Allar ferðir

Edinborg er ein vinsælasta ferðamannaborg Norður-Evrópu og oft nefnd sú skemmtlegasta. Miðborgin umhverfis Edinborgarkastala er samanþjöppuð og best að fara um fótgangandi (athuga ber að nokkuð er um brekkur í nágrenni kastalans). Frá kastalanum niður að Holyrood höllinni liggur hin þekkta Konunglega míla (Royal Mile) sem lengi hefur verið lífæð gamla bæjarins (Old Town). Þar er … Continue reading “Edinborg”

Edinborg er ein vinsælasta ferðamannaborg  Norður-Evrópu og oft nefnd sú skemmtlegasta. 

Miðborgin umhverfis Edinborgarkastala er samanþjöppuð og best að fara um fótgangandi (athuga ber að nokkuð er um brekkur í nágrenni kastalans). Frá kastalanum niður að Holyrood höllinni liggur hin þekkta Konunglega míla (Royal Mile) sem lengi hefur verið lífæð gamla bæjarins (Old Town). Þar er skemmtilegt mannlíf, ekki síst þar sem skammt frá er Edinborgarháskóli. 

Handan konunglegu garðanna neðan við kastalann og járnbautarstöðvarinnar er verslunargatan Princess Street sem skilur að gamla borgarhlutann og þann nýja (New Town).

Ástæða er til að hvetja Edinborgarfara að fara á fæti um miðborgina, taka sér tíma enda er af nógu að taka. Þá er auövelt að nýta sér “hoppa-úr-og-í” vagnana. Við bendum auk þes sérstakega á kastalann (skyldu verðirnir vera í nærbuxum undir skotapilsunum?) og skoska viskísafninu þar skammt frá. Þar er um að gera að finna mun á hinum ýmsu gerðum enda er skokst viskí hið eina sanna og þau eru innbyrðis ólik. Og loks  skal nefna Skoska þjóðarsafnið (The Scottish National Museum) sem rekur afar viðburðarríka sögu og arfleifð skosku þjóðarinnar.