Komdu með í notalega hópferð til Riga, höfuðborgar Lettlands, þar sem jólaskapið ríkir yfir borginni á aðventunni. Við njótum saman töfrandi jólamarkaða, listar og menningar í sögulegu umhverfi gamla bæjarins. Gisting á góðu hóteli í miðborginni og vel skipulögð dagsferð gera ferðina að ógleymanlegri upplifun.
Verð og dagsetningar
3. – 7. des.
5 dagar
| Ferð fyrir 2 fullorðna |
Heildarverð frá
359.800 kr. |
Verð frá
179.900 kr.
per farþega | |
3. – 7. des.
5 dagar
| Ferð fyrir 1 fullorðinn |
Heildarverð frá
214.900 kr. |
Verð frá
214.900 kr.
per farþega |
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 4 nætur á Hotel Wellton Riverside & Spa 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, Flugvallarakstur, Gönguferð um Gamla Bæinn, og Balsam vínsmökkun.
Ekki innifalið í verði:
Matur annar en morgunverður, city tax (greiðist á staðnum), aðrar skoðunarferðir (valkvæðar), eða þjórfé.
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.