Spánn, England, Skotland, Ítalía? Golfferðir Úrvals Útsýnar bjóða upp á skemmtilegt úrval af golfferðum árið um kring. Í boði eru fjölbreyttar ferði, allt frá löngum golfhelgum í Bretlandi til skipulagðra golfferða til framandi landa víðsvegar um heiminn. Að auki bjóðum við upp á golfskóla á okkar helstu golfstöðum á Spáni fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni og fyrir kylfinga sem vilja taka golfleik sinn á næsta stig. Reynslumiklir fararstjórar okkar sjá til þess að viðskiptavinir njóti sín sem best meðan á ferðinni stendur.  

Marrakesh

Palmeraie Golf

Palmeraie er talinn meðal 20 bestu golfvalla í Marokkó. Við völlinn er gott æfingasvæði og golfverslun.

Lissabon

Dolce Campo Real

Glæsilegt 5 stjörnu golfsvæði 45 mínútur fyrir norðan Lissabon. Góður 18 holu golfvöllur við hlið hótelsins þræðir sig í gegnum brekkur, hæðir og vínekrur Serra de Socorro og Archeira. Völlurinn er skemmtilegur viðureignar fyrir alla kylfinga og býður upp á flott útsýni til allra átta á ýmsum stöðum.

Lissabon

Oitavos Dunes

Oitavos Dunes er glæsilegt 5 stjörnu golfsvæði rétt fyrir utan Lissabon, nánar tiltekið við hlið bæjarins Cascais sem er staðsettur við Atlantshafið. Oitavos Dunes er talinn besti golfvöllur Evrópu og í topp 20 bestu golfvalla skv. vefsíðu Top 100 Golf Courses

Lissabon

Quinta Da Marinha

Flott 5 stjörnu golfsvæði í bænum Cascais sem er 1/2 klst akstursfjarlægð frá Lissabon. Glæsilegt hótel og góður 18 holu golfvöllur sem hefur haldið ýmis atvinnumannamót. Stutt í strönd og iðandi mannlíf.

Lissabon

Praia Del Rey

Glæsileg golfferð á eitt glæsilegasta golfsvæði Evrópu, Praia Del Rey sem er staðsett í 1 klst fjarlægð fyrir norðan Lissabon, höfuðborg Portúgals. Gist verður á hinu frábæra 5* hóteli Marriott Praia Del Rey og spilað á tveimur völlum, Praia Del Rey og West Cliffs. Báðir vellirnir eru á lista topp 10 golfvalla Portúgals skv. topp 100 Golfcourses. West Cliffs vermir 2. sætið á meðan Praia Del Rey er í 9. sæti. Að auki er West Cliffs í 16. sæti og Praia Del Rey í 48. sæti yfir bestu golfvelli Evrópu samkvæmt sömu vefsíðu.

Alicante Golf

Sértilboð vor 2020

Nýtt! Úrval Útsýn hefur tekið aftur í sölu Alicante Golf. Bjóðum við sérkjör á völdum dagsetningum á þessum frábæra og sívinsæla golfvelli. Alicante Golf er þægilega staðsett, aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvellinum, 15 mínútum frá miðbæ Alicante og 10 mínútum frá bænum San Juan. Stutt í verslun og ströndina.

Byrjendakennsla

á Alicante Golf

Frábært tækifæri fyrir byrjendur í golfi öll umgjörð s.s.gisting fararstjórn kennsla og þjónusta. Ef þú hefur verið að hugsa um að byrja í golfi þá er tækifærið núna að byrja og koma svo ferskur inn í golfsumarið okkar. Kennt verður á Alicante Golf þar sem er 18.holu völlur og mjög gott æfinarsvæði. Frábært hótel þar sem stutt er í alla þjónustu, val um morgunmat eða hálft fæði.

Golf Las Américas

Tenerife

Nýtt hjá Úrval Útsýn við bjóðum upp á nýjan pakka gisting á Gara Suites 4 stjörnu íbúðahóteli og 3 golfhringir á Las Americas golfvöllinum. Hótelið er staðsett alveg við Las Americas golfvöllinn. Umhverfið er notalegt, tvær sundlaugar í garðinum ásamt lítilli grunnlaug fyrir börnin, skemmtidagskrá og krakkaklúbbur.

Meloneras Golf

Kanarí

Vetrargolfferðir til Kanarí. Spilað á hinum skemmtilega Meloneras Golf, völlur sem hentar öllum kylfingum. Val um tvær Lopesan gistingar.

Salobre Hotel Resort & Serenity

Gran Canaria

Gran Canaria er tilvalinn áfangastaður fyrir kylfinga! Frábært loftslag þar sem gott er að spila golf alla daga ársins. Gist er á Sheraton Salobre - Golf Resort flott 5 stjörnu hótel staðsett sunnarlega á Kanarí. Umhverfið er hið glæsilegasta en tveir 18 holu golfvellir eru á svæðinu og er útsýni annað hvort upp til fjalla eða til sjávar.

Lissabon

Palacio Estoril

Frábær golfferð þar sem gist er á hinu glæsilega 5* hóteli, Palacio Estoril. Hótelið er frábærlega staðsett við Atlantshafið og í hjarta Estoril.

Golfskóli

Alicante Golf

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvöllur

Alicante Golf

Allt árið

Nýtt! Úrval Útsýn hefur tekið aftur í sölu Alicante Golf. Bjóðum við sérkjör á fjölbreyttum dagsetingu á þessum frábæra og sívinsæla golfvelli.

El Plantio Golf Resort

Allt árið

El Plantio er okkar vinsælasti golfstaður. Frá hótelinu er aðeins um 5 mínútna akstur á Alicante flugvöllinn og 10 mínútna akstur í miðbæ Alicante.

Golfskóli

El Plantio

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvellir.

Úrvalsgolfarar 60+

Alicante Golf

Nýtt! Úrval Útsýn hefur tekið aftur í sölu Alicante Golf. Bjóðum við sérkjör fyrir Úrvalsgolfara 60+ á þessum frábæra og sívinsæla golfvelli. Alicante Golf er þægilega staðsett, aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvellinum, 15 mínútum frá miðbæ Alicante og 10 mínútum frá bænum San Juan. Stutt í verslun og ströndina.

El Plantio

Sértilboð vor 2020

Úrval Útsýn kynnir sértilboð á golfferðum til El Plantio á Alicante vorið 2020. Innifalið er ótakmarkað golf með golfbíl alla spiladaga, val um morgunverð eða hálft fæði, fararstjórn og akstur til og frá hóteli.

El Plantio

Páskar 2020

Velkomin í ellefu daga páskagolf. Milt loftslag, stutt í iðandi borgarlíf, gott hótel og páskafrídagarnir nýtast til fulls. El Plantio er okkar vinsælasti golfstaður og er góður valkostur fyrir kylfinga á öllum stigum.

Dubai

Golfferðir

Frábær golfferð til Dubai um páskana eða dagana 8. til 19. apríl 2020.   Spilaðir verða alls 8 golfhringir á 7 golfvöllum þar af einu sinni kvöldgolf, gist á Stella Di Mare Marina, flottu 5* hóteli við höfnina í Dubai auk þess að farið verður á frídögum í Burj Khalifa turninn, eyðimerkursafarí og kvöldsiglingu á Dhow ánni þar sem kvöldmatur er innifalinn.

Alicante Golf

Kvennaferð 2020

Dagana 7. - 14 maí verður glæsileg kvennaferð til Alicante golf en það golfsvæði er ný viðbót hjá Úrval Útsýn. Ekki láta þig vanta í þessa skemmtilegu ferð þar sem gleði og gaman í góðum félagsskap verður í hávegum höfð auk þess að hafa smávegis keppni inn á milli gleðinnar.