Njóttu lífsins við Comovatn. Einstök upplifun við eitt fallegasta vatn í heimi. Comovatn hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna síðan á dögum Rómaveldis. Blátt vatnið og skógivaxnar hlíðar við vatnið heilla alla sem þangað koma.
Verð og dagsetningar
Sæki verð...
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 4 nætur á Grand Hotel Cadenabbia 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, rúta frá Mílanó flugvelli til Cadenabbia með móttökuþjónustu á flugvelli, skoðunarferð um Como með íslenskum og innlendum fararstjóra - heilsdagsferð, hálfsdags skoðunarferð til Bellagio með bát fram og tilbaka ásamt íslenskum og innlendum fararstjóra, rúta á flugvöllinn við brottför, og gisting í standard herbergjum.
Ekki innifalið í verði:
Valfrjálst: Þriggja tíma skoðunarferð um Milanó með leiðsögumanni — Verð: 11.900 kr, city tax - greiðist beint á hótel, eða þjórfé.
Dagskrá
Grand Hotel Cadenabbia ★★★★
Athugið
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.