Canaveralhöfði (Flórída), Nassau, (Bahamas), Falmouth, (Jamaica), Labadee, (Haiti), CocoCay, (Bahamas), Canaveralhöfði, (Flórída)
Áhugaverð, skemmtileg og fræðandi sigling á vit margra perla Mið-Ameríku og Karíbahafs, staða sem alla jafnan eru utan alfaraleiða, um borð í lúxusskipi. Auk fjögurra spennandi áfangastaða gefst góður tími til að njóta aðbúnaðar, veislufanga og þjónustu um borð þar sem hver hefur sína hentisemi og blanda geði í góðum hópi
Ferðatilhögun
Verð og dagsetningar
Innifalið í verði:
Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á Orlando Mall ★★★★ með morgunverði, fullt fæði um borð á skipi, akstur til og frá flugvelli, þjórfé á skipi, skattar og hafnargjöld, íslensk fararstjórn, og sjö nætur um borð í skipi.
Ekki innifalið í verði:
Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, Drykkir um borð, Skoðunarferðir í landi, eða Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu.
Sæki verð...
Athugið
- Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur Úrval Útsýn sér rétt að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri/skipafélag áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.