Gaman saman í vorsólinni á Benidorm. Komdu með í skemmtilega hópferð þar sem við ætlum að njóta alls þess besta sem Benidorm svæðið hefur upp á að bjóða. Sjórinn heitur að busla í, gönguferðir undir pálmatrjám, morgunleikfimi eftir getu hvers og eins.
Helga er menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Hún hefur starfað við leiklist sem höfundur og þáttagerðakona og hefur langa reynslu sem fararstjóri um allan heim. Hún hefur einnig búið víðsvegar um heiminn og þar á meðal í Dóminíska lýðveldinu og hefur skrifað bók um dvöl sína þar.
Verð og dagsetningar
22. apríl – 6. maí
15 dagar
| Ferð fyrir 2 fullorðna |
Heildarverð frá
519.800 kr. |
Verð frá
259.900 kr.
per farþega | |
22. apríl – 6. maí
15 dagar
| Ferð fyrir 1 fullorðinn |
Heildarverð frá
346.900 kr. |
Verð frá
346.900 kr.
per farþega |
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 14 nætur á Melia Benidorm 4★ með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, aðgangur að heilsu- & líkamsrækt, aðgangur að Spa, og sérsniðin dagskrá fyrir hópinn.
Ekki innifalið í verði:
Skoðunarferðir.
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.