Úrval Útsýn býður upp á mjög spennandi ferð með Óskari Jakobssyni og Gísla Harðarsyni til Toblach, sem er flottasta skíðagöngusvæðið á Ítalíu. Flogið verður morguninn 18. janúar til Verona og þaðan er um 3 tíma rútuferð í norður til Toblach sem staðsett er nálægt landamærunum að Austurríki með Dolomítafjöllin allt í kring. Í Toblach er mikill metnaður lagður í gönguskíðabrautirnar sem eru samtals 120km af öllum erfiðleikastigum. Í Toblach eru árlega haldin heimsbikarmót. Brautirnar henta bæði byrjendum og vönum og er hluti þeirra upplýstur á kvöldin. Óskar og Gísli hafa stundað skíðagöngu frá barnsaldri og hafa mikla reynslu af því að kenna fólki tæknina að ganga á skíðum, hvort heldur klassíska aðferð sem og skautatæknina. Þessi ferð er hugsuð fyrir alla, byrjendur sem þurfa grunnkennslu sem og lengra komna sem þurfa að slípa tæknina. Við munum taka morguninn í að fara í tækniæfingar og taka lengri gönguæfingar eftir hádegi. Við getum lofað því að það verða allir orðnir betri skíðamenn í lok ferðar.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, og hálft fæði.

    Ferðalýsing

    Gistingar í boði

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi sérstaklega skal minnt á góðan skóbúnað.
    • Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
    • Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og að fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.