Er hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta um einhverjar mögnuðustu ferðamannaslóðir Evrópu? Norður-Ítalía hefur allt í slíkt ferðalag! Hið gullfallega Gardavatn, hrikaleg og mögnuð Dólómítafjölllin, borg Romeós og Júlíu, Verona, eina flottustu dómkirkju álfunnar í Milanó og vínekrur og góðan mjöð. Rafhjólin gefa kost á að fara utan alfaraleiða um fallegar sveitir, lítil þorp og á vit skrautgarða og þjóðgarða í fremstu röð. Einfaldlega mögnuð blanda á fínum hjólatíma þegar þyngsti ferðamannastraumurinn er að baki, hitastigið örlítið farið að síga en Ítalía þó enn í sumarbúningi. Dvalið verður á góðu hóteli við Gardavatnið og skroppið í stuttar og lengri hjólaferðir þaðan. Í lok ferðar verður dvalið í Mílanó þar sem hver og einn gerir það sem hugurinn girnist.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 4 stjörnu gistingu, fararstjórn, hálft fæði í fimm nætur, morgunverður í tvær nætur, rútuferðir frá flugvelli í Mílano, frá Garda til Milanó og frá hóteli í Milano á flugvöll, rafmagnshjól í 4 daga, akstur með rútu í lok hjólatúra skv. ferðalýsingu, enskumælandi fararstjóri í hjólatúrum í 4 daga, íslensk fararstjórn, Vínsmökkun með snarli, Grill máltíð, Léttur hádegisverður (pasta og fagioli) í Verona., og Tortellini réttur og eitt vínglas. Aðgangur að Sigurtá garðinum..
Ekki innifalið í verði:
Ferðatryggingar, hjólahjálmur og hjólatöskur, ferðamannaskattur sem greiðist beint á hótel, eða annað sem ekki kemur fram í ferðaáætlun.
Ferðalýsing
FERÐALÝSING
Dagur 1 | 11. sept
Flug frá Keflavík til Mílanó með Icelandair til Milano kl 14:00-20:15. Á flugvellinum býður okkur rúta og flytur okkur á 4ra stjörnu hótelið Poiano við Garda vatn.
Dagur 2 | 12. sept.
Að loknum morgunverði hefjum við hjólaferðina. Fyrst liggur leið um gömul og falleg þorp við suður-strönd Gardavatns, s.s. strandbæina Lazise og Peschiera sem enn bera með sér arf frá yfirráðatíma Feneyinga. Þá liggur leiðin um unaðslegt landslag eftir hjólastígnum við Mincio ána til miðaldarþorpsins Borghetto þar sem m.a. er að finna hina fornu Visconteo brú sem byggð var fyrir tæpum 700 árum. Áfram hjólum við stutta leið til Valeggio sul Mincio þar sem boðið verður upp á gómsætan tortelini-pastadisk. Eftir matinn og stutta hvíld heldur ferðin áfram til Sigurta skrautgarðsins sem er ávallt talinn einn af fegurstu grasagörðum álfunnar. Um garðinn liggja ákaflega skemmtilegar hjólaleiðir, alls um 8 km. Skrautblóm og fallegar tjarnir í þessum Paradísargarði gera upplifunina ómótstæðilega. Við gefum okkur góðan tíma til að njóta og skoða en síðan flytur rútan okkur til baka á hótelið. Þar snæðum við kvöldverð (innifalinn).
Lengd: 35 km
Hæðarmunur: 200 m
Erfiðleikastig: Auðvelt
Verona
Dagur 3 | 13. sept.
Þennan dag hjólum við til hinnar fallegu Verona sem er elsta borg Norður-Ítalíu. Verona er yfirfull af menningardjásnum og listaverkum og var Shakespeare innblástur þegar hann skrifaði leikritið um forboðna ást Rómeós og Júlíu. Að sjálfsöðgu munum við heimsækja hið stórkostlega rómverska hringleikahús sem er eitt best varðveitta sinnar tegundar og enn vettvangur leikrita og tónleika (aðgansgeyrir ekki innfalinn). Þá höldum við í miðborgina og sláum um okkur á aðaltorginu, Piazza delle Erbe, sem er umkringt gömlum glæsibyggingum og minnismerkjum. Það er ekki að ósekju sem Verona er eins og hún leggur sig á heimsminjaskrá UNESCO. Eftir hjólatúrinn setjumst við að borðum og snæðum pasta & fagioli (pasta og baunir) og dreypum á vínum. Heimferðin verður með rútunni okkar þar sem við borðum kvöldmat (innifalinn).
Lengd: 38 km (með valfrjálsum 10 km útúrdúr)
Hæðarmunur: 170 m
Erfiðleikastig: Auðvelt til meðal-erfitt.
Gardavatn
Dagur 4 | 14. sept. Hjólaferð dagsins er upp í bakland Gardavatns á vit hæðótts landslags innan um tilkomumiklar vínekrur og blómlega olívurækt. Innan tíðar liggur leiðin inn á Valpolicella leiðina. Aflíðandi og þægileg leið liggur niður til þorpsins San Giorgio, sem er dæmigert smáþorp með litlu torgi og fornri kirkju frá 7. öld sem líklega hvílir á enn eldra hofi. Enginn má missa af heimsókn í nærliggjandi klaustur. Næsta stopp verður í vínkjallara þar sem við kynnumst framleiðslu hinna frægu vína Valpolicella og Amarone og auðvitað verður okkur boðið að dreypa á. Við hjólum síðan heim á leið og rafgmagnshjólin koma sér vel yfir hæðótta leiðina. Kvöldverður á hótelinu (innifalinn).
Lengd: 55 km
Hæðarmunur: 570 m
Erfiðleikastig: Meðal-erfitt til erfitt.
Dagur 5 | 15. sept.
Þennan dag kynnumst við betur landinu og byggðum umhverfis Garda vatnið. Hér eru m.a. glæsilegar vínekrur og ólívuakrar í allar áttir en einnig ósnortin gullfalleg náttúra. Á leiðinni til bæjarins Bardolo förum við í gegnum þorp þar sem er sem tíminn hafi staðið í stað öldum saman en þau leyna samt á sér. Við komuna til Bardoo stoppum við í Trattoria (lítill veingstaður/krá) og borðum hádegisverð. Bardolo var áður fyrr lítill fiskimannabær en er nú einn vinsælasti ferðamannastaðurinn við Gardavatnið og gestir fjölmenna á hið líflega og fallega miðbæjartorg. Dagsleiðinni lýkur að venju á hótelinu okkar þar sem býður okkar kvöldverður (innifalinn).
Lengd: 45 km
Hæðarmunur: 500 m
Erfiðleikastig: Meðal-erfitt
Dagur 6 | 16. sept.
Við kveðjum nú Garda-vatn, skilum hjólinu okkar og ökum aftur til Mílanó. Næstu tvær nætur verður dvalið á hótelinu Hotel Antares Concorde. Síðdegi og kvöld frjáls.
Gardavatn
Dagur 7 | 17. sept.
Frjáls dagur Mílanó. Ekki má sleppa heimsókn í hina mögnuðu dómkirkju borgarinnar, Duomo di Milano, eða verslunargötunum þar sem heimsins flottustu tískuhús liggja í röðum. Þá eru í borginni fjöldi góðra veitinga- og kaffihúsa, auk verslana af öllu tagi, gallería og flottra safna.
Dagur 8 | 18 sept.
Eftir morgunverð gefst góður tími til að skoða sig betur um í Mílanó en haldið verður út á flugvöll síðdegis. Flug Icelandair fer í loftið kl.21:15-23:30.
Dagur 2: Tortellini réttur og eitt vínglas. Aðgangur að Sigurtá garðinum.
Dagur 3: Léttur hádegisverður (pasta og fagioli) í Verona.
Dagur 4: Vínsmökkun með snarli.
Dagur 5: Grill-máltíð
NÁNAR UM HJÓLAFERÐIR
Það er ábyrgð þátttakenda að fylgja lögum og reglum á vegum og leiðum.
Í hjólaferðum er lögbundin skylda að vera ávallt með hjólahjálm.
Athugið að hvorki hjálmar né hjólatöskur eru innifaldar í verði hjólaferða.
Þátttakendur munu undirrita leigusaming um reiðhjól og bera ábyrgð á hjólunum skv. skilmálum hans.
Ef þátttakandi vill nota eigið rafmagnshjól í ferð okkar er það heimilt á hans/hennarábyrgð og með þvi skilyrði að hjólið ráði við skipulagða leið og hafi rafgeymi (batteri) sem ræður við 80-100 km dagleið.
Við mælum eindregið með mjög góðri og vandaðri ferðatryggingu. Tryggingin skal ná til eðlis þeirrar ferðar sem við á og þeirra tilvika sem upp kunna að koma og a.m.k innhalda ákvæði um ábyrgð gagnvart þriðja aðila, slysa og veikinda. Rétt er að benda þátttakendum á að þeir geta mögulega verið ábyrgir fyrir skemmdum ef slys verða.