Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir ferðalangar geta skotist í beinu flugi í helgarferð til ítölsku borgarinnar Verona, borgar lista og rómantíkur, og eytt þar nokkrum dögum að vild. Við bjóðum slíka skotferð dagana 6.-9. mars þegar Vetur konungur er að hverfa á braut og vorsólin farin að sýna sig. Þó getur brugðið til beggja vona í togstreitu árstíðanna. Veðrið ættu þó engu að breyta í heimsókn til þessarar vinalegu borgar sem er þriðja stærsta borg Norður-Ítalíu á jaðri Pó-sléttunnar, rétt austan við Gardavatnið með hin tignarlegu Dólolmítafjöll í norðri.
Sæki dagsetningar...

Nánar um Verona

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 3–4 stjörnu gistingu með morgunverði, og íslensk fararstjórn.
Sæki verð...