Halldór E. Laxness
fararstjóri
    10 nátta ferð sem hefst á 2 nóttum í Feneyjum áður en siglt verður til Bari á Ítalíu, Mykonos og Santorini í gríska eyjahafinu, Katakolon á Grikklandi og endað aftur í Feneyjum í eina nótt. Skoðunarferð í Feneyjum er innifalin. Beint flug með Play.

    Halldór E. Laxness hefur áratuga reynslu af fararstjórn og muna eflaust margir eftir honum frá Lignano og Sikiley á Ítalíu, en einnig sælkeraferðum hans um Frakkland, Grikkland og Ítalíu. Hann hefur ferðast mikið og átt erindi í flestar heimsálfur, sem dæmi má nefna að hann stundaði nám í leiklist á Ítalíu og í Bandarríkjunum og starfaði á Spáni, Frakklandi, Íslandi og Kanada sem leikari og leikstjóri. Núna kennir hann m.a. leikaranemum Listaháskóla Íslands um gríska leikhúsið og sögu forngrikkja.

    Verð frá 499.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 22. – 31. ágúst

    Verð og dagsetningar

    22. – 31. ágúst  10 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    999.800 kr.
    Verð frá 499.900 kr.
    per farþega
    22. – 31. ágúst  10 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    699.900 kr.
    Verð frá 699.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 2 nætur á gisting í Feneyjum 4★ með morgunverði, 1 nótt á gisting í Quatro d´Altino 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, aðstoð innlendra staðarleiðsögumanna þegar við á, skoðunarferð í Feneyjum, 7 nátta sigling með Costa Cruise ásamt fullu fæði um borð, hafnargjöld í siglingu, og þjónustugjald/þjórfé (hotel service fee) í siglingu.
    Ekki innifalið í verði: Drykkjarpakki um borð, hægt er að kaupa hann aukalega, hótelskattur í Feneyjum sem er 4,5 EUR á mann per nótt og greiðist á staðnum, eða Þjórfé í Feneyjum.

    Ferðalýsing

    Vikulöng sigling þar sem stoppað verður í Bari á Ítalíu, á eyjunum Mykonos og Santorini og Katakolon í Grikklandi áður en endað verður í Feneyjum í 3 nætur.  Tvær skoðunarferðir innifaldar í Feneyjum.  Feneyjar eru oft nefndar drottning Adríahafsins og er einstök upplifun að sigla um kanala og virða fyrir sér stórhýsi og glæsihallir liðinna tíma.  Feneyjar eru reistar á mörgum hólmum og er helsti ferðamáti íbúa þar, enn sem fyrr, að sigla. Hér er yndislegt að vera og af nógu að taka. 

    Dagskrá

    Dagur 1 — Ferðadagur

    Beint flug með til Verona. Brottför frá Keflavík kl.09:00 með NO5958, lending í kl.15:00 að staðartíma. Rúta keyrir hópinn til Feneyjar þar sem gist verður á góðu 4 stjörnu hóteli í eina nótt.

        Dagur 2 — Skoðunarferð um Feneyjar

        Dagur 2: Morgunverður innifalinn á hóteli. Eftir hádegið flytur bátur hópinn að höfninni Marghera þar sem stigið verður um borð í skemmtiferðaskipið Costa Deliziosa. Lagt er úr höfn kl.17:00 að staðartíma og siglt á vit ævintýranna.

            Dagur 3 — farið um borð í Costa Deliziosa

            Morgunverður innifalinn á hóteli. Eftir hádegið flytur bátur hópinn að höfninni Marghera þar sem stigið verður um borð í skemmtiferðaskipið Costa Deliziosa. Lagt er úr höfn kl.17:00 að staðartíma og siglt á vit ævintýranna.

                Dagur 4 — Bari

                Komið er til Bari á Ítalíu kl.14:00.
                Bari er höfuðborg Pugliahéraðsins á Suður-Ítalíu. Upprunalega var Bari grísk nýlenda en varð síðar mikilvægur ítalskur verslunarstaður. Elsti borgarhlutinn (Bari Vecchio) er á höfða milli gömlu og nýju hafnarinnar en í honum er eins tíminn hafi staðið í stað. Þar má finna þröngar litlar götur, börn í fótbolta, eldri menn að reykja og spjalla, eldri konur að hengja upp þvott og 40 kirkjur!
                Ekki gleyma að rölta um gömlu höfnina þar sem fiskibátarnir koma að landi með feng dagsins og selja fenginn beint úr bátnum. Í Bari má einnig finna lengsta hafnargarð Ítalíu sem byggður var af Mussolini á sínum tíma, Longomare. Mikilvægt er að vera komin tímanlega tilbaka um borð í skipið. Lagt verður úr höfn kl.20:00.

                    Dagur 5 — frjáls dagur á sjó

                    Siglt áleiðis til grísku eyjanna og tilvalið að nýta daginn til þess að slaka á í sólbaði og/eða sundi en á skipinu má meðal annars finna 7 sundlaugar og heita potta, 5 veitingastaði, íþróttasvæði, hlaupabraut, leikhús, spilavíti og heilsulind.
                    Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

                        Dagur 6 — Mykonos

                        Komið er til eyjunnar Mykonos kl.08:00 að morgni. Mykonos er hluti af Cyclades eyjaklasanum og er af mörgum talin ein af fegurstu eyjum gríska eyjahafsins. Hér má finna hin fallegu og hefðbundnu hvítu hús með bláskreyttum þökum, þröngar götur og fallegar strendur. Líflegt næturlíf er á eyjunni sem dregur nafn sitt af hetjunni Mykonos sem var sonarsonur guðsins Apollo í grísku goðafræðinni. Skipulagðar skoðunarferðir á vegum Costa Cruise má kaupa um borð í skipinu. Munið að vera komin tímanlega tilbaka, lagt er úr höfn kl.20:00 að staðartíma.

                            Dagur 7 — Santorini

                            Komið er til eyjunnar Santorini kl.08:00 að morgni en Santorini er ein þekktasta og fallegasta eyjan í eyjahafinu ásamt Mykonos. Útsýni er ægifagurt yfir gíginn, eyjarnar og hafið en margir listamenn hafa fengið innblástur á eyjunni og sest þar að. Fjöldi verslana með fallega listmuni og handverk er að finna á eyjunni og ómissandi er að setjast niður á veitingastað með fallegu útsýni og njóta. Skipulagðar skoðunarferðir á vegum Costa Cruise má kaupa um borð í skipinu. Munið að vera komin tímanlega tilbaka, lagt er úr höfn kl.18:00 að staðartíma.

                                Dagur 8 — Katakolon

                                Kl.12:00 á hádegi er komið til Katakolon. Katakolon hefur verið áfangastaður skemmtiferðaskipa síðan á fimmta áratugnum.
                                Í aðeins hálftíma fjarlægð frá höfninni er að finna hinar fornu rústir Olympiu, en þaðan er hugmyndin að nútíma Ólympíuleikum sprottin. Í Olympiu fór fram keppni í þrótti og fimi frá árunum 800 f.Kr til ársins 400 e.Kr. Komu aðilar víða að til að etja kappi á leikunum en á þeim tíma var héraðið Olympia helgað guðinum Seifi (Zeus) úr grísku goðafræðinni. Enn má finna leifar af u.þ.b. 70 byggingum og musterum á svæðinu.
                                Þeir sem vilja sleikja sólina og njóta grískrar matargerðar geta farið í strandbæinn Kyparissia. Skipulagðar skoðunarferðir á vegum Costa Cruise má kaupa um borð í skipinu.
                                Munið að vera komin tímanlega tilbaka,lagt er úr höfn kl.18:00 að staðartíma.

                                    Dagur 9 — Dagur á siglingu

                                    Dagur 9: Komið er til Port Marghera kl.09:00 og bíður þá rúta eftir hópnum sem flytur okkur á hótel í Feneyjum. Frjáls tími í borginni það sem eftir er af deginum.

                                        Dagur 10 — Verona

                                        Dagur 10: Morgunverður innifalinn á hóteli. Frjáls tími þar til rúta flýtur okkur á flugvöllinn í Verona fyrir brottför kl.20:00. Lent í Keflavík kl. 22:00 að íslenskum tíma

                                            Gistingar í boði

                                            Á Costa Deliziosa má finna 7 sundlaugar og heita potta, 5 veitingastaði og snakkbari ásamt glæsilegum sölum þar sem morgunverðir, hádegisverðir og kvöldverðir eru framreiddir.   Allir ættu að finna bar eða setustofu við sitt hæfi en þeir eru 12 talsins.  Á skipinu má finna leikhús, íþróttasvæði, útivistarsvæði, líkamsræktarstöð, verslanir og margt fleira.

                                            Athugið

                                            • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                            • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                            • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
                                            • Hægt er að kaupa drykkjarpakka sem inniheldur ótakmörkuð glös af vatni, gosi, bjór, víni og fleiru. Í drykkjarpakkanum er innifalið: VERGNANO teas and herbal teas, coffee and cappuccino, UNLIMITED SAN BENEDETTO 0.5 l water bottles, AN UNLIMITED selection of wines by the glass, Pepsi and 7UP soft drinks and LOOZA fruit juices, HEINEKEN, CORONA and BECK'S draught beers, APEROL SPRITZ and CRODINO aperitifs, as well as mocktails, Any cocktail available at the bar, as well as molecular cocktails, Bitter liqueurs and spirits such as AMARO DEL CAPO, AVERNA, DISARONNO, SAMBUCA, as well as a PREMIUM selection of spirits