Ef paradís er til finnst hún á Balí. Úrval Útsýn býður einfaldar og markvissar hópferðir með íslenskum fararstjóra til Balí. Reglulegar brottfarir yfir vetrartíman þar sem val er um góð hótel í nokkrum verðflokkum. Dvalið í vellystingum á Seminyakströndinni á vesturströnd Balí.
Adolf Jónsson er með víðtæka reynslu af fararstjórn um víða veröld og hefur síðastliðin ár verið búsettur í Mexíkó og leitt fjölda ferða um Yucatánskaga, Playa del Carmen og Cancun auk annara landa í Mið- og Suður Ameríku. Adolf ferðaðist víða um Kína meðan hann dvaldi við nám í Shanghai og nýtti allar frístundir til að bæta við sig þekkingu á álfunni. Adolf heldur nú heimili á Spáni en hann hefur einnig leitt farþega um öngstræti gotneskahverfisins í Barselóna og annara ævintýralegra enda Spánar en það er þó syðsti hluti Spánar sem heillar hann mest, Andalúsía og slóðir máranna yfir Gíbraltasundið og til Marokkó þar sem hann ferðaðist lengi með sinn bakpoka og leyfði sér að villast um byggðir berba í Atlasfjöllunum, á slóðum Jimi Hendrix í Essaouira og um fáfarin þorp í syðsta hluta Marokkó.
Innifalið í verði:
Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, gisting með morgunverði, akstur á milli flughafnar og hótels, og aðstoð innlendra þjónustuaðila.
Ferðalýsing
Komdu með okkur yfir hálfan hnöttinn í þá dásemd sem Balí sannarlega er. Þín bíður paradísarvist í standbænum Seminyak. Þarna ertu kominn í annan heim. Á Balí efastu um að vera enn á plánetunni Jörðu því þú hefur gengið inní framandleika og fegurð sem hvergi annars staðar er að finna.
Heyrirðu ljúft gjálfur öldunnar að morgni, eða söng svölunar við sólarlag við gulrauðan sjónarbaug. Finnur þú hvernig dularfullur tónn gammelantónlistar ómar eða finnur þú ilm af reykelsi frá næsta altari hindúa því trúarlíf heimamanna blandast daglegum athöfnum og allstaðar umvefur galdur Balí þig.
Vertu velkomin í paradís.
Er Balí paradís á jörðu? Þegar talað er um Balí virðist enginn skortur á stórum lýsingarorðum. Balí hefur verið kölluð ýmsum nöfnum: Eyja friðarins, eyja guðanna og eyja ástarinnar. Balí er í rauninni orðið samheiti fyrir paradís á jörðu.
Balí er aðeins agnarsmátt hérað í stórríkinu Indónesíu en hefur haldið öllum sérkennum sínum: Menningin er einstök, náttúran mögnuð og fólkið á enga sína líka. Samfélagið er svo ólíkt því sem finna má annars staðar í heiminum og þjóðarsálin svo falleg að eyjabúar gætu tæplega þrifist annars staðar á jarðarkringlunni en í þessari iðagrænum og fallegu eyju.
Flestir láta sér nægja lystisemdirnar við hafið, leyfa heitum geislum sólarinnar að verma kroppinn á hvítum ströndunum, skemmta sér konunglega á börum og næturklúbbum og glíma við öldurnar á brimbretti.
Balí er sannkallað gósenland þar sem trjágreinarnar svigna undan ávöxtum og sjórinn iðar af fiski. Dagarnir renna saman í eina stóra veislu ávaxta, ferskra framandi rétta og guðdómlegra veiga.
En ef gestir vilja kynnast meiru af eyjunni bjóðum við uppá fjölda valfrjálsra ferða sem leiða fólk til fjalla þar sem bærinn Úbúd bíður fólks með einstöku andrúmslofti í þeim hippalega og ójarðneska bæ. Svo eru margar ferðir um hof og hallir, í dansskóla þar sem legong og barongdansar eru æfðir af börnum og fagfólki, í þorp handverksfólks eða um kyrrláta dali og fjallasali á reiðhjóli eða tveimur jafnfljótum.
Frá Seminyak er auðvelt er að fara um þessa litlu en mögnuðu eyju. Eyjan er bara rétt tæpir 6000 km2 en til samanburðar er það rétt þriðjungur af stærð Vatnajökulþjóðgarðs eða svipaður landmassi og Snæfellsnes.
Við komu til Balí er ekið til strandbæjarins Seminyak við vesturströnd Badungtanga þar sem dvalið verður í vellystingum. Seminyak er norðan við hina frægu Kutaströnd sem er þéttsetin af alsælum ferðamönnum sem margir eru komnir stutta vegu frá Ástralíu. Þar er djammið á léttum nótum en Seminyakbærinn er elegant og huggulegur með fjölda veitingastað, alla almenna þjónustu eins og nuddstofur og minjagripaverslanir.
Það fyrsta sem gestir uppgötva þegar leitað er út fyrir strandlífið er að íbúar Balí lifa og hrærast í tveimur heimum: annars vegar er það jarðneski heimurinn og hins vegar heimur hindúismans. Guðir, vættir og galdrar eru hluti af daglegu lífi heimamanna. Trúin er tekin fram yfir það veraldlega og gestir á eyjunni ættu ekki að láta það koma sér á óvart ef samfélagið stöðvast um miðjan dag út af trúarlegri skrúðgöngu eða bálför. Fjöldi valfrjálsra ferða er í boði og kynntar af fararstjóra og leiðsögumönnum við komu.
Flugleiðin til Balí og heim aftur.
Það er ekki stutt leiðin frá okkar norrænu eyju suður til hinnar suðrænu eyju nánast hinum megin á hnettinum. Því höfum við valið sérlega þægilegt flug með Emirates og Icelandair. Flugið er í einum flugmiða alla leið sem gefur fólki möguleika á að innrita farangur alla leið frá Keflavík til Denpasar á Balí og um leið að hafa tengiflugin tryggð.
Allar ferðir fara með morgunflugi frá Keflavík áleiðis suður og millilent í Evrópu og Dúbaí á leiðinn en það eru engin bein flug frá Evrópu til Balí og því þarf að fljúga í þremur leggjum alla leið.
Það er 8 klst tímamunur á Íslandi og Balí og þegar lent er daginn eftir er klukkan rúmlega átta að morgni á Íslandi en um fjögur síðdegis á Balí
Heimflugið er næturflug. Farið er út á flugvöll að kvöldi og lagt af stað á rúmlega miðnætti til Dúbaí og lent síðla sama dag í Keflavík eftir millilendingu í Dúbaí og Evrópu.
Hafðu samband við asiuferdir@uu.is og við sendum nánari upplýsingar um ferðina.
Gistingar í boði
Courtyard á Bali er glæsilegt 5 stjörnu hótel staðsett aðeins 350 m frá strönd. 2 sundlaugar, 2 veitingastaðir, heilsulind, krakkaklúbbur og margt fleira bíður þín á Bali.
Herbergin eru smekkleg og rúmgóð og hafa öll hellstu þægindi m.a. loftkælingu, sjónvarp, síma, Wifi og öryggishólf. Öll baðherbergin hafa sturtu/baðkar.
2 sundlaugar, líkamsrækt, heilsulind og Yoga tíma er meðal þess sem gestir geta sótt á meðan þeirra dvöl stendur. Einnig er krakkaklúbbur, skemmtidagskrá og leiksvæði.
Á hótelinu eru 2 veitingastaðir meðfjölbreytta rétti, annar þeirra steikhús og hinn bíður bæði rétti að háttum heimamanna sem og alþjóðlega rétti. 3 m eru í veitingastaði utan hótelsins.
Hótelið er vel staðsett aðeins 350 m frá Double Six strönd, 550 m frá Seminyak strönd og aðeins 3 m frá næstu veitingastöðum fyrir utan hótelið.