Allar ferðir

Fyrir alla aldurshópa! Engum leiðist á Mallorca! Enda hefur Mallorca aftur og aftur slegið í gegn hjá farþegum okkar! Mallorca er miklu meira heldur en bara sól, sjór og sandströnd.  Engin furða að þessi eina sanna perla Miðjarðarhafsins sé vinsælasti sólarstaður Evrópubúa.

Sól, strendur, gullfalleg og tilkomumikil náttúra, einstök menning, höfuðborgin Palma og margt fleira. Á Mallorca eru frábærar sandstrendur og fjölbreytt afþreying fyrir alla aldurshópa! Þar leiðist engum og endalausir möguleikar. Mallorca er sígildur sólarstaður sem farþegar okkar sækja heim aftur og aftur! Mallorca býður uppá miklu meira en sól, sjó og strönd. Vinsældir þessarar einu sönnu perlu Miðjarðarhafsins eru ennþá í vexti og eyjan virðist endalaust taka við. Mallorca er nefnilega einn vinsælasti áfangastaður sólarlandafara í Evrópu! 

Meira um Mallorca

 • Falleg náttúra
 • Dásamlegar strendur
 • Höfuðborgin Palma
 • Fjölskylduhótel og 18+ hótelin

 • Flogið beint til Mallorca (PMI)
 • Flugtími +/-4:30 klst.
 • Tungumál: Spænska
 • Gjaldmiðill: Evra 

 • Sumarhiti: 32+°C
 • Sumaráfangastaður
 • Tími: +2 sumar 
 • Landkóði: +34 
Mallorca

TÖFRAEYJAN MALLORCA

Paradísareyjan Mallorca er einn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu og kemur sífellt á óvart. Sólríkar strendur, kristaltært hafið, pálmatrén og endalausir afþreyingarmöguleikar. Vart er hægt að lofa þessa eyju um of. Hér geta börn og fullorðnir notið sín í botn undir mildri sólinni, börnin bregða á leik á líflegum ströndum og foreldrar koma endurnærðir heim eftir góðar stundir í sólinni.

Mallorca

Palma og sæt landsbyggðin

Höfuðborgin Palma er af mörgum talin ein fallegasta og hreinlegasta borg Miðjarðarhafisins. Í gamla hluta borgarinnar eru þröngar og skemmtilegar aldagamlar götur og fallegar sögufrægar byggingar prýða borgina og minna á forna frægð. Þar má nefna Dómkirkjuna, gömlu kauphöllina og Márahöllina að ógleymdum Bellver kastalanum sem er eini hringlaga kastali á Spánar.

Kastalinn stendur  vörð um borgina og þaðan er stórbrotið útsýni yfir borgarstæðið. Listamaðurinn heimsfrægi, Picasso, bjó um tíma í Palma og í fyrrum híbýlum hans er nú safn þar sem bera má augum úrval listaverka hans

Við mælum einnig með því að gestir okkar kíki út fyrir borgarmörkin. Það er einstök upplifun að keyra um sveitirnar, sjá bændur að störfum eða drekka nýkreistan ávaxtasafa í litlum kofa á hæsta tindi. Nú eða heimsækja nærliggjandi strendur og njóta lífsins í náttúrunni. Mallorca er stærri og fjölbreyttari eyja en margur heldur og Mallorcafarar ættu að skella sér í hlutverk landkönnuða fyrri tíma!

Verslun  
Á Mallorca er sannarlega hægt að versla. Í höfuðborginni Palma er að finna allar helstu merkjaverslanir á borð við Zara, Mango, Desigual, C&A og að sjálfsögðu H&M. Í verslunarhúsum á borð við El Corte Ingles og verslunarmiðstöðina Porto Pi er að finna yfir 140 verslanir. Í Alcudia, um 50 mínútna akstur frá Palma, má gera einstaklega góð kaup, t.a.m. á leðurvörum, sækja útimarkaði og kíkja í ferðamannaverslanir. 

Norðurhluti Mallorca: Alcudia og Can Picafort

Alcudia er vinsæll ferðamannastaður á norðurhluta Mallorca sem hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldufólk. Svæðið samanstendur af gamla bænum í Alcudia, sandströndinni sem teygir sig um 12 km austur til bæjarins Can Picafort og fallegri smábátahöfn sem segja má að sé miðpunktur svæðisins. Hér er fjörið ögn minna en á suðurströndinni og því tilvalið fyrir barnafólk eða fólk í leit að ró og næði til að slaka á. Hér er mikil áhersla lögð á fjölskylduna með hreinni strönd og fjölbreyttri afþreyingu.

Gamli bærinn í Alcudia er um 3 kílómetra frá ströndinni og elstu hlutar hans eru frá 14. öld. Saga búsetu nær þó mun lengra aftur. Alcudia-ströndin er aðgrunn og sjórinn hlýr, sem gerir hana einstaklega hentuga fyrir börn að leik. Gylltur sandurinn og tær sjórinn lokka til sín sólþyrsta Íslendinga sem koma endurnærðir heim eftir fríið. Allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið og heimamenn passa upp á að allt sé eins og á að vera. Stutt er í verslun og veitingastaði ásamt iðandi mannlífinu í miðbæ Alcudia.

Í nágrenni Alcudia er nóg við að vera fyrir börnin. Vatnagarðurinn Hidropark er ógleymanleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem er fjöldi ýmiskonar rennibrauta fyrir stóra sem smáa. Við mælum líka með dagsferð til nálægra þorpa eins og Pollenca þar sem hægt er að þræða þröng stræti og kynnast nánar menningu eyjaskeggja.  

iStock 900677064

Playa de Palma

Við austanverðan Palma-flóann, örskammt frá höfuðborginni Palma, teygir sólarstaðurinn Playa de Palma úr sér til suðurs. Svæðið er sem næst fullkomin umgjörð fyrir ógleymanlegt sólarfrí. Ströndin er sú lengsta á Mallorca og verslanir, veitingahús og kaffihús standa í röðum við strandgötuna og aðalgötu bæjarins. Í boði eru góðir gististaðir þar sem fjölskyldan öll getur virkilega notið þess að vera í fríi, sleikt sólina og slakað á.

Palmanova

Palmanova er fallegur strandbær á vesturströnd Palmaflóans. Hluti Palmanova teygir sig yfir á Terrenova-höfðann sem setur mikinn svip á bæjarbraginn, með fjölda kaffi- og veitingahúsa og skínandi hvíta sandströnd sem margir telja eina þá bestu við Palmaflóann með sand.

Santa Ponsa

Santa Ponsa þekkja margir Íslendingar. Til Palma Nova og Magaluf er um 10 mín akstur og 20 km eru til höfuðborgarinnar Palma. Santa Ponsa er eftirsóttur staður enda umhverfið fallegt með góðum hótelum. Líflegt götulíf og veitingastaðir og verslanir eru á hverju strái meðfram ströndinni sem er full af lífi og fjöri yfir ferðamannatímann. Hvít sandströndin er notaleg og mjög barnvæn.

Gistingar í boði á Mallorca

Sæki gistingar...