Fegurð, saga og lífleg torg. Vínsmökkun, lifandi tónlist og grænir garðar. 3 dagar í Verona – fyrir sælkera og áhugafólk um Ítalíu. Hér finnur þú ekta ítalska menningu!
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, og gisting.
    Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn.

    Ferðalýsing

    Fegurð, saga og lífleg torg. Upplifðu töfrandi garða, líflega markaði, úrvals verslanir og ekta ítalska matargerð sem gleður alla skynjun. Hér finnur þú ekta ítalska menningu!

    3 dagar í Verona

    Á aðeins þremur dögum og tveimur nóttum geturðu smakkað ekta ítalskar kræsingar á litlum trattoríum, sötrað frábært Valpolicella-vín í notalegum vínkjöllurum og verslað í tískuverslunum sem bjóða allt frá klassískum ítölskum stíl til nýjustu strauma. Á kvöldin býður Verona upp á töfrandi stemmingu með kvöldverði undir stjörnubjörtum himni – þar sem hvert máltið er eins og ferðalag í gegnum bragðheim Ítalíu.

    Ertu með hóp?

    Hafðu samband og fáðu tilboð í þinn hóp í gegnum hopar@uu.is

    Vert að sjá í Verona

    Rómverska leikhúsið Arena di Verona
    Stórfenglegt hringleikahús frá 1. öld, eitt af best varðveittu rómversku hringleikahúsum í heimi. Í dag eru þar haldnar óperusýningar og tónleikar allt árið um kring.

    ✨ Rómantík undir stjörnunum – Óperan í Arena di Verona ✨

    🎭 Upplifðu óperumeistaraverk í fornri rómverskri hringleikahöll – La Traviata – Aida – Carmen veldu þína uppáhalds hér 👉 www.arena.it/en/calendar/

    Tenging við Rómeó og Júlíu
    Verona er þekkt sem borg Rómeó og Júlíu eftir frægu leikriti Shakespeare. Ferðamenn heimsækja oft “Casa di Giulietta” (hús Júlíu), þar sem finna má hið frægu svalir sem hægt er að standa á.

    Fallegur gamli bærinn (Centro Storico)
    Söguleg miðborg Veróna er á heimsminjaskrá UNESCO og státar af stórkostlegum torgum eins og Piazza delle Erbe og Piazza Bra, auk gamalla kirkja og kastala.

    Castelvecchio
    Kastali frá 14. öld sem hýsir listasafn með verkum frá miðöldum og endurreisnartímanum. Brúin Ponte Scaligero, sem tengist kastalanum, er einnig falleg smíði.

    Matar- og vínmenning
    Verona er umkringd frægu vínræktarsvæði Valpolicella, þar sem framleidd eru vönduð rauðvín, eins og Amarone della Valpolicella. Rík matarmenning er í borginni. Við mælum með að smakka til dæmis risotto all’Amarone og gnocchi.

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.