Komdu með í ævintýralega siglingu um Vestur Karíbahaf þar sem stoppað verður á slóðum Maya á Cozumel eyjunni og við fagrar strendur Mexíkó áður en endað verður í Hondúras! Siglt verður í sjö daga á skemmtiferðaskipinu Mardi Gras og stoppað á þremur stöðum. Gist verður í eina nótt fyrir siglingu og tvær nætur eftir siglingu í Orlando. Fararstjóri í ferðinni er séra Hjálmar Jónsson.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, 7 nátta sigling á Mardi Gras skipinu, fullt fæði og drykkjarpakki um borð á skipi (áfengir og óáfengir drykkir sem kosta undir 20 usd og eru framreiddir í glösum, ekki bjórflöskur eða vínflöskur), þjórfé á skipi, skattar og hafnargjöld, 25% afsláttur af áfengi, kokteilum og vínglösum sem kosta meira en 20 usd stykkið, 25% afsláttur af vínflöskum og kampavíni í flöskum, og 25% afsláttur af öllum námskeiðum svo sem bjórsmökkun, vínsmökkun og fleira.
    Ekki innifalið í verði: Skoðunarferðir í landi, máltíðir á veitingastöðum sem sér rekstraraðilar reka um borð í skipinu, áfengir drykkir sem kosta meira en 20 usd per glas, vatnsflöskur sem eru stærri en 0,5 l flöskurnar sem fylgja í drykkjarpakka, námskeið um borð, eða vín eða kampavín í flöskum.

    Ferðalýsing

    Dagskrá

    Mardi Gras Carnival Cruises ★★★★★

    Athugið

    • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.