Bari er heillandi borg sem er staðsett á suðausturströnd Ítalíu í Púglia héraði. Bari er höfuðborg héraðsins og önnur stærsta borg Suður-Ítalíu með rúmlega 315.000 íbúa og er svo rík af list, sögu og matreiðsluhefðum að hver heimsókn er ógleymanleg upplifun. Þarna má einnig finna eina stærstu höfn Ítalíu sem gerir Bari að lykilaðila í viðskiptum og flutningum við Adríahaf fyrir verslun og viðskipti á Suður-Ítalíu. Sjávarsýn frá Bari er undurfögur enda er borgin er orðin einn vinsælasti áfangastaður skemmtiferðaskipta og ferja frá löndum eins og Grikklandi, Króatíu, Albaníu, Serbíu, Tyrklandi, og auðvitað Svartfjallaland. Borgin þjónar sem efnahagsmiðstöð fyrir Puglia-svæðið þar sem atvinnugreinar eins og landbúnaður, framleiðsla og ferðaþjónusta gegna mikilvægu hlutverki. Sveitirnar í kringum borgina eru yfirfullar af ólífulundum og vínekrum sem gerir það að verkum að mikið af fallegum akstursleiðum eru út frá borginni.
Verð og dagsetningar
Sæki verð...
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 4 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, skoðunarferð til Alberobello og Ostuni, og skoðunarferð til Matera.
Ekki innifalið í verði:
Matur annar em morgunverður, city tax (greiðist á staðnum), aðrar skoðunarferðir (valkvæðar), eða þjórfé.
Dagskrá
Skoðunarferðir
Athugið
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.