Kristján Steinsson
fararstjóri
    Japan er heillandi land þar sem ævafornar hefðir og háþróaður nútími fléttast saman á einstakan hátt. Hér má finna ótrúlega náttúrufegurð, frá snævi þöktum fjöllum og friðsælum görðum til blómstrandi kirsuberjatrjáa á vorin. Menning landsins einkennist af djúpum virðingarsiðum, listfengi og nákvæmni sem endurspeglast í öllu frá matargerð til byggingarlistar. Hvort sem þú ert að leita að andlegri ró í musteri og helgidómum, spennandi stórborgarlífi eða náttúrulegum undrum, þá býður Japan upp á fjölbreytt ævintýri fyrir alla ferðamenn. Matarmenningin er heimskunn með sínar fáguðu sushi-rétti, ljúffenga núðlusúpur og litrík götumatarmarkaði. Japan er land þar sem gestir finna fyrir hjartanlegri gestrisni, djúpum rótum hefðar og óþrjótandi forvitni um framtíðina – sannkölluð ferð sem skilur eftir sig varanleg áhrif.

    Kristján er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar og hefur hann unnið í ferðabransanum í yfir 30 ár. Hann hefur víðtæka reynslu og leysir öll vandmál eins og hendi sé veifað. Kristján er bæði með leiðsögumenntun og háskólamenntaður í ferðamálafræði.

    Verð frá 989.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 23. okt. – 7. nóv.

    Verð og dagsetningar

    23. okt. – 7. nóv.  16 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    1.979.800 kr.
    Verð frá 989.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 15 nætur á 4 stjörnu gistingu með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, og allur akstur samkvæmt ferðalýsingunni og allar skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingunni.
    Ekki innifalið í verði: City tax, þjórfé eða annað sem ekki kemur fram í lýsingu.

    Ferðalýsing

    Komdu með í einstaka ferð til Japans, þar sem fortíð og nútíð mætast með ógleymanlegum hætti. Við heimsækjum helstu perlur landsins: Fuji-fjall, Gyllta musterið í Kyoto, fljótandi torii-hliðið á Miyajima, stórbrotnan Himeji-kastala og snjóapa í heitum laugum í Nagano.

    Ferðin er hugsuð fyrir þá sem vilja kynnast japönsku samfélagi, siðum og menningu á dýpri hátt. Við prófum svört egg í eldfjalladölum, röltum um fornar götur, tökum þátt í teathöfn og njótum bæði hefðbundinna og nútímalegrar matargerðar – frá sushi og ramen til shabu-shabu og okonomiyaki. Hvort sem þú heillast af sögunni, náttúrunni, tæknivæddum stórborgum eða einfaldlega viljir njóta ferðalags þar sem allt er planað fyrir þig – þá er þessi ferð til Japans fullkomin fyrir þig.

    Í fylgd fararstjóra ferðumst við með hraðlestum, rútum, ferju og báti. Gist verður á vönduðum hótelum og onsen–baðstað, og með tíma til að njóta og slaka á.

    Dagskrá

    Dagur 1 — Komudagur til Tókýó (HND), komutími 13:50

    Við komum til Tokyo Haneda flugvallar (HND) kl. 13:50. Innlendur leiðsögumaður tekur á móti hópnum á flugvellinum og við förum með rútu á hótelið okkar í Tókýó. Að lokinni innritun gefst frjáls tími til að slaka á eða skoða næsta nágrenni og njóta líflegs borgarlífs. Um kvöldið snæðum við kvöldverð á veitingastað hótelsins.

        Dagur 2 — Tókýó

        Við borðum morgunverð á hótelinu og höldum svo í dagsferð um borgina. Fyrst heimsækjum við tískuhverfið Harajuku sem er þekkt fyrir litríkan klæðnað og sérkennilegar verslanir. Næst förum við að Meiji-musteri sem tileinkað er keisara Meiji og keisaraynju Shoken. Eftir það upplifum við hina frægu Shibuya Scramble Crossing gangbraut. Um kvöldið snæðum við hefðbundinn japanskan kvöldverð og gistum áfram í Tókýó.

            Dagur 3 — Tókýó – Hakone – Tókýó

            Eftir morgunverð er farið til Hakone. Þar heimsækjum við Hakone-musterið, sem stendur við Ashi-vatn og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Fuji-fjall ef veður leyfir. Síðan förum við í Owakudani-dalinn þar sem við prófum frægu „svörtu eggin“ sem eru soðin í brennisteinsuppsprettum. Við förum í kláfaferð yfir dalinn og upplifum stórkostlegt útsýni og förum síðan í bátsferð á Ashi-vatni. Seinnipartinn snúum við aftur til Tókýó.

                Dagur 4 — Tókýó

                Eftir morgunverð höldum við áfram að kanna borgina. Við förum á útsýnispallinn í Shibuya Scramble Square en þar er víðáttumikið útsýni yfir Tókýó. Þá heimsækjum við Senso-ji musterið í Asakusa og röltum um Nakamise-verslunargötuna. Að því loknu tökum við rúnt í Ginza-hverfinu. Kvöldverðurinn er á Izakaya-veitingastað þar sem við fáum blöndu af japönskum og vestrænum réttum. Gist áfram í Tókýó.

                    Dagur 5 — Tókýó – Nikko – Nagano

                    Eftir morgunverð keyrum við til Nikko, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Þar heimsækjum við musterin Rinnoji og Toshogu, tileinkuð Tokugawa leyasu. Seinna um daginn höldum við áfram til Nagano þar sem við snæðum kvöldverð og gistum.

                        Dagur 6 — Nagano – Takayama

                        Við heimsækjum Jigokudani-snjóapagarðinn og sjáum makaka apa baða sig í heitum náttúrulaugum. Síðan förum við í Shirakawa-go, þorp sem er á heimsminjaskrá UNESCO, þekkt fyrir sérstök stráþök. Að því loknu höldum við áfram til Takayama og gist verður á onsen-hóteli þar sem hægt er að njóta japanskra náttúrulauga. Kvöldverður á hóteli eða í bænum.

                            Dagur 7 — Takayama – Himeji

                            Við byrjum daginn á Takayama markaðnum og förum svo um gömlu miðborgina og Sanmachi-svæðið með húsum frá Edo-tímabilinu. Við heimsækjum einnig sake-brugghús áður en við höldum áfram til Himeji. Kvöldverður í bænum og gist í Himeji.

                                Dagur 8 — Himeji – Hiroshima

                                Við skoðum Himeji-kastala – einn glæsilegasta kastala Japans – áður en við tökum Shinkansen-hraðlestina til Hiroshima. Í kvöldmat smökkum við hin hefðbundna rétt Hirosmina okonomiyaki. Gist í Hiroshima.

                                    Dagur 9 — Hiroshima – Kyoto

                                    Við tökum ferju til Miyajima-eyjar og skoðum Itsukushima-musterið með fljótandi torii-hliðinu. Síðan förum við í Friðargarðinn og heimsækjum Friðarsafnið og Atomic Dome. Kvöldverður og gisting í Hiroshima.

                                        Dagur 10 — Hiroshima – Kyoto

                                        Við ferðumst með rútu til Kyoto og heimsækjum Kinkaku-ji – Gyllta musteri Zen-búddista. Kvöldverðurinn verður hefðbundinn shabu-shabu, þar sem við eldum kjöt og grænmeti í sjóðandi potti. Gist í Kyoto.

                                            Dagur 11 — Kyoto

                                            Við byrjum daginn í Arashiyama bambusskóginum og förum síðan í Kiyomizu-dera musterið með útsýni yfir Kyoto. Þá heimsækjum við Nishiki-markaðinn og fáum að taka þátt í hefðbundinni teathöfn. Kvöldverður og gisting í Kyoto.

                                                Dagur 12 — Kyoto – Nara – Osaka

                                                Við heimsækjum Fushimi Inari-musterið með þúsundum rauðra torii-hliða, síðan förum við til Nara þar sem við sjáum hið stórkostlega Todaiji-hof og Nara-garðinn. Að því loknu höldum við til Osaka og könnum líflega Dotonbori-hverfið. Kvöldverður og gisting í Osaka.

                                                    Dagur 13 — Osaka

                                                    Við förum upp í Umeda Sky Building og njótum útsýnisins. Eftir það er frjáls tími í Shinsaibashi eða Namba. Borðað verður hádegisverð saman og gist í Osaka.

                                                        Dagur 14 — Osaka – Tókýó Haneda flugvöllur

                                                        Við tökum Shinkansen hraðlest til Tókýó og förum þaðan með Keikyu-lestinni á Haneda flugvöll. Brottför frá Tókýó Haneda er kl. 21:55.

                                                            Athugið

                                                            • Staðfestingargjald er 150.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                                                            • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                                                            • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
                                                            • Fullgreiða þarf ferðina eigi síður en 16 vikum fyrir brottför