Upplifðu heillandi heim Túnis þar sem ævaforn saga, litrík menning, eyðimerkurævintýri og afslappað strandlíf fléttast saman í ógleymanlegt ferðalag. Í þessari fjölbreyttu ferð heimsækjum við staði sem hver um sig segir sína sögu, frá Karþagó og Dougga til El Jem og Medínunnar í Sousse. Við göngum um þröng stræti sögulegra borga, dáumst að stórkostlegum mósaíkum, leirkerum og moskum, og finnum fyrir nærveru fortíðar á hverju horni. Við förum í jeppaferð um vinjar og saltheiðar, heimsækjum þorp grafin inn í fjöllin, stígum inn í kvikmyndaveröld Star Wars og gistum í hellum og eyðimerkurbúðum þar sem stjörnubjartur himinn og þjóðleg tónlist skapa einstaka stemningu. Ferðin endar með ljúfri afslöppun við gullna strendur Djerba og Hammamet.
Kristján er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar og hefur hann unnið í ferðabransanum í yfir 30 ár. Hann hefur víðtæka reynslu og leysir öll vandmál eins og hendi sé veifað. Kristján er bæði með leiðsögumenntun og háskólamenntaður í ferðamálafræði.
Verð og dagsetningar
25. apríl – 10. maí
16 dagar
| Ferð fyrir 2 fullorðna |
Heildarverð frá
1.799.800 kr. |
Verð frá
899.900 kr.
per farþega | |
25. apríl – 10. maí
16 dagar
| Ferð fyrir 1 fullorðinn |
Heildarverð frá
1.049.900 kr. |
Verð frá
1.049.900 kr.
per farþega |
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 15 nætur á 4–5 stjörnu gistingu með fullu fæði, íslensk fararstjórn, allur akstur samkvæmt ferðalýsingunni, og allar skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingunni.
Ekki innifalið í verði:
Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, þjórfé, tryggingar, persónuleg útgjöld, eða annað sem ekki er nefnt hér fyrir framan.
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 120.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.