Stórfróðleg, heillandi og skemmtileg ferð til Suður-Ítalíu. Í fyrri hluta ferðarinnar verður farið um draumaslóðir sunnan við Napólí: Sorrento, Amalfi, Napolíborg og Pompeii. Í síðari hlutanum verður farið þvert yfir Ítalíuskagann á ókunnar en heillandi slóðir nálægt ströndum Adríahafsins sem sumir segja að sé ítalskari en allir aðrir hlutar landsins.
  Sæki dagsetningar...

  Ferðalýsing

  Ferðatilhögun

  Verð og dagsetningar

  Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 6 nætur á 3–4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, sjö kvöldverðir á hótelum án drykkja, drykkur við komu á hótel, loftkældar rútur alla ferðina, heyrnartól, enskumælandi staðarleiðsögumenn, líkjörssmakk á degi tvö, aðgangur að Pompeii á degi þrjú, tveggja klst. göngutúr um hellahverfið í Matera á degi fjögur, og Ólívuolíu smakk á degi fimm.
  Ekki innifalið í verði: Hádegisverður, þjórfé, ferðatryggingar, aðgangseyrir að öðrum stöðum en fram kemur, gistiskattur: 2 evrur á mann á nótt á Hotel Punta Cantanella Resort, eða gistiskattur: 3,5 evrur á mann á nótt á Park Hotel Sant'Elia.
  Sæki verð...

  Athugið

  • Vegabréf þurfa að hafa gildistíma fram yfir 6 mánuði áætlaðs heimafarardags.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
  • Ítölsk yfirvöld gera kröfu um að erlendir ferðamenn í hópferðum sendi hótelum númer vegabréfs fyrir brottför. Vinsamlegast gefið sölufólki okkar upp númerin við bókun.
  • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Reiknað er mað að þátttakendur geti tekið þátt í léttum gönguferðum. Vekjum athygli á að gönguferð í Matera er fremur erfið og hentar ekki þeim sem erfitt eiga um gang.
  • Minnum á ferðaskilmála Úrvals-Útsýnar (sjá uu.is).