Allar ferðir

Beint flug til Veróna – fyrsta flug 14. júní 2024 – 9 nátta ferðir. Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri. Í suðri tekur Pósléttan við. Gardavatnið er það stórt að það teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige. Staðurinn er frægur fyrir náttúrufegurð og háum fjöllum sem umlykja vatnið og svo vínframleiðslu.

Svæðið hentar vel þeim sem eru að ferðast á bílaleigubíl.

Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri og í suðri tekur Pósléttan við og er vatnið það stórt að það teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige. Staðurinn er frægur fyrir sína náttúrufegurð, há fjöll sem umlykja vatnið og vínframleiðslu í Valpolicella dalnum og víðar. Allt umhverfis vatnið er að finna fjölbreyttan gróður en svæðið er nyrsta ólífu- og vínræktarsvæði í Evrópu.

Það verður enginn ósnortinn af fegurð vatnsins, smábæjanna, höfnum og ströndum við vatnsbakkann og rómantískum gönguleiðum með fram vatninu. 

Við Gardavatn er fjölskyldu- og skemmtigarðurinn Gardalandia, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölmargar leiðir eru til útivistar, svo sem vatnsíþróttir ýmis konar ofl. Stutt er á milli bæja og hægt er að sigla, hjóla og jafnvel ganga á milli þeirra. 

Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð.  Allir eiga sinn uppáhalds bæ. Landslagið, gróðurinn og fögur fjallasýn ramma inn þetta stærsta stöðuvatn á Ítalíu.

Hvernig kemst þú að Gardavatni frá flugvelli?

Enginn fararstjóri verður á staðnum né rútuferðir í boði frá Úrval Útsýn.

Hægt er að taka flugvallarrútu að lestarstöð, þaðan taka lestina að Peschiera del Garda þar sem hægt er að taka rútu að vatni.

Svæðið hentar vel þeim sem eru að ferðast á bílaleigubíl.

Flugvallar rúta

Lest

Rúta frá flugvelli 

Verona – Innsbrück ,Austurríki
3 tíma keyrsla
275 Km
Verona – Feneyjar
80 mín
121 Km
Verona – Toscana
2 klst og 45 mín
235 Km
Verona – Flórenz
245 Km
3 tímar
Verona – Dolomites
Fínt að fara uppeftir og kæla sig í Alpaloftinu.
2 klst og 40 mín
196 km
Verona – Garda
30-35 mín

Riva del Garda


Riva del Garda er fallegur bær staðsettur við norðurenda Gardavatns með litríkum byggingum, miðaldaturnum og þröngum húsasundum. Við sjávarbakkann má finna fjöldan allan af veitingastöðum og einnig í gamla bænum. Hægt er að leigja báta til að sigla útá vatnið og einnig er löng strönd sem hentar til sólbaðs og sunds. Hægt er að njóta auðveldra gönguferða um bæinn, rölta með fram vatninu eða fara í gönguferðir uppí fjöllin í kring. Bærinn er sá næststærsti við vatnið og bíður upp á mikla fegurð og menningu.

Nago-Torbole

Stutt frá Riva del Garda má finna smábæina Nago og Torbole. Þessir staðir eru vinsælir á meðal íþróttafólks og þá sérstaklega hjá þeim sem stunda brimbretti og fjallahjólreiðar. Torbole var eitt sinn lítið sjávarþorp og stendur alveg við vatnið á meðan Nago stendur ofar með stórkostlegt útsýni yfir vatnið.

Malcesine

Malcesine stendur við norðausturenda Gardavatnsins. Í bænum setur Scaligero kastalinn sterkan svip sinn á bæinn og í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo. Möguleiki er að ganga á topp fjallsins en þaðan er óviðjafnanlegt útsýni. Bærinn er einstaklega skemmtilegur með litlum veitingastöðum, kaffihúsum og spennandi sérverslunum. Góðar samgöngur eru frá höfninni í Malcesine um svæðið við Gardavatn.

Bardolino

Bardolino er einn þekktasti bærinn við vatnið og þá aðallega vegna vínframleiðslu í Veneto héraði. Það hefur sitt eigið vínframleiðslu merki Bardolino DOC frá árinu 1968. Bærinn þykir afskaplega heillandi þar sem list og hefðir mætast. Sögulegi miðbærinn er falleg blanda af steingötum, fallegum byggingum og útsýni yfir vatnið. Bærinn er einnig líflegur, með úrval af kaffihúsum og veitingastöðum.

Sirmione
Er einn af vinsælustu bæjum við vatnið og þykir gamli bærinn einstaklega fallegur, þá sérstaklega tignarlegu kastalavirkin. Bærinn teigir sig út á lítinn skaga og yst á skaganum er öll umferð ökutækja og hjólreiða bönnuð. Þar má finna ýmsa veitingastaði og verslanir.

Lazise
Bærinn er einstaklega skemmtilegur með þröngum hellulögðum strætum, litlum veitingastöðum, kaffihúsum og spennandi sérverslunum og er mikið eftirlæti ferðamanna.

Garda
Bærinn Garda liggur skammt frá Bardolino og er einn af minnstu bæjunum við vatnið.  Gamli bærinn er mjög sjarmerandi með litríkum húsum og lítilli höfn með fullt af litlum ítölskum bátum. Meðfram vatninu má finna veitingastaði, litlar verslanir og kaffhús. Vikulega er haldinn markaður þar sem hægt er að kaupa og smakka fjölmargar vörur frá héraðinu. 

Borgin Verona 
Verona er borg menningar, lista og rómantíkur. Hún var stofnuð á 1.öld f.Kr. en þar má finna minjar frá tímum Rómarveldis, m.a. má nefna hringleikahúsið Arena. Árið 2000 var borgin skráð á heimsminjaskrá UNESCO vegna borgarskipulags og byggingarlistar. Í Verona eru óteljandi kirkjur, gamlar brýr, listasöfn og gallerí, og þar er tilvalið að upplifa matarmenningu Ítalíu og fá sér aperitivo. 
Shakespeare notaði Verona sem sögusvið í leikritum sínum; Rómeó og Júlíu og Herrarnir tveir frá Veróna. Ferðamenn heimsækja þá gjarnan Hús Júlíu og aðra staði tengda sögusviði Rómeó og Júlíu.

Isola del Garda
Isola del Garda er stærsta eyjan á vatninu. Á eyjunni er stórkostlegur kastali með fallegum hallargarði og er nú aðsetur Cavassa fjölskyldunnar. Hægt er að sigla út í eyjuna og oft eru tónleikar skipulagðir þar yfir sumartímann.

Gistingar í boði á Gardavatn

Sæki gistingar...