Napolí – Amalfi – Pompeii – Matera – Flórens Suður-Ítalíu

  Stórfróðleg, heillandi og skemmtileg ferð til Suður-Ítalíu. Í fyrri hluta ferðarinnar verður farið um draumaslóðir sunnan við Napólí: Sorrento, Amalfi , Napolíborg og Pompeii. Í síðari hlutanum verður farið þvert yfir Ítalíuskagann á ókunnar en heillandi slóðir nálægt ströndum Adríahafsins sem sumir segja að sé ítalskari en allir aðrir hlutar landsins. Hér eru færri túristar og hingað sækja innfæddir en þessi hæll stígvélalagða Ítalíuskagans er óðum að opnast fyrir erlendum ferðalöngum. Hér munum við m.a. heimsækja hina mögnuðu hellaborg Matera sem er einstök á heimsvísu, kynnast Lecce – oft kölluð Flórensborg Suður-Ítalíu -, fara á vit fallegra og  öðruvísi bæja, borga og bygginga og heyra ótrúlegar sögur úr fortíð og nútið. Semsé, spánnýr ferðakokteill um Suður-Ítalíu sem bragð er að.

  Sæki dagsetningar...

  Ferðalýsing

  Verð og dagsetningar

  Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, morgunmatur, sjö kvöldverðir á hótelum án drykkja, drykkur við komu á hótel, loftkældar rútur alla ferðina, heyrnartól, enskumælandi staðarleiðsögumenn, líkjörssmakk á degi tvö, aðgangur að Pompeii á degi þrjú, tveggja klst. göngutúr um hellahverfið í Matera á degi fjögur, og Ólívuolíu smakk á degi fimm.
  Ekki innifalið í verði: Hádegisverður, þjórfé, ferðatryggingar, aðgangseyrir að öðrum stöðum en fram kemur , gistiskattur: 2 evrur á mann á nótt á Hotel Punta Cantanella Resort, eða gistiskattur: 3,5 evrur á mann á nótt á Park Hotel Sant'Elia.
  Sæki verð...