Upplifðu töfrandi blöndu af afrískri náttúru, dýralífi, vatnasporti og sólríkri afslöppun á strönd í þessari lúxusferð um Kenía.
Ferðin hefst með safaríferðum í Lake Nakuru og Masai Mara þjóðgarði þar sem þú sérð flamingóa, hin fimm fræknu villidýr, ljón, fíla, nashyrninga, hlébarða og buffalóa og upplifir menningu Masai fólksins. Þaðan flýgurðu til strandbæjarins Watamu og nýtur höfrunga- og hvalaskoðunar, köfunar, djúpsjávarveiði og sólseturssiglingar. Síðan verður dvalið við Diani-strönd þar sem þú slakar á við hvítar sandstrendur áður en ferðinni lýkur með heimsóknum í Gíraffa setur, fílaathvarf og Karen Blixen safnið í Nairobi.
Fullkomin blanda af safaríferðum, menningu, strandlífi og lúxus – fyrir þá sem vilja upplifa það besta sem Kenía hefur upp á að bjóða.
Kristján er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar og hefur hann unnið í ferðabransanum í yfir 30 ár. Hann hefur víðtæka reynslu og leysir öll vandmál eins og hendi sé veifað. Kristján er bæði með leiðsögumenntun og háskólamenntaður í ferðamálafræði.
Verð og dagsetningar
4. – 18. feb.
15 dagar
| Ferð fyrir 2 fullorðna |
Heildarverð frá
2.299.800 kr. |
Verð frá
1.149.900 kr.
per farþega | |
4. – 18. feb.
15 dagar
| Ferð fyrir 1 fullorðinn |
Heildarverð frá
1.299.900 kr. |
Verð frá
1.299.900 kr.
per farþega |
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, fullt fæði í safaríferðum, leiðsögn innlenda sérhæfðra aðila, allar tilgreindar ferðir með aðgangseyri, akstri og öðru tilheyrandi, og gisting á 5* hótelum.
Ekki innifalið í verði:
Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, þjórfé, persónuleg útgjöld og annað sem ekki er nefnt hér fyrir framan..
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.