Gaman saman í septembersólinni á Benidorm. Komdu með í skemmtilega hópferð þar sem við ætlum að njóta alls þess besta sem Benidormsvæðið hefur upp á að bjóða. Septembersólin yljar okkar, sjórinn heitur að busla í, gönguferðir undir pálmatrjám, morgunleikfimi eftir getu hvers og eins, skoðunarferðir um fallega bæi í nágrenninu, líflegir markaðir, “happy hour” með skemmtilegheitum, spænskunámskeið, minigolf og bragðgóðar matarupplifanir í frábærum félagsskap.
Verð og dagsetningar
Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?
Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is
Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, aðgangur að heilsu- & líkamsrækt, aðgangur að Spa, sérsniðin dagskrá fyrir hópinn, hálft fæði og drykkir með kvöldverði, og akstur fram og tilbaka.
Ekki innifalið í verði:
Skoðunarferðir.
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.