Komdu með í sólina til Tenerife og upplifðu náttúrufegurðinnar. Þar njótum við samvista við jafnaldra, vini og kunningja í yndislegu loftslagi á Tenerife. Lóló heldur úti mjög fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá, leikfimi, göngutúrum ásamt mörgum skemmtilegum uppákomum á meðan á dvöl stendur. Farþegar snúa heim endurnærðir eftir skemmtilega dvöl í góðum félagsskap. Það koma allir brosandi og fullir af jákvæðri orku úr þessum ferðum og sterk vinabönd myndast eftir samveruna enda margir sem endurtaka á ári hverju. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins á Tenerife.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 14 nætur á 4 stjörnu gistingu með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, og dagskrá sérsniðin fyrir hópinn.
  Ekki innifalið í verði: Bókun sæta, eða skoðunarferðir.

  Hotel La Siesta | Úrvalsfólk ★★★★

  Tenerife

  Athugið

  • Staðfestingargjald er 40.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.