Kristján Steinsson
fararstjóri
    Upplifðu töfrandi blöndu af afrískri náttúru, dýralífi, vatnasporti og sólríkri afslöppun á strönd í þessari lúxusferð um Kenía. Ferðin hefst með safaríferðum í Lake Nakuru og Masai Mara þjóðgarði þar sem þú sérð flamingóa, hin fimm fræknu villidýr, ljón, fíla, nashyrninga, hlébarða og buffalóa og upplifir menningu Masai fólksins. Þaðan flýgurðu til strandbæjarins Watamu og nýtur höfrunga- og hvalaskoðunar, köfunar, djúpsjávarveiði og sólseturssiglingar. Síðan verður dvalið við Diani-strönd þar sem þú slakar á við hvítar sandstrendur áður en ferðinni lýkur með heimsóknum í Gíraffa setur, fílaathvarf og Karen Blixen safnið í Nairobi. Fullkomin blanda af safaríferðum, menningu, strandlífi og lúxus – fyrir þá sem vilja upplifa það besta sem Kenía hefur upp á að bjóða.

    Kristján er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar og hefur hann unnið í ferðabransanum í yfir 30 ár. Hann hefur víðtæka reynslu og leysir öll vandmál eins og hendi sé veifað. Kristján er bæði með leiðsögumenntun og háskólamenntaður í ferðamálafræði.

    Verð frá 1.149.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 4. – 18. feb.

    Verð og dagsetningar

    4. – 18. feb.  15 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    2.299.800 kr.
    Verð frá 1.149.900 kr.
    per farþega
    4. – 18. feb.  15 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    1.299.900 kr.
    Verð frá 1.299.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, fullt fæði í safaríferðum, leiðsögn innlenda sérhæfðra aðila, allar tilgreindar ferðir með aðgangseyri, akstri og öðru tilheyrandi, og gisting á 5* hótelum.
    Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, þjórfé, persónuleg útgjöld og annað sem ekki er nefnt hér fyrir framan..

    Ferðalýsing

    Komdu með í ógleymanlega 13 daga lúxusferð til Kenía, þar sem ævintýri, náttúruundur og menning fléttast saman í eina heild.

    Ferðin hefst í Nairobi og heldur áfram til Lake Nakuru þjóðgarðs, þekkt fyrir þúsundir bleikra flamingóa og verndarsvæði fyrir hvíta- og svarta nashyrninga. Þaðan er haldið til heimsfræga Masai Mara þjóðgarðsins, þar sem gestir upplifa stórkostlega safariferð og fá að sjá villt dýr eins og ljón, fílahjarðir, sebrahesta, gíraffa, flóðhesta og fleiri dýr sem ferðast langa leið frá Serengeti í Tansaniu yfir til Masai Mara í Kenya og hætta lífi sínu á leiðinni ásamt millónum annarra villtra dýra.

    Í Masai Mara er einnig farið í heimsókn í hefðbundið Masai þorp, þar sem þú kynnist menningu og lífsháttum þessa stolta hirðingjafólks. Einnig býðst einstök loftbelgsferð yfir friðlandið með morgunverði úti í náttúrunni.

    Eftir fjórfaldan dýralífspakka tekur við vatnaævintýrið við strandlengju Watamu. Þar tekur við höfrunga- og hvalaskoðun í glerbotnbát, snorklun og köfun í kristaltæru vatni við kóralrif, djúpsjávarveiði með faglegum búnaði og kvöldsigling í sólsetrinu um Mida Creek með sjávarréttaveislu.

    Síðustu dagar ferðarinnar fara fram á Diani Beach, þar sem þú slakar á við silkimjúka, hvítar sandstrendur og baðar þig í hlýjum vötnum Indlandshafsins. Ferðin lýkur með sögulegri heimsókn í Fort Jesus í Mombasa og Nairobi-skoðunarferð sem nær til Giraffe Centre, fílaathvarfsins og Karen Blixen safnsins.

    Fullkomin blanda af safarí, menningu, strandlífi og lúxus – fyrir þá sem vilja upplifa það besta sem Kenía hefur upp á að bjóða.

    Dagskrá

    Dagur 1 — Nairobi

    Við komuna verður tekið á móti okkur og ekið á hótel fyrir næturgistingu.

        Dagur 2 — Nakuru þjóðgarðurinn

        Eftir morgunverð verður ekið gegnum sigdalinn mikla til Nakuru og skoðað ýmislegt á leiðinni. Eftir hádegisverð verður farið í safariferð á eitt stærsta fuglasvæði heims þar sem Flamingo fuglar og hvítir og svartir nashyrningar verða meðal annars skoðaðir.
        Kvöldverður og gist yfir nótt.

            Dagur 3 — Nakuru – Masai Mara

            Eftir morgunverð verður ekið í Masai Mara þjóðgarðinn þar sem farið verður í safari ferð í leit að ljónum, fílahjörðum, flóðhestum og fleiri dýrum. Um sólsetur verður farið á svæði við ána Mara þar sem við fáum að sjá marga flóðhesta og krókódíla.
            Kvöldverður og gist yfir nótt.

                Dagur 4 — Masai Mara - safari

                Farið af stað mjög snemma dags í safari í þjóðgarðinum og komið tilbaka fyrir morgunverð. Eftir morgunverð verður farið í heilsdags safari með nestispakka fyrir hádegisverð, þar sem við skoðum villt dýr á borð við ljón, hlébarða, sebrahesta, antilópur, gíraffa og fleiri dýr.
                Masai Mara þjóðgarður er um 1.500 ferkílómetrar og heimili um 3milljóna dýra. Landslagið einkennist af víðáttumiklum sléttum sem eru kjöraðstæður fyrir villt dýr og gesti til að sjá þau auðveldlega. Árlega koma milljónir dýra frá Serengeti í Tanzaníu inn til Masai Mara í Kenýa sem er tilkomumikil sjón. Dýrin þurfa að fara yfir Mara ána þar sem krókódílar bíða eftir bráð og mörg þeirra komast ekki lífs af.
                Kvöldverður og gist yfir nótt.

                    Dagur 5 — Masai mara - menningarupplifun

                    Morgunverður og frjáls tími fram að hádegi. Eftir hádegi verður farið í heimsókn í Masai þorpið, þar sem þorpsbúar taka vel á móti okkur með dansi, skoðunarferð og innsýn í menningu þeirra. Við hittum listamenn þeirra og fáum að sjá handverk þeirra. Seinna um kvöldið verður snæddur “Bush dinner” og ekið eftir matinn á hótel.
                    Kvöldverður og gist yfir nótt.

                        Dagur 6 — Masai Mara - loftbelgsferð

                        Við verðum sótt snemma morguns og farið í klukkustundar Loftbelgsferð yfir Masai Mara þjóðgarðinn. Eftir loftbelgsferðina verður boðið upp á Bush morgunverð, síðan ekið á flugvöll og flogið til Watamu við ströndina.
                        Kvöldverður og gist yfir nótt í Watamu.

                            Dagur 7 — Höfrunga-/hvalaskoðun og snorklun

                            Eftir morgunverð verður ekið niður að höfninni þar sem við stígum um borð í bát með glerbotni og förum í u.þ.b. tveggja tíma siglingu í leit að höfrungum og hvölum. Watamu friðlandið er með vernduð lón og eyjar sem skapa fullkomið tækifæri til að fylgjast með höfrungum leika sér, éta eða „skemmta sér“. Í morgunsiglingunni er hægt að sjá höfrunga og hnúfubaka í sínu náttúrulega umhverfi.
                            Hnúfubakar eru einhverjar tignarlegustu skepnur hafsins og sjást árlega við strendur Kenía í júní, þegar þeir halda árlega ferðalagi sínu norður frá Suðurskautslandinu. Þeir ferðast til hlýrra, suðrænna rifsvæða til að para sig og ala unga sína. Að horfa á þá stökkva úr hafinu – stundum tveir saman eða í stærri fjölskylduhópum – er sjón sem gleymist aldrei.
                            Eftir þetta heldur ævintýrið áfram með snorklun. Snorklun býður upp á einstaka leið til að skoða neðansjávarheiminn án þess að trufla lífríkið. Þú flýtur rólega á yfirborðinu, að mestu óséður af sjávarlífinu rétt fyrir neðan þig. Tveimur tímum fyrir eða eftir fjöru er besti tíminn til að fara, þar sem þá eru mestar líkur á að sjá fjölbreyttasta lífríkið.
                            Þessi stórbrotni sjávarþjóðgarður býður upp á nokkra af bestu snorklun- og köfunarstöðum heims. Eftir snorklun er siglt aftur í höfn og snæddur hádegisverður sem samanstendur af sjávarréttum og ljúffengum Swahili-réttum. Síðan er ekið til baka á hótelið.
                            Kvöldverður og gist yfir nótt.

                                Dagur 8 — Djúpsjávarveiði - heilsdags sportveiði með leiðsögn og búnaði.

                                Eftir morgunverð á hótelinu verðum við sótt og keyrð niður að strönd þar sem við hittum skipstjórann og áhöfnina. Dagurinn hefst með spennandi veiðiferð á opnu hafi, oftast þegar sólin rís og aðstæður eru sem bestar til veiða.
                                Báturinn er búinn fyrsta flokks veiðibúnaði, allt frá léttum stöngum og hjólum til þungra græja og svokallaðra „baráttustóla“ sem notaðir eru í erfiðum átökum við stórfiska. Strendur Kenía eru ágætar fyrir veiði á segulfiski (sailfish) og svo er sérstök upplifun að sjá risastóran bláan marlin-fisk stökkva í sjónum, þeir fylgja oft túnfiskstorfum djúpt úti á hafi.
                                Draumar veiðimanna rætast þegar þeir fá að sjá segulfiska stökkva eða takast á við risavaxna marlin-fiska, ásamt öðrum „skrímslum hafsins“. Stundum leggur skipstjórinn til að reynt verði við botnveiði í um 150 metra dýpi, þar sem stórir steinbítar og ýmsar tegundirleynast. Að draga slíka fiska upp frá botni getur verið afar krefjandi.
                                Við njótum dagsins úti á hafi við veiðar á fjölbreyttum tegundum í bláleitum sjónum, með tilkomumikla náttúru allt í kring. Þetta verður veiðiferð sem enginn gleymir.
                                Kvöldverður og gist yfir nótt.

                                    Dagur 9 — Köfun og sólseturssigling

                                    Snemma morguns verðum við sótt á hótelið og ekið af stað í köfunarævintýrið. Það er einstök upplifun að stíga inn í nýjan og óútreiknanlegan heim neðansjávar, að fljóta hreyfingarlaus í hlýju, tæru vatni við hlið hvalháfa, eða horfa á regnbogalitadýrð sjávarlífsins sem leynist í harðgerðum kóralrifunum og hreyfir sig stöðugt umhverfis þig.
                                    Kóralveggirnir halla niður í sjó frá 2 og allt að 32 metra dýpi. Þegar synt er niður með þeim sést fjölbreytt sjávarlíf ljónfiska, steinbíta, barrakúda, smáfiska, murænur, fiðrildafiska og páfagaukfiska, svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru litfagrir Bertálknar (nudibranch-sniglar) tilkomumiklir að horfa á. Eftir köfunina er snúið aftur á hótelið til að njóta morgunverðar og hádegisverðar í rólegheitum.
                                    Um kvöldið verður farið í Sólseturssiglingu (Sundowner Sunset Cruise). Okkur verður ekið niður að höfn og farið um borð í hefðbundinn arabískan seglbát sem nefnist „dhow“ sem siglir um Mida Creek. Þetta verndarsvæði sameinar kristaltært vatn við mangróveskóga, sandeyjar og stórbrotna náttúrufegurð sem erfitt er að gleyma. Í siglingunni upplifum við magnað afrískt sólsetur, á meðan við skoðum fjölbreytt dýralíf í Mida Creek, þar á meðal flamingóa, stórar hegra og skógstorka. Á meðan á siglingunni stendur verður borinn fram dýrindis sjávarréttamatur og drykkir. Ekki gleyma að líta upp í himininn og njóta stjörnubjarts næturhvolfsins áður en þú snýrð aftur á hótelið í rólegheitum.
                                    Gist yfir nótt.

                                        Dagar 10–11 — Diani strönd – 2 daga slökun

                                        Eftir morgunverð er lagt af stað til suðurstrandar Mombasa, að Diani Beach, þar sem við munum njóta tveggja daga afslöppunar á stranddvalarstað.
                                        Silkimjúkur hvítur sandur, túrkísblár sjór og pálmatré meðfram götum gera Diani að sannkölluðum paradísarreit, þar sem Afríka mætir hinu víðfeðma Indlandshafi. Þú nýtur sýnar af Afríku í sinni fegurstu mynd, með kvöldgöngu eftir ströndinni, syngjandi fuglum og hlátrasköllum sem bergmála í þessum náttúrulega sælureit.
                                        Eftir hádegisverð er hægt að synda í hlýjum sjónum og slaka á í ró og næði. Um kvöldið býðst þér að njóta hefðbundinnar danssýningar á meðan þú snæðir – fullkomin leið til að blanda saman menningu, mat og afslöppun við sjóinn.
                                        Gist í 2 nætur við ströndina Diani Beach

                                            Dagur 12 — Diani – Mombasa – Nairobi

                                            Eftir morgunverð er ekið til Mombasa-borgar, þar sem hið fræga virki Fort Jesus verður heimsótt. Fort Jesus sem var reist af Portúgölum á árunum 1593 til 1596 er á Heimsminjaskrá UNESCO og einn af vinsælustu ferðamannastöðum Mombasa. Þrátt fyrir að virkið sé að hluta til í rústum, hýsir það í dag safn, sem byggt var yfir gömlu herstöðvarnar og gefur innsýn í sögulegt mikilvægi þess.
                                            Að heimsókn lokinni er ekið á flugvöllinn í Mombasa og flogið til Nairobi.

                                                Dagur 13 — Brottfarardagur

                                                Eftir morgunverð verður farið í skoðunarferð þar sem heimsótt verða Giraffa miðstöðin, Fílaathvarfið og Karen Blixen safnið. Ekið á flugvöll í tíma fyrir heimferðarflug.

                                                    Gistingar í boði

                                                    Athugið

                                                    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
                                                    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                                    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                                    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.