Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir hvítan sand og túrkís-blátt haf. Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni, er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra sanda og iðandi mannlífs.

Ferðatímabil:
Beint flug til Alicante frá og með 26. mars til 2. október. Flogið með ítalska flugfélaginu Neos. Í mars, apríl og maí er flogið á 7-8 daga fresti en í júní, júlí og ágúst tvisvar í viku.

Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir hvítan sand og túrkís-blátt haf. Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni, er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra sanda og iðandi mannlífs.

iStock 516327004

Bærinn sem iðar af lífi á sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og fjölbreyttri menningu. Hér ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem er hvítar strendur og tær sjórinn, mannlíf, saga eða næturlíf. Á svæðinu eru ótal góðir veitingastaðir, en við mælum sérstaklega með veitingastöðum sem sérhæfa sig í sjávarfangi.

Inni í bænum, stutt frá sjónum er grunnt vatn sem nefninst Las Salinas, en þar má gjarnan sjá Flamingó fugla í þyrpingum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem býður upp á stórkostlegar gönguleiðir og stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði.

Calpe er dásamlegt svæði sem slegið hefur í gegn! 

Gistingar í boði á Calpe

Sæki gistingar...