Tallinn í Eistlandi er af mörgum talin best varðveitta miðaldaborg Norður-Evrópu og því ekki að ósekju að gamli borgarhlutinn sé undir verdarvæng UNESCO.  Enda þótt íbúar borgarinnar telji aðeins fleiri íbúa en íslenska þjóðin er Tallinn samþjöppuð og auðvelt að fara á fæti milli merkisstaða sem flestir eru í eða í námunda við gömlu borgarmiðjuna.  Tallinn er græn borg með fjölmörgum görðum og grænum svæðum og 2 km langri sandströnd. Tengsl Íslendinga og Tallinn-borgar eru gömul því  Njáls-Saga nefnir á einum stað borgina Rafala sem er eitt margra gamalla nafna borgarinnar. Heimsókn okkar ber að á mótum vors og sumars. Búast má við meðalhita yfir daginn tæpar 10 gráður en á nóttunni gæti hitinn fari niður að frostmarki. Við bjóðum til páskaveislu í Tallinn!

Ferðalýsing

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 4 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, ferjusigling milli Helsinki og Tallinn (breyting á verði og tímasetningum ferðar gæti breyst smávægilega), enskumælandi móttaka í Helsinki, rútuferðir fram og til baka flugvallar og ferju í Helsinki, og rútuferðir milli ferjulægis og hótela í Tallinn.
Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn.

Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@urvalutsyn.is

Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.