Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, afnot af golfbíll 18 holur hvern golfdag (golfbíll fyrir seinni hring kostar 10 evrur), rástímar eru yfirleitt á milli 9:00 – 11:00, og ótakmarkað golf spilaða golfdaga í hverri ferð.
Ekki innifalið í verði:
Auka golfdagar.
Ferðalýsing
Flogið verður út með Neos þann 05. september frá Keflavík kl. 09:00 og lent í Alicante kl. 15:40 þar sem rúta tekur á móti hópnum og ekur í tíu mínútur á El Plantio íbúðahótelið. Í boði verður að vera í eina viku eða tvær vikur í ferðinni. Í viku ferðinni verður spilað golf fimm daga ferðarinnar og í tveggja vikna ferðinni verður spilað golf átta daga ferðarinnar. Þá daga sem er spilað golf er ótakmarkað golf innifalið á á El Plantio golfvellinum þar sem golfbíll fylgir hverri bókun. Heiður fararstjóri mun sjá um hópinn og leggur áherslu á að allir njóti sín í ferðinni. Flogið verður heim frá Alicante flugvelli kl. 13:40 og lent í Keflavík kl. 16:20.
El Plantio Golf Resort
El Plantio Golf Resort er vinsælt 4 stjörnu golfhótel staðsett í um 10-15 mínútna fjarlægð frá Alicante flugvelli og stutt í miðborg Alicante. Íbúðirnar eru vel búnar með tveimur svefnherbergjum, sólbaðsaðstöðu og fínum veitingastað sem býður upp á úrval miðjarðarhafsrétta.
Íbúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum og eru 104 fermetrar útbúnar öllu því helsta. Þar má finna eldhús, baðherbergi, hárþurrku, stofu, borðstofu, loftkælingu, sjónvarp, þvottavél og þurrkara. Svalir eða verönd fylgja hverri íbúð. Annað svefnherbergið er með hjónarúmi, hitt er með tveimur rúmum.
Allar íbúðir eru búnar tveimur plasma sjónvörpum, hitastýrikerfi, öryggishólfi, baðherbergi, stofu, borðstofu, góðum svölum eða verönd, fullbúnu eldhúsi og þvottahúsi með þvottavél og þurrkara. Íbúðirnar eru um 500 metra frá klúbbhúsinu.
El Plantio
El Plantio er vinsæll golfstaður og einstaklega gott golfsvæði með frábærri hótel- og golfaðstöðu auk þess að vera steinsnar frá Alicante flugvelli og Alicante borg. Ótakmarkað golf og golfbíll fyrstu 18 holur hvers spiladags.
Á El Plantio Golf Resort eru 27 holur. 18 holu championship skógarvöllur sem er skemmtileg áskorun fyrir kylfinga af öllum getustigum en völlurinn, þar sem vatn kemur til sögu á 6 brautum spilast 6010 metrar af gulum teigum og 5350 metrar af rauðum teigum.
Hinn völlurinn er skemmtilegur 9 holu æfingavöllur sem samanstendur af fjölbreyttum par 3 holum þar sem vatn kemur við sögu á þrem þeirra. Frábær völlur fyrir kylfinga sem eru að taka sín fystu skref og þeim sem vilja æfa járna höggin sem og stutta spilið.
Athugið að seinni hringur er pantaður eftir fyrri hring dagsins og er háður umferð vallarins. Hafðu samband við golf@uu.is varðandi óskir um rástíma eða áhuga fleiri hringjum.
Alicante borgin
Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni og iðar af mannlífi ásamt því að vera gullfalleg gömul spænsk borg með heillandi miðbæ. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast vel í þeim fjölda framúrskarandi veitingastaða sem eru á svæðinu.
Í Alicante er að finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Strendur Alicante eru fallegar og þar er mannlífið litríkt. Næturlíf borgarinnar er svo alþekkt og geta skemmtanaþyrstir ferðalangar valið á milli fjölda bara og næturklúbba sem er aðeins í 10 mínútna fjarlægð frá El Plantio.
Veitingastaður
Í klúbbhúsinu á El Plantio er í boði að fá sér salöt, samlokur, hamborgara og pizzur ásamt öðrum réttum. Á hótelinu er svo góður veitingastaður með fjölbreyttum matseðli. Annars er miðborg Alicante í 10 til 15 mínútna fjarlægð frá El Plantio með fjöldan af frábærum veitingastöðum.
Athugið
Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.