Róm, borg sem lifir að eilífu. Með sinni gómsætu matarhefð, menningu og stórkostlegu list. Borgin er bæði falleg og spennandi, enda er andrúmsloftið ólíkt öðrum borgum, svo afslappað en á sama tíma lifandi. Flestir hafa lesið um borgina en enginn hefur raunverulega kynnst henni fyrr en að hafa gengið um fornar götur og anda að sér ilmi liðinna alda.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið í verði:
Akstur til og frá flugvelli, valkvætt, eða Ferðamannaskattur í Róm, greiðist beint á hótel.
Róm
Höfuðborg Heimsins
Auðvelt er að komast milli staða gangandi og stutt í allt það helsta sem borgin hefur uppá að bjóða. Róm er hvað þekktust fyrir Rómartorgið, Kólósseum, Péturskirkjuna, Vatíkanið, Sixtínsku kapelluna sem státar af glæsilegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Navónutorg og Panþeon.
Ekki gleyma að kasta peningi í Trevi gosbrunninn – ef þú kastar mynt með hægri hendi yfir vinstri öxl, þá er það ‘loforð’ um að þú munir snúa aftur til borgarinnar. Á hverju kvöldi er peningunum safnað saman og gefið til góðgerðamála.
Verslun
Að versla í Róm er einstakt og státa Ítalir sig af því að vera framalega í hönnun og tísku. Auðvelt er að versla vörur eftir heimsfræga hönnuði bæði í sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á flóamarkaðinum Porta Portese. Á aðalgötunni Via del Corso er hægt að finna fjölbreyttar verslanir, sem og á Via Cola di Rienzo. Þar eru svipaðar verslanir og á Via del Corso, en hún er vinsælli meðal heimamanna því þar eru færri ferðamenn á ferli.
Veitingastaðir
Mikið úrval veitingastaða er í Róm og því ætti enginn að verða svangur. Sunnan við Spænsku tröppurnar eru margir huggulegir veitingastaðir, sem og í litlum hliðargötum milli Via del Corso og torginu Piazza Navona. Flestir veitingastaðir bjóða upp á hefðbundna ítalska rétti, þ.e. pizzur, pasta, kjúkling og sjávarrétti.
Áhugaverðir staðir um Róm
Rómartorgið (Foro Romano), rústirnar af nokkrum mikilvægum ríkisbyggingum sem voru mikið notaðar á sínum tíma af rómverjum fyrir kosningar, réttarhöld og skylminga leika.
Kólósseum var upphaflega gjöf til Rómarbúa og var notuð í 100 daga leikunum, bardögum og í villidýra bardögum. Þegar árin fóru að líða var hætt að hugsa um staðinn og voru hlutar notaðir í að byggja upp aðra hluti en byggingin sjálf fengið að standa og er mikið aðdráttarafl ferðamanna.
Péturskirkjan er ein af stærstu kirkjum heims og var hönnuð af Michelangelo. Þar koma heimamenn saman til þess að bera páfann augum.
Vatíkanið er minnsta ríki í heimi þar sem að Páfinn hefur aðsetur.
Sixtínsku Kapelluna er hvað þekktust fyrir að vera kapella innan þeirra aðsetu sem Páfinn hefur og að vera hönnuð að innan á stórglæsilegan hátt.
Panþeon var hér áður fyrr rómverskt hof sem brann en ekki er vitað hvenær byggingin var endurbyggð. Hún er ein sú varðveittasta bygging sinna tíma.