Alicante Golf er á frábæru svæði sem er skemmtilegur áfangastaður fyrir kylfinga í Alicante með fallegan völl hannaðan af Seve Ballesteros stutt frá miðborginni og flugvelli. Magnaðir veitingastaðir, menning og fallegar strendur Alicante eru aðeins í 5 mínútna akstursfjarlægð. Frábær ferð fyrir þá sem kjósa að lifa heilbrigðum og vínlausum lífstíl.
Verð og dagsetningar
Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?
Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is
Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á Alicante Golf 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, flutningur á golfsetti, ótakmarkað golf á dag og golfbíll (á ekki við komu- eða brottfarardag), og ATH Greiða þarf 4.000 krónur fyrir golfbíl ef teknar eru 36 holur.
Athugið
- Staðfestingargjald er 70.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.