Ljubljana er höfuðborg Slóveníu og stærsta borg landsins og ein af fámennustu höfuðborgum Evrópu en er með þeim fallegustu. Borgin breiðir úr sér yfir um 273 km² svæði, er 298 m yfir sjávarmáli. Ríkuleg arfleifð einkennir borgina sem gerir hana ótrúlega spennandi og er ein af leyndu perlum Evrópu.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 4 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, og 2 skoðunarferðir.
Gistingar í boði
Ljubljana
Ljubljana
Ljubljana er höfuðborg Slóveníu og stærsta borg landsins. Hún er ein af fámennustu höfuðborgum Evrópu en jafnframt með þeim fallegustu. Borgin breiðir úr sér yfir um 273 km² svæði og liggur 298 m yfir sjávarmáli. Ríkuleg arfleifð einkennir borgina sem gerir hana ótrúlega spennandi og eina af leyndum borgarperlum Evrópu.
Borgin hefur allt það til að bera sem aðrar höfuðborgir bjóða upp á en vegna smæðar sinnar er hún viðráðanleg, vinaleg og býður alla velkomna. Elsti hlutinn er byggður út frá kastalanum sem fyrst var reistur fyrir tæplega þúsund árum. Frá kastalanum er fallegt hverfi með gömlum húsum og þröngum strætum sem liggja að borgarfljótinu Ljúblanica.
Gamli borgarhlutinn er safn fagurlega skreyttra bygginga frá barokktímanum en innan um eru reisuleg íbúðarhús sem reist voru af myndarbrag fyrri alda. Notalegt er að ganga meðfram bökkum fljótsins, skoða mannlífið og gróðurinn, rölta á milli kaffihúsa, veitingastaða eða kíkja í verslanir.
Ljubljana er mikil menningarborg með háskólasetri, sinfóníuhljómsveit, óperu og leikhúsum. Listir og menning hafa ávallt skipað veglegan sess meðal Slóvena og eftir að Slóvanía öðlaðist sjálfstæði hefur menningarlífið blómstrað. Í borginni eru söfn, myndlistargallerí og fjöldi leikhúsa, meðal annars brúðuleikhús sem byggir á gamalli hefð. Í nágrenni borgarinnar eru hinir undirfögru dalir Alpafjallanna þar sem náttúran skartar sínu fegursta.
Ljubljana kastali, sem stendur á hæð ofan við borgina, er rúmlega 900 ára og er aðal aðdráttarafl Ljubljana.Turninn og kastalinn bjóða upp á fallegt útsýni yfir borgina.
Drekinn er tákn Ljubljana og hefur átt tryggan sess í borgarskjaldarmerkinu frá miðöldum. Meistaralega hannaðir drekaskúlptúrar við Drekabrúna (byggð árið 1901) eru bæði ógnvekjandi og tilkomumiklir í senn. Ef þú hefur ekki tekið mynd með öðrum hvorum þeirra telja margir að þú hafir ekki raunverulega heimsótt Ljubljana! Grasa- og blómagarðurinn í Ljubljana er vinsæll staður til að njóta og slaka á. Tívolí garðurinn liggur í þvers og kruss með göngustígum sem halda áfram í hlíðum Rožnik-hæðar og náttúrunnar má njóta frá miðbæ borgarinnar.
Slóvenía
Slóvenía er lítið fallegt og friðsælt land í Mið – Evrópu, sólarmegin í Ölpunum og er áfangastaður sem hefur slegið rækilega í gegn hjá farþegum Úrvals Útsýnar undanfarin ár. Landfræðilega er Slóvenía fjölbreytt land þar sem það sækir til evrópsku Alpanna, Dínaralpanna upp frá Adríahafinu, pannóníska sléttlendinu og Miðjarðarhafsströndinni. Auðveld og aðgengileg fjallaskörð (jarðgöng hafa leyst þau af hólmi) um núverandi landsvæði Slóveníu hafa lengi þjónað sem leið að Miðjarðarhafinu og austanver’ðri Evrópu.
Slóvenía er nyrsta og jafnframt þróaðasta land fyrrum Júgóslavíu með rúmlega 2 milljónir íbúa. Á hæð ofan við höfuðborgina (300.000 íbúar) gnæfir Ljubljana-kastalinn með stórkostlegu útsýni yfir borgartsrtæðið. Áin Ljubljanica liðast um borgina og gamli borgarhlutinn afmarkast af ánni og kastalanum. Það er einstakt að rölta með ánni og fylgjast með iðandi mannlífinu þar sem fer mikinn fjöldi stúdenta og ungt fólk enda borgin mikil háskólaborg.
Athugið
Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.