Létt hreyfing, æfingar, öndun, teygjur, flot og bros. Andlegt jafnvægi verður betra ásamt auknum liðleika og hugarró.

    Verð og dagsetningar

    Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

    Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is

    Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, og Future Edition Flothettu sett.

    Ferðalýsing

    Það er ekkert betra en að láta stressið og streituna líða úr sér í sólinni á Calpe og koma endurnærður til baka.  Calpe hefur verið talin einn besti staður í Evrópu fyrir þá sem þjást af gigt. Læknar vísuðu fólkið þangað til þess að reyna að ná bata og minnka verki. Fluttust fjölmargir þangað að á árunum 1950 – 60 til þess að öðlast betra líf. 

    Ekki er hægt að missa af gamla bænum í Calpe sem er staðsettur 2 km frá ströndinni. Þar er margt að uppgötva með völundarhúsi af götum, fræga stiganum með þjóðfánanum og kirkju svæðinu. Sögulegi miðbær Calpe er nú þegar nokkuð líflegur í sjálfu sér, en ef þú vilt skoða hann ítarlegri, er Á hverjum sunnudegi er handverksmarkaður þar sem hægt er að finna allskonar fjársjóði, einnig kruðerí, sælgæti, plöntur, föt, bækur, lífrænt grænmeti svo fátt eitt sé talið. Einnig er gaman að röllta um og skoða skemmtilegan arkitektúr eins og í Moraira.

    Fljótum saman

    Innifalið í verði er Future Edition Flothettu sett.

    Gaman verður að fljóta um í fornum böðum þar sem konungsfólk ferðuðust langt að til þess að baðaði sig í þessum einstöku náttúrulaugum. Einstök upplifun.

    ALTEA

    Einungis í 10 mín akstursfjarlægð frá Calpe. Líflegur og skemmtilegur á kvöldin. Alltaf gaman að kíkja í búðirnar þar og prútta. Skemmtilegur gamall spænskur bær með yndislegri kirkju og glæsilegu útsýni. 

    altea uunytt

    GUADALEST KASTALI 

    Guadalest, er fallegt sögulegt fjallaþorp á Costa Blanca. Aðeins aðgengilegt í gegnum 15 feta göng þekkt sem Portal de San Jose, þorpið hefur heillandi yfirbragð.

    Jafnvægi og vellíðan á Calpe

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi sérstaklega skal minnt á góðan skóbúnað.
    • Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
    • Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og að fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.