Margrét Halldórsdóttir
fararstjóri
    Stígðu inn í vetrarævintýri og uppgötvaðu tímalausa töfra Prag á aðventunni. Röltu um steinlagðar götur borgarinnar sem skreyttar eru glitrandi ljósum, stórkostlegri gotneskri byggingarlist og upplifðu hátíðlegri stemningu á hinum frægu jólamörkuðum á Gamla torginu og Václavstorgi. Njóttu hefðbundinna tékkneskra kræsingar, sötraðu ylvolga jólaglögg og hlustaðu á töfrandi jólatónleika. Hvort sem þú ert að versla handgerðar jólagjafir eða njóta hátíðarstemningarinnar, þá er aðventan í Prag ógleymanleg ævintýraferð rétt fyrir jól.

    Margrét er vön ferðalögum og hefur oft komið til Spánar og er Andalúsía eitt af hennar uppáhald svæðum, þannig að allir ættu að koma heim með bros á vör. Margrét hefur starfað um árabil sem hjúkrunarfræðingur og flugfreyja og eru ferðalög og heilsluefling m.a. hennar aðal áhugamál.

    Verð frá 144.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 5. – 8. des.

    Verð og dagsetningar

    5. – 8. des.  4 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    289.800 kr.
    Verð frá 144.900 kr.
    per farþega
    5. – 8. des.  4 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    164.900 kr.
    Verð frá 164.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, og flug með Icelandair.
    Ekki innifalið í verði: Skoðunarferðir, flugvallarakstur (valkvæður), máltíðir aðrir en morgunverður, eða city tax.

    Ferðalýsing

    Prag eða Praha á tékknesku, borg hinna 100 turna, hefur oft verið talin falinn gimsteinn þar sem leiðir lágu frekar til stóru borganna í vestur Evrópu. Eftir fall austantjaldsins jókst ásókn í fegurðina sem Prag hefur að geyma og nú er hún með blómlegustu og vinsælustu ferðamannaborgum Evrópu. Borgin á sína miklu sögu en frá árinu 870 hafa íbúar upplifað innrásir og yfirtöku hinna ýmsu valdhafa ásamt flóðum og borgarbruna og því þekkt fyrir úthald og varðveislu sem gefur borginni vissan karakter og gerir hana sjarmerandi og spennandi. 

    • Vinsælir staðir að heimsækja eru án efa Stjörnuúrið, einnig kallað Postulaklukka staðsett við ráðhúsið, og gamla borgartorgið. Hún er ævagömul, byggð 1410 og hringir á heila tímanum frá kl. 9.-23 og sýnir þá postulana 12 í gluggum klukkunnar.
    • Karlsbrúin er einkenni borgarinnar Prag. Hún er elsta nústandandi brú yfir Moldá fljótið og ein elsta steinbrú Evrópu. Brúin tengir miðborgina við kastalahæðina og eru turnar með hliðum við sinnhvort endann.
    • Kastalinn í Prag (Pražský hrad) er stærsta kastalasamstæða heims. Hann var áður aðsetur konunga Bæheims og nokkurra keisara þýska ríkisins. Í dag er hann opinbert aðsetur forseta landsins. Í kastalanum eru tékknesku krúnudjásnin geymd.
    • Vítusarkirkjan  er hluti af kastalasamstæðunni í Prag. Hún er dómkirkja og stærsta kirkja landsins. Í henni voru konungar Bæheims krýndir. 
    • Vysehrad-kastalinn er eldri af tveimur kastölum í Prag, en elsti hluti hans er frá 10. öld. Á lóðinni er kirkja Péturs og Páls. 
    • Teynkirkjan (einnig kölluð Frúarkirkjan) stendur við torg í gömlu borginni. Hún er frá 14. öld og skartar tveimur misháum turnum, kallaðir Adam og Eva. Í kirkjunni er elsta pípuorgel Tékklands. Þar hvílir einnig danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe.
    • Gyðingahverfið með sín hlykkjóttu stræti, þekkt úr bókum Franz Kafka, hefur laðað til sín margan ferðamanninn og vert er að skoða. Þar eru samkunduhús (High synagogue og fleiri), söfn (Jewish Museum) og Gamli-gyðingakirkjugarðurinn.
    • Svona mætti lengi telja en borgin er einnig þekkt fyrir arkitektúr frá hinum ýmsu tímabilum, gotnesk, endurreisn, barokk, rómanskt, art nouveau og funkis svo eitthvað sé nefnt.

    Gistingar í boði

    3
    4
    Afmarka út frá stjörnufjölda

    Skoðunarferðir

    Gönguferð um sögubæinn Prag

    Kutná Hora, Miðaldaborgin

    Athugið

    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • lokagreiðsla berist eigi síðar en 8 vikum fyrir brottför