinakothek er aðalmálverkasafn borgarinnar. Þar má finna gömul verk eftir þekkta listamenn. Borgarhliðin í München Þau hlið sem enn standa eru þrjú talsins: Karlstor, Isartor og Sendlinger Tor. Isator er … Continue reading “Munchen”

Áhugaverðir staðir

Munchen

Frúarkirkjan

Frúarkirkjan er frægasta kirkja borgarinnar og ein sú þekktasta í Þýskalandi. Turnarnir tveir með litlu hvolfþökin eru einkennismerki borgarinnar.

Alte Pinakthek

Alte Pinakothek er aðalmálverkasafn borgarinnar. Þar má finna gömul verk eftir þekkta listamenn.

Borgarhliðin í München

Þau hlið sem enn standa eru þrjú talsins: Karlstor, Isartor og Sendlinger Tor. Isator er yngst hliðanna þriggja og afmarkar það miðborgina í vestri. Karlstor afmarkar miðborgina í austri. Sendlinger Tor er elst hliðanna þriggja og stendur það í München, og afmarkar miðborgina til suðurs.

Neues Rathaus

Nýja ráðhúsið í München er falleg bygging við aðal torg miðborgarinnar. Hún er að hluta reist úr skeljarsteini, sem gerir það að verkum að byggingin er mjög ljós yfirlitum. Turn ráðhússins er 85 metra hár.

Ólympíusvæðið

Á Ólympíusvæðinu þar sem Sumarólympíuleikarnir 1972 voru haldnir, er sannarlega heimsóknarinnar virði. Hinn 291 metra hái sjónvarpsturn er í miðjum garðinum og er hann einstaklega áhugaverður arkitektúr. Við hliðina á svæðinu eru aðalstöðvar BMW ásamt BMW-safninu.

Munchen

Hofbräuhaus

Hofbräuhaus er einn frægasti bjórstaður og brugghús í heimi. Frá 16. öld hefur „hirðbrugghúsið“ séð hirðinni og öðrum fyrir bjór, en í dag gætu um 3.500 manns sagt þar „prost“ í einu!

Allianz Arena

heimavöllur Bayern München er einn glæsilegasti íþróttaleikvangur Evrópu. Leikvangurinn tekur tæplega 70.000 áhorfendur.

Viktualienmarket

Viktualienmarket er frægasti útimarkaður í München, en þar ægir öllu mögulegu saman í matarmenningu Bæjaralands og ríkir þar mikil stemming. Markaðurinn hefur til að mynda sinn eigin bjór garð.

Munchen

Verslun

Víða í München er að finna verslanir, verslunarmiðstövar og markaðir. Verslanir eru almennt opnar virka daga frá 10 til 20 en þó geta opnunartímarnir verið breytilegir. Á sunnudögum eru flestar verslanir í Þýskalandi lokaðar.

Við göturnar út frá Marienplatz, Kaufingerstrasse og Neuhauserstrasse í miðbænum er að finna fjöldan allar af allskonar verslunum. Einnig er að finna verslanir í hliðargötum, sem og á Sendlingerstrasse. Við Maximillianstrasse eru margar fínar verslanir með merkjavöru. Í fyrrum listamannahverfinu Schwabing, aðallega við Leopoldstrasse á milli Siegestor og Münchener Freiheit, og í hliðargötunum, eru verslanir af ýmsu tagi.

Munchen

Matur og skemmtun

Mikið úrval er af alls kyns veitingastöðum, börum og skemmtistöðum í München. Víða eru dæmigerðir þýskir veitingastaðir með snitsel, svínaskanka, pylsum, súrkáli, bjór og tilheyrandi, t.d. Rathauskeller eða Augustiner am Dom í miðborginni, en borgin er alþjóðleg og því er hægt að finna úrval veitingastaða frá öllum heimshornum.

Munchen

Menning og listir

Í München er að finna gífurlegan fjölda safna af öllu tagi. Dæmi um fræg söfn eru Deutsches Museum, stórkostlegt tækni- og náttúrvísindasafn, Alte og Neue Pinakothek, glæsileg listasöfn með verkum heimsþekktra meistara, og BMW-safnið. Óperuhús og fjöldi leikhúsa er einnig í bænum.