Er hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta um einhverjar mögnuðustu ferðamannaslóðir Evrópu? Norður-Ítalía hefur allt í slíkt ferðalag! Hið gullfallega Gardavatn, hrikaleg og mögnuð Dólómítafjölllin, borg Romeós og Júlíu, Verona, eina flottustu dómkirkju álfunnar í Milanó og vínekrur og góðan mjöð. Rafhjólin gefa kost á að fara utan alfaraleiða um fallegar sveitir, lítil þorp og á vit skrautgarða og þjóðgarða í fremstu röð. Einfaldlega mögnuð blanda á fínum hjólatíma þegar þyngsti ferðamannastraumurinn er að baki, hitastigið örlítið farið að síga en Ítalía þó enn í sumarbúningi. Dvalið verður á góðu hóteli við Gardavatnið og skroppið í stuttar og lengri hjólaferðir þaðan. Í lok ferðar verður dvalið í Mílanó þar sem hver og einn gerir það sem hugurinn girnist.
Sæki dagsetningar...

Verð og dagsetningar

Sæki verð...
Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 4 stjörnu gistingu, fararstjórn, hálft fæði í fimm nætur, morgunverður í tvær nætur, rútuferðir frá flugvelli í Mílano, frá Garda til Milanó og frá hóteli í Milano á flugvöll, rafmagnshjól í 4 daga, akstur með rútu í lok hjólatúra skv. ferðalýsingu, enskumælandi fararstjóri í hjólatúrum í 4 daga, íslensk fararstjórn, Vínsmökkun með snarli, Grill máltíð, Léttur hádegisverður (pasta og fagioli) í Verona., og Tortellini réttur og eitt vínglas. Aðgangur að Sigurtá garðinum..
Ekki innifalið í verði: Ferðatryggingar, hjólahjálmur og hjólatöskur, ferðamannaskattur sem greiðist beint á hótel, eða annað sem ekki kemur fram í ferðaáætlun.

Ferðalýsing