Allar ferðir

Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar sem þekkt er fyrir hvítan sand og túrkísblátt haf. Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra sanda og iðandi mannlífs.

Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar sem þekkt er fyrir hvítan sand og túrkísblátt haf. Svæðið er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni og er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra sanda og iðandi mannlífs.

Calpe

Bærinn sem iðar af lífi á sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og fjölbreyttri menningu. Hér ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem er hvítar strendur og tær sjórinn, mannlíf, saga eða næturlíf. Á svæðinu eru ótal góðir veitingastaðir en við mælum sérstaklega með veitingastöðum sem sérhæfa sig í sjávarfangi.

Inni í bænum, stutt frá sjónum er grunnt vatn sem nefninst Las Salinas en þar má gjarnan sjá Flamingó fugla í þyrpingum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem býður upp á stórkostlegar gönguleiðir og stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði.

Calpe er dásamlegt svæði sem slegið hefur í gegn! 

Gistingar í boði á Calpe

Sæki gistingar...