Komdu með í notalega hópferð til Riga, höfuðborgar Lettlands, þar sem jólaskapið ríkir yfir borginni á aðventunni. Við njótum saman töfrandi jólamarkaða, listar og menningar í sögulegu umhverfi gamla bæjarins. Gisting á góðu hóteli í miðborginni og vel skipulögð dagsferð gera ferðina að ógleymanlegri upplifun.
    Verð frá 179.900 kr.
    per farþega
    Skoða öll verð og bóka
    Dagsetningar
    • 3. – 7. des.

    Verð og dagsetningar

    3. – 7. des.  5 dagar
    Ferð fyrir 2 fullorðna Heildarverð frá
    359.800 kr.
    Verð frá 179.900 kr.
    per farþega
    3. – 7. des.  5 dagar
    Ferð fyrir 1 fullorðinn Heildarverð frá
    214.900 kr.
    Verð frá 214.900 kr.
    per farþega
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 4 nætur á Hotel Wellton Riverside & Spa 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, Flugvallarakstur, Gönguferð um Gamla Bæinn, og Balsam vínsmökkun.
    Ekki innifalið í verði: Matur annar en morgunverður, city tax (greiðist á staðnum), aðrar skoðunarferðir (valkvæðar), eða þjórfé.

    Ferðalýsing

    Riga er falleg borg sem er vert er að skoða og einnig gott að versla og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Gott er að fylgjast með mannlífinu frá einu af fјölmörgum kaffi- og veitingahúsum miðbæjarins og versla í spennandi verslunum. Íbúar borgarinnar eru um 700.000 eða þriðjungur íbúa landsins. Leiðtogi Hanseveldisins, Albert von Buxthoven, stofnaði Riga árið 1201 og útvíkkað þá verslunarveldi Hansakaupmanna til austurs. Gamli bærinn í borginni er aldagamall og er á heimsminjaskrá UNESCO.

    Dagskrá

    Dagur 1, miðvikudagur, 3. desember 2025 — Komudagur

    Flogið er frá Keflavík klukkan 13:35 og lent í Riga um kvöldmatarleytið. Akstur á Hótel Riverside & Spa í miðbæ Riga. Farþegarnir geta ýmist fengið sér kvöldverð á hótelinu eða notið veitingastaða í kringum það.

        Dagur 2, fimmtudagur, 4. desember 2025 — Gönguferð um bæinn og vínsmökkun

        Við göngum um vinalegar slóðir um gamla bæinn í Riga með leiðsögumann sem  mun sýna þér borgina og falda gimsteina hennar. Þú munt fá yfirlit yfir bæði forna og  nútímalega sögu, á meðan þú upplifir einhvern af þeim ótrúlega arkitektúr sem Riga er  frægur fyrir – í Art Deco / Art Nouveau stíl. Skoðunarferðin tekur um það bil 2 klukkustundir.

        Að því loknu förum við í Riga Black Balsam vínsmökkun á Black Magic Café.
        Í þessari bragðreynslu munum við fá að læra meira um lettneska líkjöra og sögu og  þróun þeirra. Þekktasti drykkurinn er Riga Black Balsams, bitur sætur jurtalíkjör sem  inniheldur 24 mismunandi kryddjurtir í bland við vodka. Drykkurinn kemur inn á 45%  
        áfengi og er notaður bæði í kaffi, snaps, kokteila og jafnvel “lyf”. Flestar lettneskar  fjölskyldur eiga stafla flösku af drykknum heima sem lækning til að berjast gegn kvefi  og sjúkdómum. 

        Við munum bragða af 4 mismunandi líkjörum, allir kynntir og útskýrðir af gestgjafanum.  Auk þess munu allir fá sér kaffi/te með því að njóta þess að smakka. 
        Það hefur verið sagt að þú hafir í rauninni ekki komið til Riga ef þú hefur ekki smakkað  Riga Balsams. Lengd um það bil 30 mínútur.

            Dagur 3, föstudagur, 5. desember 2025 — Frjáls dagur

            Dagurinn í dag er frjáls en við mælum sérstaklega með því að fólk rölti um jólamarkaðinn og klára gjafakaupin snemma.

            Jólamarkaðurinn í Riga er einn sá fallegasti í Evrópu og breytir sögulegum miðbæ borgarinnar í sannkallaða vetrarævintýraheima á aðventunni. Þar er hægt að rölta um skreyttar götur, njóta ilmsins af ristuðum möndlum og heitu kryddvíni, og skoða fjölbreytt handverk og jólagjafir frá heimamönnum. Á meðan hljóma jólatónar og ljósin lýsa upp gömlu torgin, getur maður upplifað hina ekta jólaandrúmsloft sem Riga er svo þekkt fyrir á þessum árstíma.

                Dagur 4, laugardagur, 6. desember 2025 — Frjáls dagur eða valfjráls skoðunarferð til strandbæjarins Jurmala

                Í dag geta farþegarnir valið um að eyða tímanum í bænum eða fara í hálfs dags skoðunarferð til Jurmala (ekki innifalið).

                Leiðsögumaður fer með hópinn í einkarútu til Jurmala, sjávarbæjar sem er  í 30 mínútna fjarlægð frá Riga. Þegar Lettland var hluti af Sovétríkjunum var þetta uppáhalds orlofs og ferðamannastaður fyrir háttsetta embættismenn kommúnistaflokksins, má þá nefna Leonid Brezhnev og Niktia Khrushchev.

                Arkitektúr Jurmala fellur í klassík, þjóðernisrómantík og nútíma stíl. Í borginni eru 414 sögufrægar byggingar sem eru friðaðar og 4000 viðarbyggingar/timburhús.

                Eftir skoðunarferð verður frjáls tími til að ganga  og skoða sig um.  Hádeigsmatur verður í einum af veitingastöðum staðarins eða á ströndinni ef veður og aðstæður leyfir.
                Lengd ferðar: 4 klst. Athugið að lágmarksfjöldi í ferðinni er 10.

                    Dagur 5, sunnudagur, 7. desember 2025 — Brottför

                    Eftir góðan morgunmat flýtur rútan hópinn á flugvöllinn. Brottför frá Riga er 10:35 og áætluð heimkoma klukkan 12:40 að íslenskum tíma.

                        Gistingar í boði

                        Nýtt og glæsilegt hótel sem opnaði 2018, einstök staðsetning í hjarta gömlu miðborgarinnar. Frábær aðbúnaður og þjónusta m.a. veitingastaðir, barir og setustofur. Spa með innisundlaug, nuddpottum og  sauna. Vel búin herbergi með sjónvarpi, öryggisskáp og  minibar. Baðherbergi með hárþurrku og snyrtivörum.

                        Athugið

                        • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
                        • Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
                        • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
                        • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.