Allar ferðir

Kaupmannahöfn er án efa ein fallegasta og skemmtilegasta borg Evrópu þótt víðar væri leitað. “Dejligt” er lausnarorðið sem sameinar dásemdir borgarinnar; Strikið, Tívolíið, Nýhöfn, Dyrehavsbakken, Kristjánsborgarhöll, smörrebröd, pylsurnar á Ráðhústorginu, Okkar Frúarkirkju, Hvids ölstue, litlu hafmeyjuna og svo margt margt fleira. Upptalning á borð við þessa lýkur aldrei en vart verður hjá því komist að … Continue reading “Kaupmannahöfn”

Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn er án efa ein fallegasta og skemmtilegasta borg Evrópu þótt víðar væri leitað. “Dejligt” er lausnarorðið sem sameinar dásemdir borgarinnar; Strikið, Tívolíið, Nýhöfn, Dyrehavsbakken, Kristjánsborgarhöll, smörrebröd, pylsurnar á Ráðhústorginu, Okkar Frúarkirkju, Hvids ölstue, litlu hafmeyjuna og svo margt margt fleira.

Kaupmannahöfn

Upptalning á borð við þessa lýkur aldrei en vart verður hjá því komist að nefna til sögunnar fjölmörg veitingahús, urmul ölstofa og góða skemmtistaði. Kaupmannahöfn er full af lífi og fjöri allt árið um kring og þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Margar skemmtilegar sérverslanir eru í litlum strætum umhverfis Strikið. Auðveldlega er hægt að gleyma sér í leit að gulli og gersemum og enda í smörrebröd við Nýhöfn.