Flogið verður út með flugfélaginu Neos þann 28. mars frá Keflavík kl. 09:00 og lent í Alicante kl. 14:30 Í ferðinni verður spilað golf 6 daga ferðarinnar. Á El Plantio golfvellinum er golfbíll innifalinn. Flogið verður heim frá Alicante flugvelli þann 11. apríl kl. 15:30 og lent í Keflavík kl. 19:20. El Plantio er vinsæll golfstaður og einstaklega gott golfsvæði með frábærri hótel- og golfaðstöðu auk þess að vera steinsnar frá Alicante flugvelli og Alicante borg.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á El Platio Golf Resort 4★ með morgunverði, og golf og golfbíll í 6 daga.
    Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, eða akstur til og frá flugvelli (valkvæður).

    Ferðalýsing

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.