Þetta er ferð fyrir metnaðarfulla ferðalanga sem vilja kafa dýpra og kynnast meiru en þeirri dásemd sem bíður allra á ströndum Balí. Í þessari ferð verður menningin krufin, komist í góða snertingu við mannlífi og fólkið í landinu og hinni iðagrænu og fallegu náttúru leyft að umlykja sig. Frábær hótel, tálgað ferðaplan, fróðir leiðsögumenn og íslensk fararstjórn er góður grunnur að fullkominni ferð. Dvalið er 3 nætur í upphafi ferðarinnar í strandbænum Sanúr, síðan taka við 6 nætur í fjallabænum Úbúd og að lokum aðrar 3 nætur við ströndina en á á vesturströndinni í Seminyak.
Innifalið í verði:
Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 13 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, og allur akstur á milli gististaða,flughafn o.sv.fr. Skoðunarferðir og aðgangseyrir innifalinn samkvæmt dagskrá; einn kvöldverður og 5 hádegisverðir Gisting í tvíbýli með morgunmat á framangreindum hótelum eða sambærilegum. Leiðsögn heimamanna þar sem þörf er á..
Ekki innifalið í verði:
Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, þjórfé eða persónuleg útgjöld og annað sem ekki er nefnt sérstaklega í ferðalýsingu.
Ferðalýsing
Á Balí má kynnast dularfullri og seiðandi menningu eyjarskeggja, sjá dans barongskrímslanna, hlusta á bambus-sílófóna, láta dáleiðast af þokkafullum fingrum og stjörfum augum legong-dansaranna eða færa hindúaguðinum Visnú fórnir.
Náttúrufegurð Balí er stórkostleg, þar skiptast á tignarleg fjöll og grösugir dalir, beljandi ár og sindrandi lækir, kraumandi eldstöðvar og tær fjallavötn, hvítar strendur og háir sjávarhamrar. Landslagið er því að nokkru leyti kunnuglegt Íslendingum en veðrið og menning íbúanna af framandi toga. Í þessu fagra umhverfi er margt hægt að gera sér til skemmtunar og dægradvalar.
Á Balí má stunda margs konar æsandi útiveru með leiðsögn fagmanna svo sem köfun, brimbrettabrun, fjallaklifur, fljótasiglingar, kajakadól, skútusiglingar, hjólreiðar, stórfiskaveiðar og margt margt fleira.
Við komu til Balí er ekið til strandbæjarins Seminyak við vesturströnd Badungtanga og á þeim dögum er suðurhluti Balí skoðaður auk þess sem bærinn sjálfur og nágrenni er kannað.
Eftir langt flug þar sem farið er austur um átta tímabelti og suður fyrir miðbaug er líka nauðsynlegt að eiga rólega daga og venjast ólíku loftslagi og fá tækifæri til að setja sig inn í þann framandi heim sem bíður ferðalanga á Balí og byrjar ferðin því rólega.
Eftir góða daga við ströndina er haldið til fjalla þar sem dvalið er í hinum mistíska og framandi Úbúdbæ sem hefur mest aðdráttarafl allra staða á Balí fyrir þá sem vilja kynnast sérstæðri menningu, listum og trúarsiðum íbúa Balí. Frá Úbúd er stutt til flestra fegurstu og forvitnilegustu staða á Balí og verður farið í dagsferðir þaðan auk þess sem gengið verður um bæinn með leiðsögumanninum og nágrennið kannað á varfærin og náin hátt.
Það er einhver útópískur hljómur í Úbúd sem fer ekki fram hjá neinum. Bærinn hefur verið þekktur sem miðja handverks og lista í gegnum tíðina og sl. áratugi hefur sú menning eflst með komu erlendra listamanna. Úbúd er víðfeðmur bær sem liggur um hæðir og dali Giyaniar konungsdæmisins. Kjarninn er við gamla markaðinn og konungshöllina þar sem stiginn er barong dans á hverju kvöldi og gammalan tónlist hljómar. Hvergi á Balí er eins auðvelt að nálgast og kynnast arfleifð og menningu eyjarskeggja en í Úbúd. Einstakt handverk jafnt í gömlum tréskurði, silfurverki og steinhöggi sem nútímalegum málverkum og skúlptúr. Þarna eru reyktir blúsbarir og djassbúllur, hippaleg kaffihús í bland við smarta veitingastaði og glæsilega vínbari. Allt er bútík og flott. Það er einhver hönnun og stæll á öllu þarna þó svo að allt sé svo gamalt og rótgróið.
Frá fjöllum Úbúd er svo haldið austur í hin fornfrægu konungsdæmi Karangasem og Klungkung en áður en hollendingar lögðu Balí undir var Balí skipt upp í átta konungsdæmi og enn gætir mikilla áhrifa þeirra t.d. eru konungsfjölskyldurnar enn með völd í trúarlegum efnum og búa í sínum höllum sem nefnast Puri. Hið forna dómshúsið Kerta Gosa í Klungkung verður skoðað með sínum einstæðu málverkum sem eru í svokölluðum wayang stíl og öll eru verkin stef við trúarhefð heimamanna.
Frumbyggjar Balí nefnast Balí Aga og búa þeir í einangruðum þorpum og halda sínum venjum og hefðum óbreyttum frá fornri tíð. Við heimsækjum þorpið Tenganan þar sem okkur gefst kostur á að kynnast menningu þeirra sem er að flestu leiti ólík því sem annarsstaðar finnst á eyjunni.
Á leið frá Candidasa og aftur til stranda Seminyak þegar þrír dagar eru eftir á Balí verður komið við í Goa Lawah hofinu, sem er hellir þar sem þúsundir leðurblakna halda til og hanga yfir fornu musteri.
Á síðustu dögunum á Balí verður dvalið í vellystingum í Seminyak sem er sá strandbær sem býður uppá mest úrval og hæstu gæði í veitingum og allri þjónustu á gjörvallri eyjunni. Þarna gefst leiðangursfólki tækifæri til að hvílast vel og melta þær mögnuðu upplifanir og dásamlegu staði sem borið hafa fyrir augu þeim þeim 10 dögum sem liðnir eru á Balí. Fjöldi valfrjálsra ferða í boði fyrir þá sem enn þyrstir í ævintýri og upplifanir.
Flugleiðin til Balí
Það er ekki stutt leiðin frá okkar norrænu eyju suður til hinnar suðrænu eyju nánast hinum megin á hnettinum. Því höfum við valið sérlega þægileg flug með Emirates og Icelandair. Einn flugmiði alla leið sem gefur fólki möguleika á að innrita farangur alla leið frá Keflavík til Denpasar á Balí og um leið að hafa tengiflugin tryggð.
Hótelin á Balí
Dvalið verður á afbragðs hótelum á þremur stöðum á eyjunni:
Puri Sandrian
Á ströndum Sanúr verður gist á Puri Santrian hótelinu sem er eitt af elstu og traustustu hótelum í Sanúr og hefur verið uppáhald fjölda gesta sem snúa þangað aftur og aftur til að njóta strandarinnar og þeirra tengsla sem hótelið hefur við lista- og menningarlíf bæjarins. Sérlega vel staðsett með fjölda veitingastaða rétt við. Þarna er góð heilsulind, öndvegis veitingastaðir og barir.
Komaneka Rasa Sayang
Í fjallabænum Úbúd verður dvalið á Komaneka Rasa Sayang sem er einfaldlega best staðsetta hótelið í bænum á miðri Monkey Forest götunni umvafið veitingastöðum, verslunum, listagalleríum og allri mögulegri þjónustu.
Grand Mercure Seminyak
Gist verður á Grand Mercure hótelinu sem er skamman spöl frá ströndinni. Mercure hótelið hefur reynst okkur vel, er huggulegt, býður uppá góða þjónustu og er vel staðsett innan um fjölda veitingastaða og almennrar þjónustu.
Hafðu samband við asiuferdir@uu.is og við sendum nánari upplýsingar um ferðina.
Athugið
Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
Dagskrá getur breyst t.d. af völdum veðurs, ófyrirsjáanlegra aðstæðna/góðra hugmynda. Gætið að sóttvörnum, gildistíma vegabréfs og tryggingum tímanlega.