Ævintýraferð á vit magnaðra söguslóða, litríkrar menningar og skínandi sólar í konungsríkinu Jórdaníu þar sem stórveldi hafa risið og hnigið í árþúsundir. Jórdanir lúta nú konungsstjórn og þar ríkir friður og stöðugleiki. Jórdanir eru elskulegt fólk sem búa í ægifögru landi þar sem ríkir skilningur milli Islam og Kristni. Landið býður upp á stórkostlega matarmenningu og háþróaða innviði í ferðaþjónustu. Ekki er að ósekju sem landið hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður Mið-Austurlanda. Skelltu þér í spor Arabíu-Lawrence og komdu með í sannkallaða ævintýrareisu með sérfróðum íslenskum fararstjóra, Kristjáni Steinsson.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 4 nætur á Amman Grand Hyatt 5★ með morgunverði, 1 nótt á Rum Oasis Luxury Camp, eyðimerkurtjöld 3★ með morgunverði, 2 nætur á Hayat Zaman Hotel and Resort, standard herbergi 4★ með morgunverði, 2 nætur á Al Manara Luxury Collection, Superior herbergi 5★ með morgunverði, 3 nætur á Crown Plaza Jordan - Dead Sea Resort & Spa, standard herbergi 5★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, allur akstur og skoðunarferðir, vegabréfsáritun til Jórdaníu, 1 vatnsflaska á mann á hverjum degi, aðgangur að Wadi Rum á fjórhjóli í 3 klukkutíma, og aðgangur að Petra ásamt hestaferð. Ath. þeir sem vilja fara á hestbak þurfa að greiða þjórfé til þeirra sem sjá um hestana. Passa upp á að hafa smáa seðla/klink fyrir þjórfé..
    Ekki innifalið í verði: Matur og drykkir - annað en morgunverður, eða þjórfé.

    Dagskrá

    Gistingar í ferð

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Úrval Útsýn áskilur sér rétt til að fella niður ferðina náist lágmarksþátttaka ekki.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri/skipafélag áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Mælt er með að fólk hafi samband við Ferdavernd.is eða sína heilsugæslu til að fá nýjustu upplýsingar um þær bólusetninar sem ráðlagt er að hafa.