Er ekki afbragð að njóta jóla á Íslandi og fljúga svo suður í exótísk ævintýri Taílands á 4. degi jóla og njóta áramóta og fyrstu daga nýs árs í Hua HIn og Bangkok. Í þessari ferð gefst ferðalöngum tækifæri til kynnast ólíkum hliðum þessa framandi áfangastaðar. Ferðin hefst í hinum ljúfa og seiðandi strandbæ Hua hin þar sem dvalið er í 8 nætur í vellystingum á völdum hótelum. Eftir djúpa hvíld og stefnumót við stórkostlegan mat og fagra náttúru við Taílandsflóa er haldið til Bangkok. Þar mæta ferðalöngum ólík og ný ævintýri í höfuðborg Taílands
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, gisting í tvíbýli með morgunmat í tilgreindum hótelum, allur akstur á milli flugvalla og gististaða eins og tilgreint er í ferðalýsingunni hér að framan, skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt framangreindu, og þjónusta innlendra leiðsögumanna.
    Ekki innifalið í verði: Ekki "late/early check-in/out" - Innritun kl. 15:00. Útskráning 11:00, Ekki þjórfé persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega hér að framan, eða kostnaður við vegabréfsáritun, ferðaskilríki og afgreiðslu á landamærum.

    Ferðalýsing

    Gistingar í boði

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Flogið með Icelandair til Oslo kl. 07:50 að morgni og lent á hádegi. Fllogið áfram með Emirates frá Osló 14:10 og lent í Bangkok á hádegi næsta dag eftir stutta millilendingu í Dúbaí.
    • Heimflug frá Bangkok uppúr miðnætti og lent á Íslandi kl. 15:05 eftir millilendingu í Dúbaí og Osló.