Allar ferðir

Golf Las Américas völlurinn var byggður árið 1998 og hannaður af John Jacobs sem hefur hannað golfvelli um allan heim. Völlurinn er par 72 af öftustu teigum en lengding er 6039 metrar. Af gulum teigum er Golf Las Américas 5860 metrar og af rauðum 5026 metrar. Viðskiptavinir Úrvals Útsýnar fá aðgang að bestu teigtímunum á … Continue reading “Golf Las Américas völlurinn”

Golf Las Américas völlurinn

Golf Las Américas völlurinn var byggður árið 1998 og hannaður af John Jacobs sem hefur hannað golfvelli um allan heim. Völlurinn er par 72 af öftustu teigum en lengding er 6039 metrar. Af gulum teigum er Golf Las Américas 5860 metrar og af rauðum 5026 metrar. Viðskiptavinir Úrvals Útsýnar fá aðgang að bestu teigtímunum á morgnanna og einnig eftir hádegi ef fólk vill spreyta sig aftur á vellinum.

1st 10th 18th

Golf Las Américas golfvöllurinn er frekar hæðóttur og leikur vatn stórt hlutverk á sumum holum sem gerir völlinn einstaklega skemmtilegan. Hann er mjög sanngjarn, verðlaunar góð högg og hentar öllum getustigum. 

Fyrir þá sem vilja einnig æfa sig er góð æfingaaðstaða til að skerpa á sveiflunni og stutta spilinu. Frá hótelinu er östutt á Laugaveginn og á Golf Las Américas , tekur einungis 5 mínútur með leigubíl. Einnig er lítið mál að labba niður í bæ eða á ströndina.