Frábær ferð til að fara í hita og sól og hlaða batteríin. Við munum blanda saman ferð með allskonar hreyfingu ásamt því að skapa rými til að skoða og slaka á.
    Verð frá 245.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 5. – 13. nóv.

    Verð og dagsetningar

    5. – 13. nóv.  9 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    491.800 kr.
    Verð frá 245.900 kr.
    per farþega
    5. – 13. nóv.  9 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    325.900 kr.
    Verð frá 325.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, dagskrá með fararstjóra, og hálft fæði á Tigotan Hotel.

    Ferðalýsing

    • Fræðslufyrirlestur um hvernig höldum við stöðugleikanum við að æfa, hvað drífur okkur áfram. (1,k klst)
    • Sjálfstyrkingarfyrirlestur, hvað stend ég fyrir og hver eru markmið mín ? (1,5 klst)
    • Mataræði og góð ráð (1,5 klst)
    • Allir þátttakendur frá ræktarplan til að nýta í frábæri líkamsræktaraðstöðu á hótelinu
    • Dagleg styrktar þjálfun, gönguferðir og hjólaferðir
    • Upplifun og slökun allt í bland

    Ógleymanleg ferð þar sem hreyfing, sjálfstyrking og vellíðan sameinast í eitt. Þú kemur sterkari til baka, tilbúin að takast á við daglegt líf og með fullt af verkfærum til að efla þína heilsuvegferð enn frekar og ekki má gleyma hversu tönuð þú verður. 

    Gistingar í boði

    Hótel Tigotan Lovers and Friends er gott 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Playa de las Americas og í göngufjarlægð frá strönd og iðandi mannlífi. Hótelgarðurinn og umhverfi var endurnýjað árið 2016. Mjög fínn sundlaugargarður með góðri sólbaðsaðstöðu og afþreying er í boði. Þetta hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri. 

    GISTING 

    Hægt er að velja um þrjár mismunandi tegundir af herbergjum.Tvíbýli, tvíbýli romance eða tvíbýli smart. Tvíbýli romance býður upp á opið herbergi með nuddpotti fyrir tvo og góða sturtu. Tvíbýli smart býður upp á mikla tækni en þar má finna gott wi-fi, USB tengi, góða hátalara og 47 tommu sjónvarp með tengi fyrir USB og HDMI. Einnig er hægt að óska eftir playstation tölvu. Öll herbergin eru einföld og snyrtileg, loftkæld, með síma, útvarpi,minibar, (áfylling aukagjald) sjónvarpi og baðherbergi með baðkari eða sturtu. Gestir geta leigt öryggishólf. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd.

    Með Smart og Romance herbergjum fylgir ,"Exclusive service" en hún felur í sér hraðsuðuketil og Nespresso vél á herbergjum, slopp og inniskó, lúxus baðvörur og flösku af vatni við komu á hótel.
    Einnig fá gestir í þessum herbergjum ótakmarkaðann aðgang að “Exclusive Lounge” og 1 dag í viku er hægt að borða á veitingastað hótelsins, Santa Rosa Grill.
    Hægt er að kaupa aukalega "Exclusive service" með öðrum herbergjatýpum.

    AÐSTAÐA

    Sundlaugagarðurinn er þægilegur með góðri sólbaðsaðstöðu. Á þakinu er sundlaug með nuddpotti og sólbaðsaðstaða þar sem hægt er að sóla sig í dásamlegu útsýni en auka gjald er tekið fyrir aðstöðuna þar. Handklæðaþjónusta er við sundlaugina. Nuddpottur og líkamsræktaraðstaða fyrir þá sem vilja halda sér í formi. Á hótelinu er þjónusta á borð við hárgreiðslustofu, þvottaaðstöðu, stjónvarpsstofu og fleira. Gestir hafa aðgang að þráðlausu interneti á hótelinu.

    AFÞREYING 

    Gestir geta lokið deginum með hinum ýmsu skemmtikröftum sem troða upp á hótelinu. 

    VEITINGASTAÐIR

    Gestir hótelsins eru í hálfu fæði og fá því morgunmat og kvöldverð á veitingastaðnum Areca Restaurant, þar er borinn fram gómsætur og fjölbreyttur matur í formi hlaðborðs. Á hótelinu er einnig veitingastaðurinn Santa Rosa Grill og tveir barir, þar af annar í sundlaugagarðinum. 

    STAÐSETNING 

    Hótelið er staðsett í Playa de las Americas í göngufjarlægð frá strönd. Um 15 mínútna gangur er niður í miðbæinn. 

    AÐBÚNAÐUR Á HOTEL TIGOTAN

    Hálft fæði

    Útisundlaug 

    Sólbaðsaðstaða 

    Sundlaugarbar 

    Nuddpottur 

    Sundlaug með útsýni 

    Skemmtidagskrá 

    Handklæðaþjónusta

    Líkamsrækt 

    Heilsulind 

    Sjónvarpsstofa 

    Þvottahús

    Hárgreiðslustofa

    Areca Restaurant 

    Santa Rosa Grill

    Loftkæling

    Sími

    Svalir 

    ATH

    Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
     
    Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
     
    Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi sérstaklega skal minnt á góðan skóbúnað.
    • Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
    • Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og að fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.