Fallegri gerast hjólaleiðir tæpast þar sem við þeysum um á rafmagnsfákum um Salzkammergut hérað í austurrísku Ölpunum en héraðið er kennt við ríkar og aldagamlar saltnámur. Héraðið teygir sig frá Salzburg í vestri upp til Dachstein fjallanna í austri.

  Þessi ferð heldur sig í fallegasta hluta Salzkammergut, skammt austur af Salzburg, þar sem leiðin liggur um litla og stóra bæi, falleg Alpavötn, dæmigerða Alpa-dali og tilkomumikið útsýni. Menning og saga eru ávallt skammt undan og sérþjálfaður innfæddur leiðsögumaður, íslenskur fararstjóri, og skemmtilegur hópur fylla upp í myndina.

  Sæki dagsetningar...

  Ferðalýsing

  Verð og dagsetningar

  Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, sex hjóladagar með leiðsögumanni, leiga á rafhjóli, flutningur á farangri á milli staða, lestarmiði frá Gmunden til Ebensee, aðgöngumiði í bátsferðir (sjá ferðalýsingu), fimm nætur á 3* hóteli, og tvær nætur 4* hóteli.
  Ekki innifalið í verði: Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu.
  Sæki verð...