Létt hreyfing, æfingar, öndun, teygjur, flot og bros. Andlegt jafnvægi verður betra ásamt auknum liðleika og hugarró.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, og Future Edition Flothettu sett.

    Ferðalýsing

    Það er ekkert betra en að láta stressið og streituna líða úr sér í sólinni á Calpe og koma endurnærður til baka.  Við upplifum Calpe og nærumhverfi í gegnum hreyfingu sem er frábær leið til þess að skoða og upplifa nýja staði.Calpe hefur verið talin einn besti staður í Evrópu fyrir þá sem þjást af gigt. Læknar vísuðu fólkið þangað til þess að reyna að ná bata og minnka verki. Fluttust fjölmargir þangað að á árunum 1950 – 60 til þess að öðlast betra líf. 

    Ekki er hægt að missa af gamla bænum í Calpe sem er staðsettur 2 km frá ströndinni. Þar er margt að uppgötva með völundarhúsi af götum, fræga stiganum með þjóðfánanum og kirkju svæðinu. Sögulegi miðbær Calpe er nú þegar nokkuð líflegur í sjálfu sér, en ef þú vilt skoða hann ítarlegri, er Á hverjum sunnudegi er handverksmarkaður þar sem hægt er að finna allskonar fjársjóði, einnig kruðerí, sælgæti, plöntur, föt, bækur, lífrænt grænmeti svo fátt eitt sé talið. Einnig er gaman að röllta um og skoða skemmtilegan arkitektúr eins og í Moraira.

    Hreyfum okkur saman

    Hreyfum okkur saman á hverjum degi. Styrkur, teygju, öndun, göngum, dönsum, hjólum. Tökum flot með Future Edition Flothettu sett Einstök upplifun. Gaman verður að fljóta um í fornum böðum þar sem konungsfólk ferðuðust langt að til þess að baðaði sig í þessum einstöku náttúrulaugum. 

    ALTEA

    Einungis í 10 mín akstursfjarlægð frá Calpe. Líflegur og skemmtilegur á kvöldin. Alltaf gaman að kíkja í búðirnar þar og prútta. Skemmtilegur gamall spænskur bær með yndislegri kirkju og glæsilegu útsýni. 

    altea uunytt

    GUADALEST KASTALI 

    Guadalest, er fallegt sögulegt fjallaþorp á Costa Blanca. Aðeins aðgengilegt í gegnum 15 feta göng þekkt sem Portal de San Jose, þorpið hefur heillandi yfirbragð.

    Jafnvægi og vellíðan á Calpe

    Gistingar í boði

    Gran Hótel Sol Y Mar er glæsilegt 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndinni í Calpe. Hótelið og herbergin eru innréttuð í fallegum nútímalegum stíl.  Mjög huggulegur kampavínsbar er á hótelinu með frábæru útsýni yfir ströndina.  Flott heilsu- og líkamsræktaraðstaða. Á hótelinu er flottur  veitingastaður. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

    GISTING


    Herbergin eru fallega hönnuð, vel búin helstu þægindum eins og góðu baðherbergi, síma, sjónvarpi og öryggishólfi.  Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.  Gestir fá aðgang að þráðlausu internet tengingu án endurgjalds.  Hægt er að tryggja sér herbergi með útsýni út að sjó með því að kaupa herbergi með sjávarsýn. Herbergin snúa annaðhvort út að sjó eða inn í lokaðan garð.  Herbergin sem snúa inn í garðinn eru ekki með svölum.
     

    AÐSTAÐA

    Verulega stór heilsulind, eða allt að 700 fermetrar. Þar er í boði fjöldinn allur af dekri og meðferðum, þar á meðal nuddpottar, tyrkneskt bað, sauna, nudd og margt fleira. 
    Á hótelinu er hjólaaðstaða þar sem hægt er að leigja, laga, þrífa og geyma hjól. Þar er einnig þvottaaðstaða með þurrkara. 

    Allir gestir hafa aðgang að góðri líkamsrækt sem er opin frá 6 á morgnanna til 22 á kvöldin. 


    AFÞREYING

    Góðar hjóla- og hlaupaleiðir eru í grennd við hótelið. Á ströndinni er gott úrval af vatnasporti. 

    Á Beach Club, sem er bar á hótelinu, er eitthvað skemmtilegt að gerast á hverju kvöldi líkt og Dj, þemapartý, lifandi tónlist og fleira. Ath - aðeins opið á sumrin. 


    VEITINGAR

    Veitingastaðurinn Abiss Restaurante Gastro Barra 

    Á Doreé Gin & Sea er góð aðstaða til slökunar og flott útsýni yfir sjóinn og sólsetrið. 

    360° er bar staðsettur á jarðhæð hótelsins með útsýni yfir Arenal ströndina. Þar er boðið upp á drykki og snarl. 

    Sports bar er líkt og nafnið gefur til kynna, tileinkað íþróttaviðburðum. 

    Aðbúnaður

    Útisundlaug  

    Sólbaðsaðstaða 

    Sólarhringsmóttaka 

    Töskugeymsla 

    Frítt internet 

    Heilsulind

     

    ATH

    Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
     
    Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
     
    Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
     
    Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

    Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

     

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi sérstaklega skal minnt á góðan skóbúnað.
    • Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
    • Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og að fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.