Þessi gönguferð um fallegustu héruð Austurríkis er einstök upplifun fyrir alla göngugarpa. Árið 1997 rataði svæðið “Hallstatt - Dachstein / Salzkammergut” á heimsminjaskrá UNESCO.
Sæki dagsetningar...

Verð og dagsetningar

Sæki verð...
Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á 3 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, sex göngudagar með leiðsögumanni, aðgangur að keisarahöllinni, flutningur á farangri á milli staða, og aðgangsmiðar í lestarferð og ferjur (sjá ferðalýsingu).

Ferðalýsing

Dagskrá

Athugið

  • Með greiðslu staðfestingagjalds staðfestir þú að hafa lesið þennan texta og fallist á að hlíta ákvæðum hans í hvívetna.
  • Hreyfiferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
  • Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð.
  • Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.
  • Ábyrgð á þátttöku í ferðunum liggur hjá þátttakendum. Ferðirnar eru lokaðar börnum undir 16 ára aldri en 16-17 ára þátttakendur verða að vera í fylgd með foreldri eða forráðamanni.
  • Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi og þau smátæki og tól sem vilji er til. Sérstaklega skal minna á góðan skóbúnað.
  • Engin endurgreiðsla ferðakostanaðar kemur til ef víkja þarf frá skipulagðri dagskrá og leiðum af öryggisástæðum (t.d. vegna veðurlags eða þess að hópurinn hefur ekki getu til að fylgja skipulagðri áætlun).
  • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur Úrval Útsýn sér rétt að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.