Hvítar sandstrendur, túrkísblátt karabíahafið, heilsulindir og meðalhiti 26° hljómar eins og tónlist í eyrum. En Punta Cana býður upp á svo miklu meira en einstakar strendur og dekur með öllu inniföldu því svæðið er sniðið fyrir hið fullkomna frí. Punta Cana, sem þekkt er fyrir langar hvítar strendur og tæran sjó, er austasti hluti Dóminíska Lýðveldisins. Bavarosvæðið og Punta Cana sameinast og mynda það sem kallað er Kókosströndin en þar virðast strendurnar endalausar og hafið er túrkísblátt. Þarna er auðvelt að ímynda sér að maður sé staddur í draumi eða kominn inn í póstkort. Tært hafið er fullt af lífi en þar má meðal annars finna litríka fiska, skjaldbökur og kóralrif. Punta Cana er staður þar sem hægt er að njóta dekurs í náttúrunni og leyfa rómantíkinni að blómstra en einnig er svæðið mjög fjölskylduvænt og því tilvalið fyrir fjölskyldufrí. Flogið beint með Neos.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 9 nætur á 4–5 stjörnu gistingu með öllu inniföldu, íslensk fararstjórn, og akstur til og frá flugvelli.
  Ekki innifalið í verði: Skoðunarferðir, eða þjórfé.

  Punta Cana

  Athugið

  • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
  • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.