Canazie er eitt frægasta skíðasvæðið í Val di Fassa og er sannkölluð skíðaparadís fyrir skíðafólk. Það er staðsett í miðjum „Dolomiti Superski“ eða Sellaronda hringnum sem býður upp á beinan aðgang að fjórum mismunandi skíðasvæðum.
Canazei er staðsett 1465 metra yfir sjávarmáli og er einn af þrjátíu hæstu bæjum Ítalíu og hæst þorpanna í dalnum. Frábær staðsetning, saga og gestrisni hafa gert bæinn að einum frægasta áfangastað Dólómítanna, umkringt tindunum Sassolungo, Sella Group og Marmolada sem er hluti af heimsminjaskrá UNESCO.
ATH eingin akstur eða fararstjórn er á svæðinu.
EINSTAKT SKÍÐASVÆÐI
Canazei býður upp á 46 kílómetra af skíðabrekkum og um þrjátíu lyftur sem fara í allar áttir. Gönguskíðamenn geta líka valið um frábærar gönguskíðabrautir.
LÍFLEGUR BÆR
Í Canazei búa um 2000 manns og bærinn er mjög líflegur, litrík og rómantísk hús, skemmtilegt og fjölbreytt næturlíf fyrir þá sem vilja og dásamlegt útsýni.
EFTIR SKÍÐIN
Þegar skíðunum hefur verið lagt bíða heimamenn eftir gestum með heita skíðadrykki og dynjandi tónlist á fjölmörgum krám. Á veitingastöðum og pizzastöðum ilmar allt af ítalskri matargerð, og á kaffihúsunum fæst heimsins besta kaffi ásamt girnilegu meðlæti.
Hagnýtingar upplýsingar
Hægt er að bóka sæti í flug og akstur á áfangastað, einnig er hægt að kaupa skíðapassa fyrirfram á skrifstofum okkar.
Ferðirnar út og heim
Við fljúgum til Verona og flugið tekur um 4 klst. Hver farþegi má hafa meðferðis sinn skíðaútbúnað en annars gilda almennar reglur 20 kg innritaður farangur og 5 kg í handfarangri. Aksturstími milli Verona og Canazie er um 3 klst.
Nauðsynlegur búnaður fyrir fjallaferðir
Hjálmur – Sólgleraugu – Skíðagleraugu – Varasalvi – Sólarvörn – Peningar (greiðasölur taka ekki allar greiðslukort) – Farsími – Leiðarlýsing (ef fara á utan alfaraleiða)