Helga Thorberg
fararstjóri
    Gaman saman í vorsólinni á Benidorm. Komdu með í skemmtilega hópferð þar sem við ætlum að njóta alls þess besta sem Benidorm svæðið hefur upp á að bjóða. Sjórinn heitur að busla í, gönguferðir undir pálmatrjám, morgunleikfimi eftir getu hvers og eins.

    Helga er menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Hún hefur starfað við leiklist sem höfundur og þáttagerðakona og hefur langa reynslu sem fararstjóri um allan heim. Hún hefur einnig búið víðsvegar um heiminn og þar á meðal í Dóminíska lýðveldinu og hefur skrifað bók um dvöl sína þar.

    Verð frá 259.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 22. apríl – 6. maí

    Verð og dagsetningar

    22. apríl – 6. maí  15 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    519.800 kr.
    Verð frá 259.900 kr.
    per farþega
    22. apríl – 6. maí  15 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    346.900 kr.
    Verð frá 346.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 14 nætur á Melia Benidorm 4★ með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, aðgangur að heilsu- & líkamsrækt, aðgangur að Spa, og sérsniðin dagskrá fyrir hópinn.
    Ekki innifalið í verði: Skoðunarferðir.

    Ferðalýsing

    Komdu með í skemmtilega hópferð þar sem við ætlum að njóta alls þess besta sem Benidormsvæðið hefur upp á að bjóða. Apríl sólin yljar okkur, sjórinn heitur að busla í, gönguferðir undir pálmatrjám, morgunleikfimi eftir getu hvers og eins, skoðunarferðir um fallega bæi í nágrenninu, líflegir markaðir, “happy hour” með skemmtilegheitum, spænskunámskeið, minigolf og bragðgóðar matarupplifanir í frábærum félagsskap.

    Helga Thorberg heldur utan um hópinn og mun bjóða upp á léttar gönguferðir, æfingar og teygjur á ströndinni, pilates æfingar og skemmtun þá sem vilja auk slökunar eins og henni einni er lagið. Þú getur verið viss um fjör, stemningu og hvatningu undir góðri fararstjórn Helgu.

    MELIA BENIDORM

    Úrvalsfólk til Benidorm 60+

    Dagskrá

    Dagur 1

    Brottför frá Íslandi: 19:10
    Koma til Alicante kl. 01:55
    Akstur á Melia Benidorm
    Innritun á hótelið

        Dagur 2

        Fundur með fararstjóra og gönguferð um nærsvæðið
        07:30 – 10:00 Morgunverður
        10:30 – 11:00 Létt hreyfing á hótelinu
        11:30 – 12:00 Viðtalstími fararstjóra á Melia Benidorm
        12:00 – 13:00 Vettvangskönnun um svæðið
        19:00 -21:00 Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu

            Dagur 3

            Frjáls dagur.

            Dagur 4

            07:30 – 10:00 Morgunverður
            10:30 – 11:00 Létt hreyfing á hótelinu
            16:00 Happy Hour – létt spænskukennsla, reynslusögur og samvera

                Dagur 5

                07:30 – 10:00 Morgunverður
                10:30 – 11:00 Létt hreyfing á hótelinu
                11:30 Gengið að Levante ströndinni og hádegishressing.

                    Dagur 6

                    07:30 – 10:00 Morgunverður
                    10:30 – 11:00 Létt hreyfing á hótelinu
                    11:30 – 12:30 Viðtalstími fararstjóra á Melia Benidorm
                    14:00 Verslunarferð til La Marina verslunarmiðstöðvarinnar
                    Address: Avinguda País Valencià, 2, 03509 Finestrat, Alicante, Spain.

                        Dagur 7

                        07:30 – 10:00 Morgunverður
                        10:30 – 11:00 Létt hreyfing á hótelinu
                        14:00 Félagsvist á Melia Benidorm

                            Dagur 8

                            07:30 – 10:00 Morgunverður
                            Skoðunarferð til Guadalest fjallaþorpsins- rútuferð og enskumælandi leiðsögumaður. Nánari upplýsingar hjá fararstjóra.

                                Dagur 9

                                07:30 – 10:00 Morgunverður
                                10:00 Ferð á Old Town Benidorm markaðinn
                                17:00 Happy Hour – létt spænskukennsla, reynslusögur og samvera

                                    Dagur 10

                                    Frjáls dagur.

                                    Dagur 11

                                    07:30 – 10:00 Morgunverður
                                    10:00 Skoðunarferð til Altea.

                                        Dagur 12

                                        07:30 – 10:00 Morgunverður
                                        10:30 – 11:00 Létt hreyfing á hótelinu
                                        14:00 Félagsvist á Melia Benidorm

                                            Dagur 13

                                            07:30 – 10:00 Morgunverður
                                            10:30 – 11:00 Létt hreyfing á hótelinu
                                            16:00 Happy Hour – létt spænskukennsla, reynslusögur og samvera
                                            19:00 -21:00 Sameiginlegur lokakvöldverður á vel völdum veitingastað eða á hótelinu Melia Benidorm

                                                Dagur 14

                                                Frjáls dagur.

                                                Dagur 15

                                                Brottfarardagur frá Alicante til Keflavíkur
                                                Akstur frá hóteli að flugvelli
                                                Nánari upplýsingar um tímasetningu veitir fararstjóri

                                                ATH. Dagskrá getur breyst án fyrirvara

                                                    Gistingar í boði

                                                    Hótel Melia Benidorm er gott 4ra stjörnu hótel staðsett í Rincon de Loix svæðinu á Benidorm, um 900 metra frá Levante ströndinni. Við hótelið er góð sundlaug og fallegur garður. Mjög mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá ásamt leiksvæði fyrir börnin. Á hótelinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

                                                    GISTING 

                                                    Herbergin eru vel útbúin og ágætlega rúmgóð í miðjarðarhafsstíl. Herbergin snúa öll út að sundlaugagarðinum. Öll herbergin eru með baðherbergi, svölum, flatskjá, loftkældingu, þráðlausu neti (gegn gjaldi), teketil, öryggishólfi og mini-bar. Herbergin rúma mest 3 fullorðna. 

                                                    AÐSTAÐA

                                                    Við hótelið er stór og góð sundlaug í fallegum gróðursælum garði, ásamt sólbaðsaðstöðu. Gott leiksvæði fyrir börn með barnalaug og rennibraut. Líkamsræktaraðstaða, sauna og nuddpottar. Á hótelinu er einnig upphituð innilaug. 

                                                    AFÞREYING

                                                    Mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu fyrir börn og fullorðna. Á daginn er hægt að stunda margskonar íþróttir eins og t.d. dansa zumba í lauginni. Á kvöldin er lifandi tónlist eða skemmtikraftar troða upp. 

                                                    VEITINGAR

                                                    Á hótelinu eru bæði veitingastaðir og barir. El Curt Buffet Restaurant býður upp á fjölbreytt hlaðborð með sérstöku horni fyrir hægeldað kjöt. El Moralet Cafeteria er snarlbar með hamborgara, samlokur, salat og fleiri léttari rétti. Þar geta gestir snætt hádegisverð á fallegri verönd og horft yfir sundlaugagarðinn.

                                                    El Algar Pub sérhæfir sig í kokteilum og blönduðum drykkjum. Hann er opinn á kvöldin og þar er hægt að fara í karíókí eða horfa á skemmtisýningu. Á hótelinu er einnig L'illa bar og Palapa bar. Barirnir eru árstíðarbundnir og því ekki hægt að ganga frá því vísu að þeir séu allir opnir á sama tíma. 

                                                    FYRIR BÖRNIN 

                                                    Skemmtilegt hótel fyrir börn. Í garðinum er sérstök barnalaug með rennibrautum og leikvöllur. Einnig er barnaklúbbur fyrir hressa krakka á aldrinum 5-12 ára. 

                                                    STAÐSETNING 

                                                    Hótelið er staðsett um 900 metra frá ströndinni Levante á Benidorm. Stutt er í verslanir og veitingastaði. 

                                                    ATH
                                                    Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
                                                     
                                                    Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.  
                                                     
                                                    Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
                                                     
                                                    Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
                                                     
                                                    Ath: 21.12.22 Nuddpottur á heilsuræktarsvæði er lokaður vegna viðhalds, áætluð opnun í janúar á nýju ári.
                                                     

                                                    Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

                                                    Athugið

                                                    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
                                                    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                                    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                                    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.