Það er óhætt að segja að engin borg í Evrópu, og þótt víðar væri leitað, sé eins mörkuð af sögu tuttugustu aldarinnar og Berlín. Borgin, eins og hún er nú og hið sérstæða andrúmsloft sem þar ríkir, hefur óhjákvæmilega mótast af skiptingu hennar í tvo gjörólíka heima um þrjátíu ára skeið. En Berlín hefur alltaf verið sérstök og haft mikla sérstöðu í hugum Þjóðverja, jafnt jákvæða sem neikvæða. Berlín var höfuðborg ríkis sem allt fram á síðari hluta 19. aldar var samsafn sjálfstæðra ríkja og ekki voru allir jafn sáttir við höfuðborgina. Á lýðveldisárunum, milli heimsstyrjaldanna, var Berlín villtasta og einhver mest spennandi stórborg álfunnar. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar má segja að þessi prússneska höfuðborg þar sem regla, agi og borgaraleg gildi voru ofar öllu hafi umturnast og orðið á skömmum tíma suðupottur pólitískrar ólgu, menningarlegrar gerjunar og taumlauss skemmtana- og næturlífs. Framúrstefnan réði ríkjum í listalífinu og listamenn flykktust til borgarinnar úr öllum áttum.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á Hotel Berlin, Berlin 4★ með morgunverði, og íslensk fararstjórn.
    Ekki innifalið í verði: City tax (greiðist á staðnum), þjórfé, eða Matur annar en morgunverður.

    Ferðalýsing

    Dagskrá

    Gistingar í boði

    Berlín

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.